Andvari - 01.01.2012, Qupperneq 125
andvari
SÖGUFRÓÐIR FRÆNDUR
123
sjónir í stjórnarskipun þeirra, lagasetningu, og öllu þeirra ráðlagi. í miðaldasögunni
færist sviðið út og verður margfalt víðlendara og stærra en áður var. Lesendur eru á
einskonar landnámsferð. Þeir finna ný og ókunn lönd, nýjar og ókendar þjóðir, og við
endalok miðaldanna flytur sagan þá til hafs og til annarar heimsálfu.8
Vinnulagi sínu og -aðferð lýsti Páll þannig:
Eg hefi nú að þessu sinni haft aðra aðferð en þá, er eg hafði meðan eg fékst við
fornaldarsöguna. Nú hefi eg lítið stuðst við sögubók Bóhrs að öðru en því, að eg
víðast hvar hefi bygt á hans undirstöðu, það er að skilja, fylgt hans niðurskipan á
efninu, en að öðru leiti hefi eg haft ýmsar bækur fyrir mér, og nefni eg þá einkum
sögubækur þeirra Rottecks og Beckers ... og svo miðaldasögu eptir Norðmanninn
Ludvig Daae, (útg. í Kristjaníu 1864). Þessar og aðrar bækur, sem eg hefi til náð, hefi
eg lesið og síðan hefi eg ritað eptir því sem eg hafði föng á og mér í þann svipinn
þókti vera meiga.9
Eins og Fornaldarsagan þótti Miðaldasagan einkar vel skrifuð og fróðleg og
náði til breiðs lesendahóps, langt utan raða menntamanna og skólapilta. Hún
var 292 blaðsíður að lengd og skiptist í tvo höfuðkafla. Hinn fyrri fjallaði
um tímabilið 476-1100 og hinn síðari um liðlegar fjórar aldir, 1100-1517.
í bókinni var fjallað um alla meginþætti miðaldasögunnar, greint frá helstu
ríkjum og viðburðum og nokkrum nafnkenndum einstaklingum. I lok síð-
ari meginkaflans sagði frá landaleitum Spánverja og Portúgala og fundi
Ameríku, en annars var frásögnin nær einvörðungu bundin við Evrópu.
Ekkert var sagt frá Afríku og Asíu, að öðru leyti en því að greint var frá
upphafi og útbreiðslu Múhameðstrúar og frá samskiptum Rússa og Mongóla.
Þá var í bókinni einkar greinargóður þáttur um Tyrki og fall Miklagarðs.
Allrækilega var einnig fjallað um Norðurlönd, allt frá víkingaöld og fram til
loka Kalmarsambandsins á 3. áratug 16. aldar.
Þriðji hluti mannkynssögu Páls kom út í heftum á árunum 1868-1887, en
taldist tvö sjálfstæð bindi. Þessi hluti hét einu nafni Nýja sagan og tók fyrra
bindið yfir tímabilið frá upphafi siðbótar Marteins Lúthers og fram að stjórn-
arbyltingunni á Frakklandi árið 1789. Síðara bindið fjallaði um byltinguna
og síðan flesta meginþætti í sögu Evrópu fram að byltingarárinu 1830, og
í sumum tilvikum til 1848. Þessi tvö bindi báru sömu höfundareinkenni og
Fornaldarsagan og Miðaldasagan, voru einkar greinargóð, mjög fróðleg og
vel skrifuð. Frásögnin var að langmestu leyti bundin við Evrópu og lítið var
sagt frá öðrum heimsálfum, að því þó undanskildu, að allrækilega var greint
frá frelsisstríði Norður-Ameríkumanna og stofnun Bandaríkjanna.
í ofannefndum ritum um sögu mannkynsins gerði Páll sögu Norðurlanda-
þjóða allgóð skil. Sú umfjöllun var þó fráleitt samfelld og þegar Nýja sagan
var komin út, settist hann enn við skriftir, þá liðlega hálfáttræður, og samdi nýtt