Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2012, Side 147

Andvari - 01.01.2012, Side 147
ANDVARl DOKAÐ VIÐ EFTIR DICKENS 145 þar sem við sjáum skýrt útlínur annarra persóna, ekki síst þeirra sem hafna í faðmi ógæfunnar eða gefa sig illskunni á vald. Þegar komið er fram á 20. öld má kannski hreyfa þeirri spurningu hvaða máli Dickens hafi skipt íslensk sagnaskáld. Hér verður farið varlega í tali um bein áhrif, en ljóst er að ýmsir íslenskir skáldsagnahöfundar á fyrri tíð þekktu vel til verka Dickens. Þegar hefur verið nefnt að Einar H. Kvaran var rit- stjóri Lögbergs þegar íslenska þýðingin á Mudfog-sögunni birtist þar og kann að hafa þýtt söguna sjálfur. Stefán Einarsson prófessor benti á sínum tíma á dálæti Jóns Thoroddsens á Dickens og sagði einnig að skáldsögunni Eiríkur Hansson eftir vestur-íslenska höfundinn Jóhann Magnús Bjarnason, „kippti sýnilega í kyn til David Copperfield eftir Dickens [...]“ - og má sannarlega taka undir það.15 Raunar virðist David Copperfield búa sem misdulinn undir- texti í uppvaxtarsögum höfunda víða um lönd - og það sama má raunar segja um Oliver Twist. Þegar þýðing Páls Eggerts Olasonar á Oliver Twist birtist 1906 kom út í blaðinu Lögréttu athyglisverð grein eftir Guðmund Magnússon sem varð einn þekktasti skáldsagnahöfundur landsins undir skáldanafninu Jón Trausti. I örstuttum kynningarpistli með greininni segir um bókina að hún sé „jafn vel fallin til lesturs fyrir fullorðna sem börn.“ Guðmundur segir hana „fyrir- taks sýnishorn af ritverkum Dickens" og hrósar lipurð í stíl og formi, sem og hinu bitra háði, þótt hann segi beittasta vopn Dickens vera sannleikann sjálf- an, enda hafi Dickens haft mikil áhrif á þjóðfélagið með skáldsögum sínum. Hann víkur einnig að sterkri stöðu Dickens í heimsbókmenntunum og segir að ekki þurfi að efa að hann muni einnig hafa „áhrif hér á landi, þegar verk hans verða alþýðu aðgengileg.“ En það er athyglisvert að strax að þessu sögðu þykir Guðmundi, eða kannski skáldsagnahöfundinum Jóni Trausta, þó nauðsynlegt að þoka Dickens frá sköpunarforsendum samtímans. Ekki má gleyma því, skrifar hann, að Dickens heyri til tíma, „sem þegar er liðinn. Kröfur þær, sem gerðar eru til bókmennta nú, eru aðrar en þá var. Hann er því engum upprennandi höfundi einhlítur meistari.“ Eina röksemdin fyrir þessu áliti er sú að þótt aðalsögu- hetjur Dickens séu „að vísu sannur spegill hreinleiks og göfgi og svo vel frá þeim gengið, að ekki verður að fundið“, þá séu hinar fjölmörgu auka- persónur of öfgakenndar í flónsku sinni, aumingjaskap, undirlægjuhætti og öðrum göllum, „en lesarinn verður litlu nær um manneskjuna sjálfa.“16 Hér sem oftar er Dickens því gagnrýndur fyrir öfgar í framsetningu, eða óhóf sem þykir brjóta lögmál um endurspeglun veruleikans í raunsæislegri sagnalist. Ekki fær maður þó varist þeirri hugsun að það kynni að hafa verið hollt fyrir þróun íslenskrar skáldsagnagerðar við upphaf tuttugustu aldar ef þýðingunni á Oliver Twist hefði verið fylgt eftir með fleiri skáldsögum Dickens í íslenskri gerð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.