Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 131

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 131
andvari SÖGUFRÓÐIR FRÆNDUR 129 IV Þeir frændur, Páll og Bogi Th. Melsteð, eiga skilinn heiðurssess í sögu ís- lenskrar sagnaritunar. Þeir voru merkir frumkvöðlar og afkastamiklir fræði- menn og rithöfundar. Á engan er hallað þótt þeir séu nefndir upphafsmenn nútíma söguritunar á íslensku. Viðfangsefni þeirra voru hins vegar ólík og sama máli gegndi um viðbúnað þeirra, aðstæður og aðferðir. Páll var ekki menntaður í sagnfræði, en hafði að eigin sögn yndi af sögulegum fróðleik alla ævi, kenndi sögu við Lærða skólann í Reykjavík um árabil og var fyrsti eigin- legi sögukennarinn við skólann. Ber öllum heimildum saman um að hann hafi verið afbragðs kennari og kunnað vel þá list að vekja athygli nemenda sinna á námsgreininni. Páll hóf söguritun sína í þeim tilgangi að miðla löndum sínum fróðleik um sögu mannkynsins. Hann virðist ekki hafa haft neins konar heildarverk í huga þegar hann hófst handa, en góðar viðtökur við fyrstu bókunum urðu honum hvatning til áframhaldandi skrifta. Mannkynssaga hans er öll yfir sextán hundruð blaðsíður að lengd og tvímælalaust mesta fróðleiksrit fyrir almenning, sem gefið hafði verið út á íslensku á þeim tíma. Þar við bættist Norðurlandasagan og á árunum 1878 og 1879 kom frá hendi Páls Ágrip af mannkynssögunni, sem einkum var ætlað börnum og unglingum. Sú bók var gefin út þrívegis, síðast 1898. Páll Melsteð ritaði bækur sínar af þeirri hugsjón og eldmóði, sem oft ein- kennir hina sönnu brautryðjendur, menn sem vita að þeir vinna þarft verk. Hann hafði engan aðgang að neins konar frumheimildum og studdist við tak- markaðan bókakost. Aðall rita hans er skemmtileg og lifandi frásögn, rituð á einkar fallegu og lipru máli. Nú á dögum telst margt af því sem hann ritaði að sönnu úrelt, en á hans tíð taldist það fullgildur sögulegur fróðleikur og bækur hans stóðust í mörgum efnum fyllilega samanburð við hliðstæð rit annars staðar á Norðurlöndum og reyndar víðar. Það var ekki lítið afrek þegar litið er til aðstæðna Páls, og enn halda bækur hans gildi sínu sem sögulegar bók- menntir. Er reyndar efamál að skemmtilegri og læsilegri mannkynssaga hafi enn verið samin á íslensku þótt vissulega þykjumst við vita margt betur nú en menn gerðu á dögum Páls. Um það bil sem Norðurlandasagan kom út var Páli tekin að daprast svo sjón að hann treystist ekki lengur til meiriháttar ritstarfa. Á síðustu árum ævinnar tók hann þó saman æviminningar sínar, sem komu út að honum látnum.20 Þær eru stórfróðleg heimild um ýmsa þætti íslenskrar sögu á 19. öld og við hljótum að harma að Páll ritaði ekki meira um sögu lands og þjóðar á 19. öldinni. Þar kunni hann frá mörgu að segja, var sjálfur viðstaddur og þátttakandi í mörgum merkisatburðum og þekkti marga helstu gerendur sögunnar persónulega. Má í því viðfangi minna á, að hann var vel kunnug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.