Andvari - 01.01.2012, Síða 128
126
JÓN Þ. ÞÓR
ANDVARI
það ræðst, að jeg sje mjer eigi fært að framkvæma það styrklaust. Yfir höfuð að tala
mun flestum veita það erfitt, sem eigi eiga eignir til þess að lifa af, en svo er um fæsta
íslendinga.16
Þessu næst lýsti Bogi viðbúnaði sínum og hugmyndum varðandi fyrirhugaða
Islandssögu:
Á unga aldri hafði jeg ákveðið með sjálfum mjer hvaða menntaveg sje skyldi ganga.
Þegar jeg útskrifaðist fór jeg til háskólans til þess að stunda almenna sagnafræði
þar, því að jeg hafði þá hugfest mjer, að verja kröptum mínum til þess að stunda
sögu míns eigins lands, en án þekkingar á almennri sögu, bæði sögu annara landa
og „kritiskri“ meðferð sögunnar, er alls ekki hægt að rita sögu eins einstaks lands
eða einstaks tímabils, svo að í góðu lagi sje. Jeg hef í þau ár, sem jeg hef dvalið við
Hafnarháskóla, leitazt við að afla mjer allrar þeirrar þekkingar, bæði í almennri sögu
og í einstökum greinum hennar, sem mjer hefur verið auðið; enn fremur í hinum ýmsu
hjálparvísindum sögunnar, svo sem þjóðafræði, sögulegri landafræði, tímatalsfræði,
sögu sögunnar, almennum ríkisrjetti, þjóðmegunarfræði o. fl., en þó einkum í sögulegri
„heimildakritik", sem nú er skoðuð sem undirstaða allrar sögulegrar „kritikar" og svo
ný í Danmörk, að að eins eitt misseri hafði verið haldnar æfingar í henni við háskólann,
áður en jeg kom þangað. Eins hef jeg með 2 ferðum til annara ríkja leitazt við að afla
mjer víðtækrar söguþekkingar. Fyrri ferðina fór jeg sumarið 1887 til Þýzkalands; komst
jeg suður á bóginn til Thuringen og til Schweitz hinnar saxnesku; skoðaði sögustaði og
mörg söfn, er snerta menningarsöguna. Hina ferðina fór jeg fyrri hluta sumarsins í fyrra,
en nokkru síðar en jeg hafði lokið embættisprófi í sagnafræði, til Noregs og Svíþjóðar.
Lagði jeg þó einkum leið mína um Noreg, fór norður um Dalina, um Þrændalög og
suður um vesturströnd landsins; skoðaði jeg auk ýmsra sögustaða sögusöfnin í Bergen,
Þrándheimi og Kristjaníu og sá þar þær stöðvar, sem landsnámsmenn vorir einkum
komu frá. Skýrðist margt, er snertir elztu sögu íslands fyrir mjer í ferð þessari. Báðar
þessar ferðir fór jeg á eigin kostnað.17
Undir lok „bænarskrárinnar" herti Bogi enn á og benti alþingismönnum á, að
fyrirhuguð söguritun væri í raun þjóðþrifaverk. Það myndi ryðja brautina og
leggja grunn að kennslu í sögu lands og þjóðar í skólum landsins:
Jeg hef ekki minnzt á hve nauðsynlegt það er fyrir þjóð vora, að saga hennar sje
rituð, því að það mun hverjum manni augljóst og hefur svo optlega komið fram
í ræðum og ritum. Allir menntaðir menn eru sammála um það, að sagan sje ein
af hinum allra lærdómsríkustu og merkustu vísindagreinum, og sjerstaklega sje
það nauðsynlegt og líka lærdómsríkt fyrir hverja einstaka þjóð að þekkja vel sína
eigin sögu, enda láta allar menntaðar þjóðir, nema vjer íslendingar einir, sögu
sína sitja í fyrirrúmi fyrir sögu annara þjóða bæði í skólum og utan þeirra. Hjá
hverri menntaðri þjóð verja vísindamenn tugum saman æfinni til þess að rannsaka
þjóðarsögu sína.
Það er algjörlega ómögulegt að koma sögukennslunni í skólum vorum í rjett horf,
fyr en vjer eignumst sögu vora ritaða vísindalega, því áður en það er gert eða áður
en hún hefur verið rannsökuð að mun og skoðuð í samhengi við þátímann og sögu