Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 145

Andvari - 01.01.2012, Page 145
andvari DOKAÐ VIÐ EFTIR DICKENS 143 brann í skinninu af eirðarleysi, eins og fram kemur í bréfum hans til nán- ustu vina. Þegar þetta er haft í huga, ásamt því að Dickens sættist aldrei við eigin æsku, vekur enga furðu að reynt hafi verið að rekja þræði milli ævi- sögu hans og skáldverkanna. Þeir þræðir eru vissulega til og þykja hvað aug- ljósastir í skáldsögunni David Copperfield, sem Dickens byggði að nokkru á eigin æviferli og var það verk hans sem hann hafði sjálfur mest dálæti á. En þessir þræðir eru almennt ekki einfaldir, enda spyr Dickens í verkum sínum ýmissa spurninga um það hvernig fullburða einstaklingur verði til. Verður hann kannski aldrei fullburða; leynast ævinlega einhverjir brestir eða hol- rúm sem koma á óvart; einhver bernskukimi sem ekki hefur tekið út þroska? Stundum kemur fortíðin með óvæntum hætti upp að persónum hans og rekst þá jafnframt á væntingar þeirra og vonir um framtíðina. Dickens kannar þá þroskakosti sem ungum persónum hans bjóðast í samfélaginu og spyr hvaða múra þurfi að brjóta til að fólk fái notið sín. Ég þori ekki að fullyrða hvort það er nákvæmlega rétt sem rithöfundurinn Peter Ackroyd segir í bók sinni um Dickens að Oliver Twist sé fyrsta skáldsagan á ensku sem hefur barn sem aðalpersónu, en víst er að Dickens er að ýmsu leyti tímamótahöfundur í bók- menntasögunni hvað varðar þá athygli og virðingu sem hann sýnir börnum í verkum sínum - og það bæði drengjum og stúlkum. Trú hans á þroska- kosti barna birtist kannski hvergi betur en í sögunni um heyrnar- og mállausu stúlkuna Sophy í áðurnefndri sögu um Doktor Marigold. En hvergi skyggnist Dickens þó dýpra í æskuna en í skáldsögunni Great Expectations, sem hann skrifaði seint á ferlinum, þegar heyra má dimmari tón í verkum hans en áður og dekkri skuggar sjást leika um innviði og burðarstoðir samfélagsins. Hvort sem við þýðum titilinn sem „Miklar væntingar“ eða „Glæstar vonir“, þá býr í honum öfugur broddur: Dickens slær varnagla við trú á stór loforð eða vænt- ingar um framtíð sem byggist á því að efnast svo mjög að maður þurfi ekki að starfa til gagns og framdráttar sjálfum sér og öðrum. Það að breytast úr barni í „sjentilmann“, að ekki sé talað um heiðursmann, er ekki fyrst og fremst efnahagslegt ferli. En með þessum ummælum um skáldsagnahöfundinn Charles Dickens er ég kominn fram úr umræðunni um þau verk hans sem fyrst birtust á íslensku. Dickens kemur inn í heim íslenskrar frásagnarlistar einmitt þegar blöðum og tímaritum vex fiskur um hrygg sem helsta farvegi bókmenntanna á almanna- vettvangi. Þar birtast að vísu stundum skáldsögur í formi framhaldssagna en hinar viðamiklu skáldsögur Dickens hafa líklega þótt of umfangsmiklar til slíkrar birtingar og almennt leituðu ritstjórar gjarnan að styttri sögum, smásögum og annarskonar frásögnum. Þar var af nógu að taka hjá Dickens, ekki síst ef hægt var að kippa sögu út úr skáldsögu, eins og þegar „Systurnar í Jórvík“ voru teknar úr Nicholas Nickleby. Blöðin og tímaritin leituðu einn- ig upp nokkrar smásögur Dickens - sem aðdáendur skáldsagna hans þekkja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.