Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 117

Andvari - 01.01.2012, Page 117
andvari SÉRKENNILEGUR, UNDARLEGUR OG FURÐULEGUR EINFARI 115 breyst í þunglyndi þar sem missirinn sem syrgjendur hafa orðið fyrir (sem getur verið af ýmsu tagi) verður varanleg skemmd í sálarlífi þeirra.32 Þannig finnst þeim þunglynda að hann sjálfur hafi misst tilgang sinn og merkingu og leitar stöðugt staðfestingar á því. Einkenni þunglyndis eru þannig lágt sjálfs- mat sem oft leiðir til kvíða þar sem sá þunglyndi telur sér allt ofviða. Einnig stundum sjálfsásakanir en undir niðri má þó iðulega finna reiði og árásargirni sem beinist gegn öðrum líka; stundum þróast þunglyndið jafnvel yfir í oflæti. Hjá Gröndal kemur þunglyndið eins og áður sagði fram sem vanmáttarkennd, kvíði, vantrú á eigin heppni og þróast að lokum út í vænisýki þar sem hann er misskilinn og vanmetinn af umhverfi sem leyfir honum ekki að njóta sín. Þannig virðist líklegt að reiði sem Gröndal beinir gegn öðrum í Dægradvöl kunni að einhverju leyti að beinast gegn honum sjálfum einnig: þegar dýpra er grafið sé vandi hans sá að honum þyki hann sjálfur einskisverður. Hann veiti henni útrás með því að vera gramur í garð annarra en hælir sjálfum sér í baráttu við eigin vanmáttarkennd. Gremjan í Dægradvöl sé þannig tæki hans til að takast á við eigið tilfinningalíf. Hér verður látið staðar numið við þá freudísku túlkun. Um miðbik 20. aldar hefðu ýmsir erlendir bókmenntafræðingar örugglega ekki kinokað sér að leita að rótum vandans svipað og Freud gerði og finna hann jafnvel í samskiptum við föðurinn eða mótandi viðburðum úr frumbernsku. Hér var ætlunin þó ekki að skýra þunglyndið heldur aðeins að benda á það og draga fram að á sama tíma og bókmenntaleg sálgreining stóð í blóma erlendis (1930-1980) létu íslenskir fræðimenn sem fjölluðu um Gröndal og Dægradvöl sér nægja að gefa honum einkunnir eins og furðulegur og undarlegur og voru þannig á harðahlaupum frá því að greina viðfangsefni sitt á heimspekilegan hátt. Túlkunarleiðir hvers tíma og samfélags eru ekki síður áhugavert viðfangsefni en þunglyndir textar, og þessi athugun á viðhorfum manna til Benedikts Gröndal bendir til þess að íslenskir menntamenn hafi lengi verið fælnir við heimspekilega túlkun eða umræðu. Því er ekki úr vegi að vekja umræðu um þunglyndi í Dægradvöl.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.