Andvari - 01.01.2012, Síða 85
andvari
DR. HALLGRÍMUR SCHEVING
83
þann 7. janúar 1838 undir heitinu „Om den offentlige Underviisning i Island.“
I greininni varð Marmier tíðrætt um orðabókarstörf Hallgríms og það þrek-
virki sem hann vann við bágbornar aðstæður. 49
Staðreyndin er sú að skrif og störf Hallgríms komu ekki fyrir almennings-
sjónir nema að litlu leyti. Blómatími hans var á fyrstu áratugum 19. aldar-
innar, þá orti hann og þýddi, skrifaði doktorsritgerð og sinnti orðabókarstörf-
um. Ritverk hans og þýðingar eru varðveitt á handritadeild Landsbókasafns
Islands/Háskólabókasafns, ýmist rituð eigin hendi eða í afskriftum lærisveina
hans. Meginfrístundaiðja Hallgríms var öflun orðdæma fyrir orðabók, en sú
mikla vinna er aðeins varðveitt brotakennd frá hans hendi, enda var talið að
hann hefði brennt mestan hluta verksins. Eflaust fyrirkom hann einhverju,
þar sem svo þrálátur orðrómur var um það. I eftirmælum um hann í Þjóðólfi
kom sama umræðan fram: „Væri það því grátlegt, ef svo reyndist sem sagt
er, að ávöxtunum af svo margra ára einstakri ástundun og iðjusemi eins hins
lærðasta manns og bezta Islendings þessarar aldar, hefði verið snarað á bálið
að tilstuðlun eða fyrirlagi sjálfs hans.“50
Hallgrímur varpaði ekki öllu orðasafni sínu á eld, þannig er handritið
Lbs. 220 8vo augljóslega frá honum komið. Handritið er með hendi Konráðs
Gíslasonar, en Hallgrímur skrifar sjálfur víða í það viðbætur og leiðréttingar.
Þá sýna tilvitnanir í bækur, að handritinu var lokið skömmu eftir 1830. Þarna
sjáum við meðal annars í hvað sumrin fóru hjá Konráði á Bessastöðum. Þetta
handrit hefur að geyma viðauka við orðabók Björns Halldórssonar, en orða-
bók hans kom út árið 1814 í Kaupmannahöfn. Rasmus Rask hafði unnið við
að búa orðabókina til prentunar og var langt kominn þegar hann fór til Islands
árið 1813. Rask hefur eflaust leitað aðstoðar Hallgríms í þessu efni og verið
orðinn langeygur eftir tillagi hans. Jakob Benediktsson telur í Andvaragrein,
Islenzk orðabókastörf á 19. öld, að handrit Hallgríms sé fyrir marga hluta sakir
merkilegt safn og það sé eflaust hreinskrift á elsta safni hans. Þá telur Jakob
að lát Rasks hafi stuðlað að því að Hallgrímur varpaði því frá sér að gefa það
út.51 Rétt er samt að hafa í huga að á árunum 1815-1817 vann Hallgrímur að
doktorsritgerð sinni og hafði eflaust ekki á þeim árum mikinn tíma aflögu
fyrir orðabókastörf. I hinu langa og merkilega bréfi til Bjarna Þorsteinssonar
frá árinu 1817, lýsti Hallgrímur vel hvernig hann vann að viðbótum við orða-
bók Björns Halldórssonar.
1) Við orðabók Síra Björns Halldórssonar hef ég líka verið að gjöra nýjan viðbætir,
og hef ég aukið hana um 10 arkir af nýjum orðum, talsháttum og merkingum, sem
brúkast í daglegu máli. Þetta er í vissu tilliti fyrir aungvan hægra en þann, sem við
skólann er, hvar piltar eru samankomnir frá öllum fjórðungum landsins, og hefur
reynslan sýnt mér, að í nágrannasveitum í sama fjórðungi er oft mikill orðamunur
og mörg orð brúkuð í öðrum, sem óþekkt eru í hinum. En að mörg af þessum orðum
megi vera góð og gömul, ímynda ég mér af því, að ég hefi síðan fundið ekki allfá