Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 99

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 99
andvari JÓN SIGURÐSSON OG ÍSLENSK TUNGA 97 í þriðja árgangi Andvara 1876 á Jón rækilega grein um Hið íslenska þjóð- vinafélag og eru undir henni stafirnir J.S. Næsta grein á eftir ber titilinn „Um rétt íslenzkrar túngu“ og er hún nafnlaus. Svo getur virst sem hún fylgi grein Jóns en samkvæmt „Efnis- og höfundaskrá Andvara 1874-1914“13 mun svo ekki vera og er hún eignuð Sigurði Jónssyni sýslumanni. Áður, eða 1863, hafði birst í Nýjum félagsritum grein með sama titli. Undir voru stafirnir S.J. og hefur sú grein verið eignuð Sigurði Jónassyni sem m.a. var aðstoðarmaður í utanríkisráðuneyti Dana, bókavörður Hins íslenska bókmenntafélags og for- seti þess um skeið. Jón hélt ræðu á fundi í Hinu íslenska bókmenntafélagi í Kaupmannahöfn 13. apríl 1866 sem prentuð var sem grein ári síðar.14 Fyrsti hluti ræðunnar snýr að tungumálinu. Þar veltir hann fyrst upp þeirri spurningu hvers vegna Islendingum hafi tekist að halda fornri tungu sinni nær óbreyttri um aldir og telur svarið fólgið í bókmenntunum og bókmálinu. Hefðu Islendingar ekki átt slík rit hefði farið fyrir þeim eins og nágrannaþjóðunum: Viðskipti vor við önnur lönd hafa verið svo löguð, sem skæðast gat orðið fyrir mál vort og þjóðerni, því vér höfum verið bundnir í samskiptum vorum um heilar aldir við náskyldar þjóðir, og einkum við eina einustu þjóð, sem ekki hafði neina ljósa hugmynd um norræna mentun, eða var búin að gleyma henni og hafði að öllu leyti lagt hug sinn að suðrænum skólalærdómi og suðrænum bókmentum.15 Hér er Jón að vísa til Dana og segir að eins sé komið fyrir Norðmönnum sem hafi fylgt fordæmi þeirra. Eins hefði getað farið fyrir íslendingum ef þeir hefðu ekki varðveitt bókmenntirnar og haldið þeim við á íslenskri tungu. Hann heldur áfram að tala máli bókmenntanna: Annað atriði því til styrkíngar, að það sé hin þjóðlega bókment og bókritin á voru máli, sem hafa haldið túngunni við, það er, að vér höfum eitt og hið sama mál í öllum héruðum um alt land; vér þekkjum að vísu sérstaklegar mállýzkur úr ýmsum héruðum, bæði í nöfnum á ymsum hlutum og í framburði, en vér getum ekki talað um þessar smábreytíngar einsog sérstök mál héraða, eða fjarða, eða dala, svo sem vér verðum varir við í öðrum löndum og hjá frændþjóðum vorum sérílagi.16 Áhugavert er að lesa að Jón telur það fyrst og fremst vera vegna bókmennta og bóklestrar að hérlendis skuli ekki hafa orðið til mállýskur. Hann bætir við: Vér getum heldur ekki talað um bókmál vort sem túngu hinna mentuðu manna, sem sé ólíkt alþýðumálinu, heldur er hið hreinasta bókmál vort jafnframt hið hreinasta alþýðumál, sem vér heyrum lifa á vörum karla og kvenna, þar sem vér köllum bezt talað mál vort í sveitum. Þessi samhljóðan túngunnar er einmitt hinn ljósasti vottur um, að þjóðmál vort hjá öllum stéttum hefir sína föstu rót og reglu í bókmálinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.