Andvari - 01.01.2012, Page 131
andvari
SÖGUFRÓÐIR FRÆNDUR
129
IV
Þeir frændur, Páll og Bogi Th. Melsteð, eiga skilinn heiðurssess í sögu ís-
lenskrar sagnaritunar. Þeir voru merkir frumkvöðlar og afkastamiklir fræði-
menn og rithöfundar. Á engan er hallað þótt þeir séu nefndir upphafsmenn
nútíma söguritunar á íslensku. Viðfangsefni þeirra voru hins vegar ólík og
sama máli gegndi um viðbúnað þeirra, aðstæður og aðferðir. Páll var ekki
menntaður í sagnfræði, en hafði að eigin sögn yndi af sögulegum fróðleik alla
ævi, kenndi sögu við Lærða skólann í Reykjavík um árabil og var fyrsti eigin-
legi sögukennarinn við skólann. Ber öllum heimildum saman um að hann hafi
verið afbragðs kennari og kunnað vel þá list að vekja athygli nemenda sinna
á námsgreininni.
Páll hóf söguritun sína í þeim tilgangi að miðla löndum sínum fróðleik
um sögu mannkynsins. Hann virðist ekki hafa haft neins konar heildarverk
í huga þegar hann hófst handa, en góðar viðtökur við fyrstu bókunum urðu
honum hvatning til áframhaldandi skrifta. Mannkynssaga hans er öll yfir
sextán hundruð blaðsíður að lengd og tvímælalaust mesta fróðleiksrit fyrir
almenning, sem gefið hafði verið út á íslensku á þeim tíma. Þar við bættist
Norðurlandasagan og á árunum 1878 og 1879 kom frá hendi Páls Ágrip af
mannkynssögunni, sem einkum var ætlað börnum og unglingum. Sú bók var
gefin út þrívegis, síðast 1898.
Páll Melsteð ritaði bækur sínar af þeirri hugsjón og eldmóði, sem oft ein-
kennir hina sönnu brautryðjendur, menn sem vita að þeir vinna þarft verk.
Hann hafði engan aðgang að neins konar frumheimildum og studdist við tak-
markaðan bókakost. Aðall rita hans er skemmtileg og lifandi frásögn, rituð á
einkar fallegu og lipru máli. Nú á dögum telst margt af því sem hann ritaði að
sönnu úrelt, en á hans tíð taldist það fullgildur sögulegur fróðleikur og bækur
hans stóðust í mörgum efnum fyllilega samanburð við hliðstæð rit annars
staðar á Norðurlöndum og reyndar víðar. Það var ekki lítið afrek þegar litið
er til aðstæðna Páls, og enn halda bækur hans gildi sínu sem sögulegar bók-
menntir. Er reyndar efamál að skemmtilegri og læsilegri mannkynssaga hafi
enn verið samin á íslensku þótt vissulega þykjumst við vita margt betur nú en
menn gerðu á dögum Páls.
Um það bil sem Norðurlandasagan kom út var Páli tekin að daprast svo
sjón að hann treystist ekki lengur til meiriháttar ritstarfa. Á síðustu árum
ævinnar tók hann þó saman æviminningar sínar, sem komu út að honum
látnum.20 Þær eru stórfróðleg heimild um ýmsa þætti íslenskrar sögu á 19.
öld og við hljótum að harma að Páll ritaði ekki meira um sögu lands og
þjóðar á 19. öldinni. Þar kunni hann frá mörgu að segja, var sjálfur viðstaddur
og þátttakandi í mörgum merkisatburðum og þekkti marga helstu gerendur
sögunnar persónulega. Má í því viðfangi minna á, að hann var vel kunnug-