Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Síða 136

Andvari - 01.01.2012, Síða 136
134 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI vegna þess að faðir hans hafnaði í skuldafangelsi.1 Sýn hans til eigin æsku knúði ævilangan og ástríðufullan áhuga hans á hlutskipti og aðbúnaði barna í samfélaginu. Dickens braust áfram af mikill seiglu, náði að stunda nokkurt nám með vinnu en menntaðist annars á eigin vegum. Nítján ára að aldri var hann orðinn þingfréttaritari og ekkert fékk stöðvað hann á ritvellinum eftir það. Hann vakti athygli fyrir pistla eða skissur, öðrum þræði gamansamar en einnig kaldhæðnar - í reynd eru þetta satírur um hvunndagsmannlíf, grá- glettnar athuganir á enskum samtíma - en þessar skissur birtust undir höf- undarheitinu Boz í blaðinu Old Monthly Magazine á árunum 1833 til 1835, þegar Dickens var ekki nema liðlega tvítugur. Þær birtust síðar saman á bók undir heitinu Sketches by Boz. Dickens var beðinn um meira efni af þessu tagi og þá hóf hann að birta skáldaða pistla er komu síðar út á bók sem heitir The Posthumous Papers ofthe Pickwick Club, þótt oftast sé verkið kallað The Pickwick Papers. Með Pickwick-skissunum sló Dickens í gegn, eins og sagt er, einungis 24 ára að aldri. The Pickwick Papers er oft kölluð fyrsta skáldsaga Dickens, þótt deila megi um það hvaða bókmenntaform sé hér á ferð. Dickens hafði að minnsta kosti áttað sig á eigin hæfileika til að draga upp svipmyndir af samtíma- umhverfi sínu og koma þar fyrir persónum sem höfðu ákveðin sérkenni en drógu líka fram lykileinkenni tíðarandans. Það er athyglisvert að sjálfur notar hann ekki um þetta heitið skáldsaga, og ekki endilega orðið „saga“, held- ur einmitt „sketches" eða „papers“, skissur eða mannlífsskýrslur, sem hann spann áfram frá einu tölublaði til annars. Árin 1837 og 1838 birtir hann „The Mudfog Papers“, um bæinn Mudfog og mektarfólk sem þar býr - og þarna á Oliver Twist uppruna sinn. Dickens lætur hann fæðast í Mudfog þegar sagan af Oliver Twist birtist fyrst sem framhaldssaga, þótt hann ákvæði reyndar að hafa bæinn ónafngreindan þegar skáldsagan Oliver Twist birtist síðar á bók. Oliver Twist er af ýmsum ástæðum þekktasta skáldsaga Dickens, þótt fjöl- margir telji að skáldsögur sem hann samdi síðar á ferlinum séu mun veiga- meiri verk. En það er langt frá því að menn tali einum rómi í gildismati á ferli Dickens - ekki heldur þeir sem þó geta verið sammála um að hann sé eitt mesta sagnaskáld enskrar tungu. I tímans rás hafa margir látið rismikil orð falla um Dickens og líta jafnvel á hann sem stórveldi næst á eftir Shakespeare - og á verk hans sem vettvang mesta sköpunarkrafts enskrar tungu að frá- töldum leikritum Shakespeares og þeirri þýðingu Biblíunnar sem gjarnan er kennd við Jakob konung fyrsta (King James Biblé). Allt slíkt mat er vitaskuld umdeilanlegt, og engin ástæða er til að leyna því að ýmsir hafa bent af þunga á það sem þeir telja stóra galla á skáldsög- um Dickens. Um og uppúr miðri nítjándu öld var í bókmenntaumræðu farið að leggja meiri áherslu á hið listræna form skáldsögunnar - sem áður hafði gjarnan verið léttvæg fundin í samanburði við bragbundin form tjáningar,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.