Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Síða 112

Andvari - 01.01.2012, Síða 112
110 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI 180-81). Hér er á ferð sama stef og jafnan í samskiptum við aðra: vinsam- legt viðmót hefði ekki kostað hinn aðilann neitt en samt neitar hann þeim þunglynda um það. I lok ævinnar er vænisýkin tekin að ná hámarki og þá sér Gröndal smán úr öllu, líka þegar honum er heiður sýndur. Þegar Jón Sigurðsson er jarðaður í Reykjavík í maí 1880 er Gröndal beðinn um að yrkja en hann lýsir því þannig: „Ekki var ég kvaddur til að yrkja við það tækifæri, því séra Matthías tranaði sér fram þar eins og annarstaðar og hafði Steingrím í eftirdragi - það var fyrst allra seinast, að ég var beðinn að yrkja eitthvað, sem var seinast sungið við gröfina - hefði ég að réttu lagi átt að neita því“ (Dægradvöl, 266). Hér er Gröndal raunar hafður með en hann er beðinn of seint þannig að sagan endar með því að snúast um háðungina sem honum er sýnd.19 Þegar Náttúrufræðifélagið er stofnað er Benedikt Gröndal lengi formaður þess en er gagnrýndur á fundi á gamals aldri: „Var þetta gert til að smána mig, því þeim var innan handar að nefna þetta við mig einslega“ (Dægradvöl, 293). Síðan fær hann ekki að rita náttúrusögu handa barnaskólum því að Bjarni Sæmundsson verður fyrri til og þessi ályktun er dregin af: „Aðferð sú var eins og vant var alla mína tíð hér, að bægja mér frá öllum bóklegum störfum og ritum, frá öllu, sem einhverja þekkingu þarf til“ (s.st.). Sá heilbrigði metn- aður Bjarna að vilja sjálfur semja náttúrusögu (sem Gröndal raunar telur alla stolna) er hér túlkaður sem árás á Benedikt Gröndal sem virðist ófær um að horfa á málið frá öðrum sjónarhornum en sínu eigin. Þunglyndi fylgir gjarnan óhófleg sjálfselska af þessu tagi þar sem sá þunglyndi telur öll mál - stór eða smá - snúast um eigin stöðu í heiminum. Það stafar endilega ekki af því að hann sé óvenju sjálfselskur að eðlisfari heldur kallar viðkvæmt sjálfsmat hans á að öll mál sé sett í þetta samhengi. Gröndal fær of lág laun fyrir allt sem hann gerir, hann er ekki beðinn um að þýða, hann er ekki kosinn í stjórnir, honum er ekki boðið í veislur, nemend- ur hans senda honum ekki eintök af ritum sínum. Þannig er mótlætið iðulega frekar hversdagslegt og smátt og jafnvel frekar almenns eðlis en Gröndal er umhugað um hverja smán og þannig á valdi vænisýkinnar. Fyrirlitning sam- félagsins staðfestir þá stöðu sem hann hefur í eigin huga. Jafnvel þegar hann fær riddarakross dannebrogsorðunnar segir Gröndal aðeins frá því til þess að láta þess getið að landshöfðinginn hafi ekki fært honum krossinn sjálfur held- ur sent „vinnukonu sína með krossinn“ (Dægradvöl, 296) og skömmu síðar er hann tekinn að ræða illgjarna ritdóma um kvæðabók sína. Hann fær styrk af alþingi en það er ekki nóg því að einhverjir standa upp og mótmæla og eru þeir menn nafngreindir í bókinni en ekki hinir sem samþykkja styrkinn; þeir eru alveg gleymdir. Þannig er mótlætið sem Benedikt Gröndal verður fyrir raunverulegt en samt oft frekar hversdagslegt og lítilfjörlegt. Það ýkist hins vegar allt upp í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.