Andvari - 01.01.2012, Qupperneq 98
96
GUÐRÚN KVARAN
ANDVARI
og flýtur héraf að öll mál, sem líkindi eru til að gángi til konúngs eða stjórnarráðanna
í Danmörku, verði héreptir að vera samin á danska túngu, og vona eg, að þér hér eptir
gefið álit yðar og erkleríngar í þesskonar málum á Dönsku, og styrkið hlutaðeigendur,
þar sem ólærðir eiga í hlut, til að semja bréf sín eða bænarskrár á þessu máli.9
Síðar í greininni skrifaði Jón:
Þegar nú þannig sífelt aptur og aptur eru gjörðar árásir á mál vort og náttúrleg réttindi
af framkvæmdastjórninni og embættismenn vorir fylgja því fram, nauðugir eða viljugir,
þá er ekki annars kostur en að alþýða og alþíng reyni hvað það getur, til að koma á þetta
föstum og óbrigðulum reglum, sem standi héðanaf.10
Regluna lagði hann einnig til:
Oss virðist þá sú regla ljós og einföld, sem bænaskráin 1849 tekur fram, að allar
embættisgjörðir og embættisbréf á Islandi, sem snerti stjórn landsins í öllum greinum
sé á Islensku. Þetta er almenn krafa, almenn grundvallarregla í hverju landi, og hún er
sanngjörn og réttvís. Þegar menn eiga í hlut sem eru útlendir, þá verður regla þessi eins
standandi, en það er skylt að sjá fyrir því, að þeim verði gjört skiljanlegt á þeirra máli
hvað þá varðar.11
Jón fór hæðnisorðum um þá skyldu að hafa háskólapróf til að gegna emb-
ættum á íslandi. Ekki þurfi prestar háskólapróf, ekki þurfi umboðsmenn fyrir
konungsjörðum háskólapróf, nýlega hafi verið skipaður biskup sem ekki hafði
háskólapróf og ekki þurfi kennarar háskólapróf. Það sé ósanngjarnt að hinir
lægri embættismenn lendi í að snúa efni yfir á dönsku en engum sé þar um að
kenna öðrum en þeim sjálfum sem ekkert hafi gert til að sýna yfirboðurum
sínum gallana. Kaflanum lýkur síðan á hvatningu til að huga að þjóðerni og
máli:
Þessvegna eiga og þurfa þeir undirgefnu að verja sig, og sökum grundvallarreglunnar
alls ekki takast það á hendur af meinleysi, sem þeir eru ekki skyldir til, heldur kvarta
til alþíngis, ef þeim er misboðið. Ef þeir láta undan, þá fer svo, að hver stafur verður
skrifaður á Dönsku að fám árum liðnum, sem stjórn og lögum viðvíkur, einsog var á
fyrirfarandi öld, og mál vort og þjóðerni kemst í öskustóna aftur. Nei, hér er veruleg
hætta á ferðum, sem hver einn mun finna, sá sem gaumgæfilega hugsar um þetta efni,
og vill unna þjóðerni voru og máli, og það dugir alls ekki að láta kúgast fyrir meinleysi
og gúnguskap.12
Málinu var alls ekki lokið og Jón hélt áfram að berjast á þinginu fyrir rétti
íslenskrar tungu og fleiri tóku sér fyrir hendur að skrifa hvatningargreinar
um efnið eins og ég nefndi áðan. Það er næsta víst að verr væri komið fyrir
íslenskri tungu nú ef danska hefði áfram verið það mál sem embættismönn-
um bar að nota í bréfum sínum og lagatextar einungis undirritaðir á dönsku.
Þáttur Jóns Sigurðssonar í verndun tungunnar er því alls ekki svo lítill.