Andvari - 01.01.2012, Page 165
ANDVARI
BRAUTRYÐJANDI. ELDHUGI OG TRÚMAÐUR
163
taldi hann að kirkjuþing væri til bóta fyrir þjóðkirkjuna til bráðabirgða eða
þar til sjálfstæðir söfnuðir tækju til starfa í landinu og ákvæðu sjálfir hvaða
samvinnu þeir vildu hafa sín á milli. Þá taldi hann að biskupsembættið hlyti
að leggjast af við aðskilnað. Frá ofangreindum tíma aðhylltist hann því kon-
gregationalísk sjónarmið sem hafa verið fátíð meðal lútherskra guðfræðinga
hér og sýna best róttækni hans í þessu efni.24
í Brautryðjandanum er fremur yfirborðsleg mynd dregin upp af afstöðu
Þórhalls í fyrrgreindu efni. Helst það í hendur við að kirkjusöguþáttur verks-
ins er rýr. Það þarf ekki að stafa af því að höfundurinn er ekki guðfræðingur
og því ekki á heimavelli í þessu efni. Heimildirnar og efniviður sögunnar al-
mennt kann að hafa leitt þá niðurstöðu í ljós að áhugi Þórhalls hafi einfaldlega
fremur beinst í annan farveg en hinn kirkjulega þrátt fyrir frama hans á þeim
vettvangi. Óskar Guðmundsson bendir á að þegar Þórhallur varð biskup hafi
hann stokkað upp spil sín, sagt af sér flestum veraldlegum viðfangsefnum og
helgað sig kirkjunni auk búskaparins í Laufási við Reykjavík.25 Hugsanlega
varð það þá fyrst sem hann skilgreindi sig sem kirkjumann öðru fremur. I
því sambandi er áhugavert að skoða hvernig aðkoma Þórhalls að guðfræði og
kirkjulegri þjónustu var í upphafi.
Eins og kunnugt er var Þórhallur af prestum kominn, sonur Björns Hall-
dórssonar (1823-1882) sálmaskálds í Laufási við Eyjafjörð. Það var því að
vonum að Þórhallur væri settur til mennta. Ekki hefur farið hjá því að prests-
sonur sem ólst upp á kirkjustað fyrir daga þess umróts sem einkenndi alda-
mótaárin og lýst var hér að framan hefur vanist við guðsótta og góða siði frá
blautu barnsbeini, bæði í heimilisguðrækni og guðsþjónustulífi á staðnum.
Hitt er annað mál hversu markviss og einstaklingsmiðuð trúarmótunin var.
Um daga trúarmenningarinnar var meira lagt upp úr samsömun en sannfær-
ingu eða persónulegri afstöðu.
í Lærða skólanum þar sem Þórhallur nam 1871-1877 er þess ekki að vænta
að um trúarörvun hafi verið að ræða þrátt fyrir kristinfræðikennslu, bæna-
hald í skólanum og skyldubundna messusókn í dómkirkjunni.26 Trúmál voru
heldur ekki mikið rædd meðal skólapilta.27 Þórhallur virðist þó snemma
hafa ákveðið að lesa guðfræði.28 Efnaminni stúdentum stóðu sjaldnast aðrir
kostir til boða en nám við Prestaskólann og prestskapur í kjölfarið. Þar sem
Þórhallur átti þess kost að halda utan til háskólanáms hefði hann getað lesið
lög og haslað sér völl sem veraldlegur embættismaður, lagt stund á læknis-
fræði eða valið enn aðra fræðigrein, t.d. málfræði eða náttúrufræði, eins og
nokkrir jafnaldrar hans gerðu. Þá var vissulega ekki um aðra starfsmöguleika
að ræða hér á landi en kennslu við Lærða skólann. Þórhallur var áhugasamur
um fræðslumál og því má ætla að þessi leið hefði komið til greina fyrir hann.
Hvernig sem námsleið var valin verður að gera ráð fyrir að Þórhallur hafi
verið í þeim forréttindahópi sem raunverulega gat valið.