Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2012, Side 126

Andvari - 01.01.2012, Side 126
124 JÓN Þ. ÞÓR ANDVARl rit um sögu Norðurlanda. Það kom út árið 1891 og nefndist Norðurlandasaga, eða Dana, Norðmanna og Svía saga. A Finna var ekki minnst að heitið gæti, enda töldust þeir ekki til Norðurlandaþjóða á þessum tíma, og ekki urðu les- endur margs vísari um sögu Færeyinga eða Grænlendinga. í formála gerði Páll grein fyrir verkinu og tilgangi þess með þessum orðum: Mér þykir eigi ólíklegt, að sumir kunni að segja, er þeir sjá bók þessa, að höfundi hennar hefði verið skyldara, að halda áfram og ljúka við hina almennu mannkynssögu, er hann hefir fengizt við um mörg undanfarin ár, en að hætta nú við hana og ráðast í hitt, að rita þessa norðurlandasögu. Eg játa að vísu, að þeir menn hafi nokkuð til síns máls, enda skoðaði eg huga minn áður en eg sneri mér að þessu starfi; en samt sem áður hygg eg það vera rétt ráðið af mér, að hætta þar sem komið var hinni almennu sögu, byrja á norðurlandasögunni og sjá hvað eg kæmist. í sögubókum mínum (o: hinni almennu mannkynssögu) er eg kominn með flestar þjóðir fram að 1830, og er þá hægri sá áfanginn, sem eftir er, en um Norðurlandaþjóðir er allt öðru máli að gegna. Það sem eg hefi um þær ritað er hvorki heilt né hálft, það er allt í molum. Þar er ekki sagt frá upptökum þeirra eða æfiferli lengi fram eftir öldum. Þannig er, til dæmis að taka, lítið sem ekkert minnzt á Svía, fyr en um miðja 13. öld, þá er Fólkungar hefjast þar til ríkis; eigi er það heldur viðkunnanlegt, að saga norðurþjóðanna, það sem hún nær, er þar á víð og dreif innan um sögur annara þjóða. Það virðist þó eðlilegra og aðgengilegra, að sagan sé sögð sérstök og öll í samfellu á einni bók. Þá ber og vel að gæta þess, að norðurþjóðirnar - Norðmenn, Danir og Svíar - standa oss íslendingum næst, og fyrir því er oss skylt, að þekkja sögu þeirra fremur en sögur annara fjarskyldari þjóða. Mér virtist því öll þörf á, að rita sérstaka norðurlandasögu handa löndum mínum, og gjöra það sem allra fyrst meðan líf og heilsa endist, Hafi nú þetta starf mitt eigi mistekizt því meira, vona eg að hafa unnið þeim engu minna gagn, en ef eg hefði haldið áfram hinni almennu sögu. Það er hið sama að segja um bók þessa sem önnur sagnarit eftir mig, að eg hefi ritað hana fyrir íslenzka alþýðumenn, er ekki eiga völ á öðru betra; fyrir lærða menn, er svo eru nefndir, hefir mér aldrei komið til hugar að rita, hvorki þessa bók eða aðrar - þar þarf nú meira til. En meðfram hefi eg hugsað, að lærisveinar hins lærða skóla í Reykjavík gæti haft einhver not af bókinni til að fylla upp í ýmsar eyður og skörð, er finna má í hinum dönsku norðurlandasögubókum, er lesnar hafa verið hér í skólanum til þessa.10 Lokaorð þessarar tilvitnunar sýna vel tilgang Páls með sögurituninni. Hann hugðist umfram allt uppfræða landa sína og sem sögukennari við Lærða skól- ann um árabil vissi hann manna best hvar skórinn kreppti í námsefni í sögu. Bókin um sögu Norðurlanda var síðasta ritið sem Páll Melsteð tók saman um sögu erlendra þjóða. Hann átti að vísu nítján ár ólifuð árið 1891, en þegar hér var komið sögu, var sjón hans tekin að bila svo mjög að hann átti erfitt með lestur og skriftir og hann treysti sér ekki til að lesa sjálfur prófarkir að Norðurlandasögunni.11 Henni var hins vegar vel tekið, eins og öðrum bókum Páls, og í grein um hann látinn sagði Bogi Th. Melsteð, að í Noregi hefði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.