Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 98

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 98
96 GUÐRÚN KVARAN ANDVARI og flýtur héraf að öll mál, sem líkindi eru til að gángi til konúngs eða stjórnarráðanna í Danmörku, verði héreptir að vera samin á danska túngu, og vona eg, að þér hér eptir gefið álit yðar og erkleríngar í þesskonar málum á Dönsku, og styrkið hlutaðeigendur, þar sem ólærðir eiga í hlut, til að semja bréf sín eða bænarskrár á þessu máli.9 Síðar í greininni skrifaði Jón: Þegar nú þannig sífelt aptur og aptur eru gjörðar árásir á mál vort og náttúrleg réttindi af framkvæmdastjórninni og embættismenn vorir fylgja því fram, nauðugir eða viljugir, þá er ekki annars kostur en að alþýða og alþíng reyni hvað það getur, til að koma á þetta föstum og óbrigðulum reglum, sem standi héðanaf.10 Regluna lagði hann einnig til: Oss virðist þá sú regla ljós og einföld, sem bænaskráin 1849 tekur fram, að allar embættisgjörðir og embættisbréf á Islandi, sem snerti stjórn landsins í öllum greinum sé á Islensku. Þetta er almenn krafa, almenn grundvallarregla í hverju landi, og hún er sanngjörn og réttvís. Þegar menn eiga í hlut sem eru útlendir, þá verður regla þessi eins standandi, en það er skylt að sjá fyrir því, að þeim verði gjört skiljanlegt á þeirra máli hvað þá varðar.11 Jón fór hæðnisorðum um þá skyldu að hafa háskólapróf til að gegna emb- ættum á íslandi. Ekki þurfi prestar háskólapróf, ekki þurfi umboðsmenn fyrir konungsjörðum háskólapróf, nýlega hafi verið skipaður biskup sem ekki hafði háskólapróf og ekki þurfi kennarar háskólapróf. Það sé ósanngjarnt að hinir lægri embættismenn lendi í að snúa efni yfir á dönsku en engum sé þar um að kenna öðrum en þeim sjálfum sem ekkert hafi gert til að sýna yfirboðurum sínum gallana. Kaflanum lýkur síðan á hvatningu til að huga að þjóðerni og máli: Þessvegna eiga og þurfa þeir undirgefnu að verja sig, og sökum grundvallarreglunnar alls ekki takast það á hendur af meinleysi, sem þeir eru ekki skyldir til, heldur kvarta til alþíngis, ef þeim er misboðið. Ef þeir láta undan, þá fer svo, að hver stafur verður skrifaður á Dönsku að fám árum liðnum, sem stjórn og lögum viðvíkur, einsog var á fyrirfarandi öld, og mál vort og þjóðerni kemst í öskustóna aftur. Nei, hér er veruleg hætta á ferðum, sem hver einn mun finna, sá sem gaumgæfilega hugsar um þetta efni, og vill unna þjóðerni voru og máli, og það dugir alls ekki að láta kúgast fyrir meinleysi og gúnguskap.12 Málinu var alls ekki lokið og Jón hélt áfram að berjast á þinginu fyrir rétti íslenskrar tungu og fleiri tóku sér fyrir hendur að skrifa hvatningargreinar um efnið eins og ég nefndi áðan. Það er næsta víst að verr væri komið fyrir íslenskri tungu nú ef danska hefði áfram verið það mál sem embættismönn- um bar að nota í bréfum sínum og lagatextar einungis undirritaðir á dönsku. Þáttur Jóns Sigurðssonar í verndun tungunnar er því alls ekki svo lítill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.