Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2012, Side 171

Andvari - 01.01.2012, Side 171
ANDVARI BRAUTRYÐJANDI, ELDHUGI OG TRÚMAÐUR 169 maður hans, Óskar J. Þorláksson (1906-1990) sem þjónaði Siglfirðingum í rúm 15 ár frá 1935 er Bjarni neyddist til að fara á eftirlaun, sat vissulega í sáttanefnd, skólanefnd og barnaverndarnefnd líkt og margir prestar hafa gert fram undir þetta.49 Hann tók hins vegar ekki við kefli forvera síns í bæjar- stjórnarmálum og var því af mun sérhæfðari prestakynslóð en Bjarni. Bjarni virðist hafa verið dugandi prestur allt frá upphafi ferils síns. Hann bjó guðsþjónustulífi í sókn sinni snemma verðuga umgjörð og kom á það góðri skipan.50 Þá lagði hann kirkjunni til hátíðarsöngvana sem enn hljóma við aftansöng í útvarpinu sérhvert aðfangadagskvöld og tók auk þess drjúgan þátt í að innleiða nýjan kirkjusöngsstíl í landinu.51 Þó má segja að prestskapur og störf að kirkjumálum komi fram sem aukastarf í ævisögu hans. Raunar er prestskapur í fámennri byggð lítt fallinn til að mynda uppistöðu í heila ævi- sögu. Svo virðist þó sem ævisöguritari Bjarna hafi mikið til síns máls er hann gefur í skyn að preststarfið geti hafa liðið fyrir önnur störf Bjarna, a.m.k. meðan hann hafði mest umleikis.52 Bjarni Þorsteinsson var af öðru sauðahúsi en Þórhallur Bjarnarson og raun- ar Haraldur Níelsson líka og átti því ekki sama val og þeir þegar um náms- frama var að ræða. Sjálfur hefði Bjarni valið nám í tónlist eða klassískum málum hefði hann átt þess kost.53 Þorsteinn faðir hans var af fátækum foreldr- um en átti þó til ríkra að telja og ólst upp í skjóli frænku sinnar á kirkjustað. Hann stóð samt ekki til erfða og féll í fátæktarbasl sem varð honum tilfinn- ingalega ofviða og líklega syni hans sömuleiðis og setti mark sitt á samskipti Bjarna við foreldra sína og systkini, sem og tilfinningalíf hans ævilangt.54 Að frumkvæði móður sinnar og fyrir eigin metnað og hyggjuvit komst Bjarni þó til mennta og þar með inn í embættismannastétt landsins. Prestaskólanám og vígsla var þó eina leiðin þangað sem honum stóð til boða en var honum þó lítt að skapi. Nýja þjóðfélagsstöðu sína styrkti Bjarni svo enn frekar með mægðum er hann loks náði að kvænast heitkonu sinni, Sigríði Lárusdóttur Blöndal (1865-1929) sýslumannsdóttur frá Kornsá í Vatnsdal. Þar var þó ekki um „strategískan“ ráðahag að ræða heldur rómantískt ástarsamband sem stóð í langan tíma uns Bjarni hafði áunnið sér félagsstöðu við hæfi. Saga feðganna Þorsteins og Bjarna varpar ljósi á félagslegan hreyfanleika sem löngum var til staðar í hinu einsleita íslenska samfélagi. Þegar grannt er skoðað ferðuðust einstaklingar bæði upp og ofan þjóðfélagsstigann. Bjarni valdi guðfræðinámið vegna efnaskorts. Af sömu ástæðum hafði hann ekki möguleika á að helga sig því óskiptur heldur varð að afla sér fram- færslueyris. Þá virðist áhugi hans á náminu hafa verið takmarkaður og hann stundað það í íhlaupum. Þetta virðist ekki hafa háð honum í starfi en kann að hafa leitt til þess að hann hafi leitað sér fullnægingar í öðrum störfum en prestskapnum ekki ósvipað og Þórhallur Bjarnarson kann að hafa gert. Viðar Hreinsson dregur upp þá mynd af Bjarna að hann hafi verið mikill trúmaður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.