Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2012, Side 150

Andvari - 01.01.2012, Side 150
148 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI ast annað einkenni á hinum íslensku móttökustöðvum - Dickens varð að höfundi verka fyrir börn og unglinga, höfundi sem gegndi siðferðilegu og kristilegu uppeldishlutverki í verkum sem áttu að skemmta og halda athygli ungra lesenda. Þótt þýðing Páls Eggerts Olasonar á Oliver Twist væri nokk- uð stytt, má til sanns vegar færa að hún henti bæði ungum og fullorðnum lesendum, eins og sagði í Lögréttu, en þegar Oliver Twist birtist að nýju á íslensku, árið 1943, hafði verkinu í reynd verið rækilega skákað yfir í flokk barnabóka. Þessi þýðing, sem er eftir Hannes J. Magnússon, er sennilega úr dönsku og sú danska gerð er væntanlega byggð á gallaðri þýskri þýðingu, eins og Arni Matthíasson blaðamaður benti á í grein fyrir nokkrum árum. Eins og þessar þýðingar hefur hin íslenska að geyma þætti úr upprunalegri birtingu sögunnar í tímaritinu Bentley’s Miscellany 1837, þar sem áður- nefndur Mudfogbær er kynntur til sögunnar en hann er raunar ranglega stafaður í þessum þýðingum:21 „í borginni Modfog var fátækrahæli, eins og í flestum öðrum borgum.“22 Þetta er verulega stytt þýðing, „svo stytt að maður sýpur hveljur“, eins og Arni segir í grein sinni.23 Og það er hálfdapur- legt til þess að vita að þótt þýðing Páls Eggerts hafi verið endurprentuð einu sinni, árið 1964, þá virðist það fyrst og fremst vera seinni þýðingin sem hefur verið í umferð á Islandi - hún hefur verið endurprentuð hvað eftir annað, síðast 2009. Og meira að segja Pickwick Papers, sem erfitt er að sjá fyrir sér sem barna- bók, lendir í þessum sama svelg. Þegar hún birtist á íslensku árið 1950, í þýð- ingu Boga Olafssonar, er hún nefnd Ævintýri Pickwicks. Bogi segir í eftirmála að þýðing hans sé í reynd „stuttur útdráttur“ sem hann gerir sjálfur. Ókleift þótti að gefa bókina út „óstytta“, segir Bogi, „því að hún er svo löng, enda hafa þegar verið gefnir út útdrættir úr ýmsum bókum Dickens bæði í Englandi og annars staðar.“24 Bogi sleppir til dæmis fyrsta kafla bókarinnar, þar sem við kynnumst Pickwick-klúbbnum, og lætur íslensku gerðina hefjast með öðrum kaflanum, þar sem Samuel Pickwick vaknar og býst til könnunarleiðangurs. Eða eins og segir í þýðingunni: Að morgni 13. dags maímánaðar 1827 stökk Samuel Pickwick fram úr rúminu, opnaði gluggann og leit út til þess að dást að góða veðrinu og fegurð Goswellgötu, þar sem hann bjó. Síðan klæddi hann sig, lét farangur sinn í tösku, tók hana í hönd sér, stakk kíkinum í frakkavasann, minnisbók í vestisvasann, til þess að hafa hana við höndina og krota í hana hvað eina, sem honum þætti þess vert. - „Vagn!“ sagði Pickwick.25 Þetta er skýr og skilvirkur texti - en í reynd ótrúlega mikil einföldun á texta Dickens. Hann birtist hér og einnig tilraun mín til að nálgast hann í íslenskri gerð:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.