Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2012, Side 165

Andvari - 01.01.2012, Side 165
ANDVARI BRAUTRYÐJANDI. ELDHUGI OG TRÚMAÐUR 163 taldi hann að kirkjuþing væri til bóta fyrir þjóðkirkjuna til bráðabirgða eða þar til sjálfstæðir söfnuðir tækju til starfa í landinu og ákvæðu sjálfir hvaða samvinnu þeir vildu hafa sín á milli. Þá taldi hann að biskupsembættið hlyti að leggjast af við aðskilnað. Frá ofangreindum tíma aðhylltist hann því kon- gregationalísk sjónarmið sem hafa verið fátíð meðal lútherskra guðfræðinga hér og sýna best róttækni hans í þessu efni.24 í Brautryðjandanum er fremur yfirborðsleg mynd dregin upp af afstöðu Þórhalls í fyrrgreindu efni. Helst það í hendur við að kirkjusöguþáttur verks- ins er rýr. Það þarf ekki að stafa af því að höfundurinn er ekki guðfræðingur og því ekki á heimavelli í þessu efni. Heimildirnar og efniviður sögunnar al- mennt kann að hafa leitt þá niðurstöðu í ljós að áhugi Þórhalls hafi einfaldlega fremur beinst í annan farveg en hinn kirkjulega þrátt fyrir frama hans á þeim vettvangi. Óskar Guðmundsson bendir á að þegar Þórhallur varð biskup hafi hann stokkað upp spil sín, sagt af sér flestum veraldlegum viðfangsefnum og helgað sig kirkjunni auk búskaparins í Laufási við Reykjavík.25 Hugsanlega varð það þá fyrst sem hann skilgreindi sig sem kirkjumann öðru fremur. I því sambandi er áhugavert að skoða hvernig aðkoma Þórhalls að guðfræði og kirkjulegri þjónustu var í upphafi. Eins og kunnugt er var Þórhallur af prestum kominn, sonur Björns Hall- dórssonar (1823-1882) sálmaskálds í Laufási við Eyjafjörð. Það var því að vonum að Þórhallur væri settur til mennta. Ekki hefur farið hjá því að prests- sonur sem ólst upp á kirkjustað fyrir daga þess umróts sem einkenndi alda- mótaárin og lýst var hér að framan hefur vanist við guðsótta og góða siði frá blautu barnsbeini, bæði í heimilisguðrækni og guðsþjónustulífi á staðnum. Hitt er annað mál hversu markviss og einstaklingsmiðuð trúarmótunin var. Um daga trúarmenningarinnar var meira lagt upp úr samsömun en sannfær- ingu eða persónulegri afstöðu. í Lærða skólanum þar sem Þórhallur nam 1871-1877 er þess ekki að vænta að um trúarörvun hafi verið að ræða þrátt fyrir kristinfræðikennslu, bæna- hald í skólanum og skyldubundna messusókn í dómkirkjunni.26 Trúmál voru heldur ekki mikið rædd meðal skólapilta.27 Þórhallur virðist þó snemma hafa ákveðið að lesa guðfræði.28 Efnaminni stúdentum stóðu sjaldnast aðrir kostir til boða en nám við Prestaskólann og prestskapur í kjölfarið. Þar sem Þórhallur átti þess kost að halda utan til háskólanáms hefði hann getað lesið lög og haslað sér völl sem veraldlegur embættismaður, lagt stund á læknis- fræði eða valið enn aðra fræðigrein, t.d. málfræði eða náttúrufræði, eins og nokkrir jafnaldrar hans gerðu. Þá var vissulega ekki um aðra starfsmöguleika að ræða hér á landi en kennslu við Lærða skólann. Þórhallur var áhugasamur um fræðslumál og því má ætla að þessi leið hefði komið til greina fyrir hann. Hvernig sem námsleið var valin verður að gera ráð fyrir að Þórhallur hafi verið í þeim forréttindahópi sem raunverulega gat valið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.