Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 106
104
ÁRMANN JAKOBSSON
ANDVARI
lítt þroskaður í anda, ég hafði í rauninni verið eins og stórt barn“ (Dægradvöl,
151). Þeim sem þjást af depurð hættir til að setja fyrirvara við eigin verðleika
og afrek en einblína þess í stað á gallana. Þannig eru þeir oft vægðarlausir við
sjálfa sig ekki síður en aðra. Þetta hefur mörgum lesendum Dægradvalar þótt
kostur og sannarlega gerir þetta Gröndal að geðþekkari sögumanni en væntan-
lega hefur þetta ekki hjálpað andlegu ástandi hans mikið.
Þegar Benedikt Gröndal fer yfir eigið líf í Dægradvöl er hann aðallega
undrandi yfir gleðistundum í lífi sínu: „Það var annars merkilegt, hvað vel lá
á mér í öllu þessu basli; ég var alltaf glaður og kátur“ (Dægradvöl, 194). Það
er annað vel þekkt einkenni þunglyndra að líta á gleði og kátínu sem frávik
og tengja hana við horfna fortíð. Þannig verður hún hluti af trega þeirra og
óskýranlegum ótta við nútíð og framtíð.
Margir sem stríða við depurð trúa því einlægt að þeir séu hrakfallabálkar
og að gæfan hafi snúið við þeim baki. Þá túlka þeir gæfuleysið á því sviði sem
veldur þeim hryggð sem almennt gæfuleysi, jafnvel sem eðliseiginleika sinn.
Þess vegna eiga þeir ævinlega von á áföllum og óheppni; depurðin kemur
fram sem vantrú á eigin gæfu. Um leið hafa þeir algjöra vantrú á eigin færni
til að takast á við mótlætið og eru almennt uppfullir af eigin vanmætti.
Aður var getið hversu hissa Benedikt Gröndal var á eigin gleði erlendis
í æsku. A sama stað lýsir hann furðu sinni á að hafa ekki lent í fleiri slys-
um eða óhöppum og hann hafi ekki einu sinni villst á gönguferðum sínum í
Belgíu (Dægradvöl, 194). Þessi undrun tengist því að hann telur sig almennt
óheppinn, svikinn af gæfunni alveg eins og foreldrum sínum og íslendingum
yfirleitt. Þannig skýrist slakt gengi hans í skóla á því að hann er „oftast svo
óheppinn, að ég kom upp í því, sem ég var lakastur í, enda var ég aldrei þaul-
iðinn við skólalærdóminn, en las margt utan hjá“ (Dægradvöl, 68).
Flestir kannast við kvíða sem þunglyndiseinkenni; þeir sem hafa misst
tökin á eigin þunglyndi mikla fyrir sér alls konar hversdagslega hluti og forð-
ast það sem flestum öðrum finnst ekki tiltökumál. Gröndal ræðir þetta ekki
sérstaklega í Dægradvöl en í Minningabók Þorvalds Thoroddsens segir hann
frá því hvernig hann hafði fengið skáldið til að leysa sig af sem náttúrufræði-
kennara á Akureyri. Þessu hafði Gröndal lofað en aftók síðan að fara og þó
að Þorvaldur skýri það ekki þannig (af orsökum sem verða ræddar nánar
síðar) blasir við flestum nútímamönnum sem þekkja kvíða og sjúklegan ótta
(fóbíur) að Gröndal hefur fengið einhvers konar kvíðakast.11 Þetta tengist ótta
við ferðalög sem Þorvaldur lýsir svo: „Gröndal var bæði sjóhræddur og hest-
hræddur, vildi helzt fara alt fótgangandi og gekk altaf suður í Hafnarfjörð
... jafnan meira og minna kendur, sagði það hreinskilnislega að hann þyrfti
að fá sjer neðan í því til hughreystingar á þessari glæfraferð.“12 Þetta hikuðu
nútímamenn varla við að kalla sjúklegan kvíða eða fóbíu og tengja við þung-
lyndi þó að það sé vitaskuld ekki eini túlkunarmöguleikinn.