Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2012, Side 106

Andvari - 01.01.2012, Side 106
104 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI lítt þroskaður í anda, ég hafði í rauninni verið eins og stórt barn“ (Dægradvöl, 151). Þeim sem þjást af depurð hættir til að setja fyrirvara við eigin verðleika og afrek en einblína þess í stað á gallana. Þannig eru þeir oft vægðarlausir við sjálfa sig ekki síður en aðra. Þetta hefur mörgum lesendum Dægradvalar þótt kostur og sannarlega gerir þetta Gröndal að geðþekkari sögumanni en væntan- lega hefur þetta ekki hjálpað andlegu ástandi hans mikið. Þegar Benedikt Gröndal fer yfir eigið líf í Dægradvöl er hann aðallega undrandi yfir gleðistundum í lífi sínu: „Það var annars merkilegt, hvað vel lá á mér í öllu þessu basli; ég var alltaf glaður og kátur“ (Dægradvöl, 194). Það er annað vel þekkt einkenni þunglyndra að líta á gleði og kátínu sem frávik og tengja hana við horfna fortíð. Þannig verður hún hluti af trega þeirra og óskýranlegum ótta við nútíð og framtíð. Margir sem stríða við depurð trúa því einlægt að þeir séu hrakfallabálkar og að gæfan hafi snúið við þeim baki. Þá túlka þeir gæfuleysið á því sviði sem veldur þeim hryggð sem almennt gæfuleysi, jafnvel sem eðliseiginleika sinn. Þess vegna eiga þeir ævinlega von á áföllum og óheppni; depurðin kemur fram sem vantrú á eigin gæfu. Um leið hafa þeir algjöra vantrú á eigin færni til að takast á við mótlætið og eru almennt uppfullir af eigin vanmætti. Aður var getið hversu hissa Benedikt Gröndal var á eigin gleði erlendis í æsku. A sama stað lýsir hann furðu sinni á að hafa ekki lent í fleiri slys- um eða óhöppum og hann hafi ekki einu sinni villst á gönguferðum sínum í Belgíu (Dægradvöl, 194). Þessi undrun tengist því að hann telur sig almennt óheppinn, svikinn af gæfunni alveg eins og foreldrum sínum og íslendingum yfirleitt. Þannig skýrist slakt gengi hans í skóla á því að hann er „oftast svo óheppinn, að ég kom upp í því, sem ég var lakastur í, enda var ég aldrei þaul- iðinn við skólalærdóminn, en las margt utan hjá“ (Dægradvöl, 68). Flestir kannast við kvíða sem þunglyndiseinkenni; þeir sem hafa misst tökin á eigin þunglyndi mikla fyrir sér alls konar hversdagslega hluti og forð- ast það sem flestum öðrum finnst ekki tiltökumál. Gröndal ræðir þetta ekki sérstaklega í Dægradvöl en í Minningabók Þorvalds Thoroddsens segir hann frá því hvernig hann hafði fengið skáldið til að leysa sig af sem náttúrufræði- kennara á Akureyri. Þessu hafði Gröndal lofað en aftók síðan að fara og þó að Þorvaldur skýri það ekki þannig (af orsökum sem verða ræddar nánar síðar) blasir við flestum nútímamönnum sem þekkja kvíða og sjúklegan ótta (fóbíur) að Gröndal hefur fengið einhvers konar kvíðakast.11 Þetta tengist ótta við ferðalög sem Þorvaldur lýsir svo: „Gröndal var bæði sjóhræddur og hest- hræddur, vildi helzt fara alt fótgangandi og gekk altaf suður í Hafnarfjörð ... jafnan meira og minna kendur, sagði það hreinskilnislega að hann þyrfti að fá sjer neðan í því til hughreystingar á þessari glæfraferð.“12 Þetta hikuðu nútímamenn varla við að kalla sjúklegan kvíða eða fóbíu og tengja við þung- lyndi þó að það sé vitaskuld ekki eini túlkunarmöguleikinn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.