Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 126
124
JÓN Þ. ÞÓR
ANDVARl
rit um sögu Norðurlanda. Það kom út árið 1891 og nefndist Norðurlandasaga,
eða Dana, Norðmanna og Svía saga. A Finna var ekki minnst að heitið gæti,
enda töldust þeir ekki til Norðurlandaþjóða á þessum tíma, og ekki urðu les-
endur margs vísari um sögu Færeyinga eða Grænlendinga. í formála gerði
Páll grein fyrir verkinu og tilgangi þess með þessum orðum:
Mér þykir eigi ólíklegt, að sumir kunni að segja, er þeir sjá bók þessa, að höfundi
hennar hefði verið skyldara, að halda áfram og ljúka við hina almennu mannkynssögu,
er hann hefir fengizt við um mörg undanfarin ár, en að hætta nú við hana og ráðast í
hitt, að rita þessa norðurlandasögu. Eg játa að vísu, að þeir menn hafi nokkuð til síns
máls, enda skoðaði eg huga minn áður en eg sneri mér að þessu starfi; en samt sem
áður hygg eg það vera rétt ráðið af mér, að hætta þar sem komið var hinni almennu
sögu, byrja á norðurlandasögunni og sjá hvað eg kæmist. í sögubókum mínum (o: hinni
almennu mannkynssögu) er eg kominn með flestar þjóðir fram að 1830, og er þá hægri
sá áfanginn, sem eftir er, en um Norðurlandaþjóðir er allt öðru máli að gegna. Það sem
eg hefi um þær ritað er hvorki heilt né hálft, það er allt í molum. Þar er ekki sagt frá
upptökum þeirra eða æfiferli lengi fram eftir öldum. Þannig er, til dæmis að taka, lítið
sem ekkert minnzt á Svía, fyr en um miðja 13. öld, þá er Fólkungar hefjast þar til ríkis;
eigi er það heldur viðkunnanlegt, að saga norðurþjóðanna, það sem hún nær, er þar á
víð og dreif innan um sögur annara þjóða. Það virðist þó eðlilegra og aðgengilegra,
að sagan sé sögð sérstök og öll í samfellu á einni bók. Þá ber og vel að gæta þess, að
norðurþjóðirnar - Norðmenn, Danir og Svíar - standa oss íslendingum næst, og fyrir
því er oss skylt, að þekkja sögu þeirra fremur en sögur annara fjarskyldari þjóða. Mér
virtist því öll þörf á, að rita sérstaka norðurlandasögu handa löndum mínum, og gjöra
það sem allra fyrst meðan líf og heilsa endist, Hafi nú þetta starf mitt eigi mistekizt því
meira, vona eg að hafa unnið þeim engu minna gagn, en ef eg hefði haldið áfram hinni
almennu sögu.
Það er hið sama að segja um bók þessa sem önnur sagnarit eftir mig, að eg hefi ritað hana
fyrir íslenzka alþýðumenn, er ekki eiga völ á öðru betra; fyrir lærða menn, er svo eru
nefndir, hefir mér aldrei komið til hugar að rita, hvorki þessa bók eða aðrar - þar þarf nú
meira til. En meðfram hefi eg hugsað, að lærisveinar hins lærða skóla í Reykjavík gæti
haft einhver not af bókinni til að fylla upp í ýmsar eyður og skörð, er finna má í hinum
dönsku norðurlandasögubókum, er lesnar hafa verið hér í skólanum til þessa.10
Lokaorð þessarar tilvitnunar sýna vel tilgang Páls með sögurituninni. Hann
hugðist umfram allt uppfræða landa sína og sem sögukennari við Lærða skól-
ann um árabil vissi hann manna best hvar skórinn kreppti í námsefni í sögu.
Bókin um sögu Norðurlanda var síðasta ritið sem Páll Melsteð tók saman
um sögu erlendra þjóða. Hann átti að vísu nítján ár ólifuð árið 1891, en þegar
hér var komið sögu, var sjón hans tekin að bila svo mjög að hann átti erfitt
með lestur og skriftir og hann treysti sér ekki til að lesa sjálfur prófarkir að
Norðurlandasögunni.11 Henni var hins vegar vel tekið, eins og öðrum bókum
Páls, og í grein um hann látinn sagði Bogi Th. Melsteð, að í Noregi hefði