Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 125

Andvari - 01.01.2012, Page 125
andvari SÖGUFRÓÐIR FRÆNDUR 123 sjónir í stjórnarskipun þeirra, lagasetningu, og öllu þeirra ráðlagi. í miðaldasögunni færist sviðið út og verður margfalt víðlendara og stærra en áður var. Lesendur eru á einskonar landnámsferð. Þeir finna ný og ókunn lönd, nýjar og ókendar þjóðir, og við endalok miðaldanna flytur sagan þá til hafs og til annarar heimsálfu.8 Vinnulagi sínu og -aðferð lýsti Páll þannig: Eg hefi nú að þessu sinni haft aðra aðferð en þá, er eg hafði meðan eg fékst við fornaldarsöguna. Nú hefi eg lítið stuðst við sögubók Bóhrs að öðru en því, að eg víðast hvar hefi bygt á hans undirstöðu, það er að skilja, fylgt hans niðurskipan á efninu, en að öðru leiti hefi eg haft ýmsar bækur fyrir mér, og nefni eg þá einkum sögubækur þeirra Rottecks og Beckers ... og svo miðaldasögu eptir Norðmanninn Ludvig Daae, (útg. í Kristjaníu 1864). Þessar og aðrar bækur, sem eg hefi til náð, hefi eg lesið og síðan hefi eg ritað eptir því sem eg hafði föng á og mér í þann svipinn þókti vera meiga.9 Eins og Fornaldarsagan þótti Miðaldasagan einkar vel skrifuð og fróðleg og náði til breiðs lesendahóps, langt utan raða menntamanna og skólapilta. Hún var 292 blaðsíður að lengd og skiptist í tvo höfuðkafla. Hinn fyrri fjallaði um tímabilið 476-1100 og hinn síðari um liðlegar fjórar aldir, 1100-1517. í bókinni var fjallað um alla meginþætti miðaldasögunnar, greint frá helstu ríkjum og viðburðum og nokkrum nafnkenndum einstaklingum. I lok síð- ari meginkaflans sagði frá landaleitum Spánverja og Portúgala og fundi Ameríku, en annars var frásögnin nær einvörðungu bundin við Evrópu. Ekkert var sagt frá Afríku og Asíu, að öðru leyti en því að greint var frá upphafi og útbreiðslu Múhameðstrúar og frá samskiptum Rússa og Mongóla. Þá var í bókinni einkar greinargóður þáttur um Tyrki og fall Miklagarðs. Allrækilega var einnig fjallað um Norðurlönd, allt frá víkingaöld og fram til loka Kalmarsambandsins á 3. áratug 16. aldar. Þriðji hluti mannkynssögu Páls kom út í heftum á árunum 1868-1887, en taldist tvö sjálfstæð bindi. Þessi hluti hét einu nafni Nýja sagan og tók fyrra bindið yfir tímabilið frá upphafi siðbótar Marteins Lúthers og fram að stjórn- arbyltingunni á Frakklandi árið 1789. Síðara bindið fjallaði um byltinguna og síðan flesta meginþætti í sögu Evrópu fram að byltingarárinu 1830, og í sumum tilvikum til 1848. Þessi tvö bindi báru sömu höfundareinkenni og Fornaldarsagan og Miðaldasagan, voru einkar greinargóð, mjög fróðleg og vel skrifuð. Frásögnin var að langmestu leyti bundin við Evrópu og lítið var sagt frá öðrum heimsálfum, að því þó undanskildu, að allrækilega var greint frá frelsisstríði Norður-Ameríkumanna og stofnun Bandaríkjanna. í ofannefndum ritum um sögu mannkynsins gerði Páll sögu Norðurlanda- þjóða allgóð skil. Sú umfjöllun var þó fráleitt samfelld og þegar Nýja sagan var komin út, settist hann enn við skriftir, þá liðlega hálfáttræður, og samdi nýtt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.