Andvari - 01.01.2012, Page 171
ANDVARI
BRAUTRYÐJANDI, ELDHUGI OG TRÚMAÐUR
169
maður hans, Óskar J. Þorláksson (1906-1990) sem þjónaði Siglfirðingum í
rúm 15 ár frá 1935 er Bjarni neyddist til að fara á eftirlaun, sat vissulega í
sáttanefnd, skólanefnd og barnaverndarnefnd líkt og margir prestar hafa gert
fram undir þetta.49 Hann tók hins vegar ekki við kefli forvera síns í bæjar-
stjórnarmálum og var því af mun sérhæfðari prestakynslóð en Bjarni.
Bjarni virðist hafa verið dugandi prestur allt frá upphafi ferils síns. Hann
bjó guðsþjónustulífi í sókn sinni snemma verðuga umgjörð og kom á það
góðri skipan.50 Þá lagði hann kirkjunni til hátíðarsöngvana sem enn hljóma
við aftansöng í útvarpinu sérhvert aðfangadagskvöld og tók auk þess drjúgan
þátt í að innleiða nýjan kirkjusöngsstíl í landinu.51 Þó má segja að prestskapur
og störf að kirkjumálum komi fram sem aukastarf í ævisögu hans. Raunar er
prestskapur í fámennri byggð lítt fallinn til að mynda uppistöðu í heila ævi-
sögu. Svo virðist þó sem ævisöguritari Bjarna hafi mikið til síns máls er hann
gefur í skyn að preststarfið geti hafa liðið fyrir önnur störf Bjarna, a.m.k.
meðan hann hafði mest umleikis.52
Bjarni Þorsteinsson var af öðru sauðahúsi en Þórhallur Bjarnarson og raun-
ar Haraldur Níelsson líka og átti því ekki sama val og þeir þegar um náms-
frama var að ræða. Sjálfur hefði Bjarni valið nám í tónlist eða klassískum
málum hefði hann átt þess kost.53 Þorsteinn faðir hans var af fátækum foreldr-
um en átti þó til ríkra að telja og ólst upp í skjóli frænku sinnar á kirkjustað.
Hann stóð samt ekki til erfða og féll í fátæktarbasl sem varð honum tilfinn-
ingalega ofviða og líklega syni hans sömuleiðis og setti mark sitt á samskipti
Bjarna við foreldra sína og systkini, sem og tilfinningalíf hans ævilangt.54 Að
frumkvæði móður sinnar og fyrir eigin metnað og hyggjuvit komst Bjarni
þó til mennta og þar með inn í embættismannastétt landsins. Prestaskólanám
og vígsla var þó eina leiðin þangað sem honum stóð til boða en var honum
þó lítt að skapi. Nýja þjóðfélagsstöðu sína styrkti Bjarni svo enn frekar með
mægðum er hann loks náði að kvænast heitkonu sinni, Sigríði Lárusdóttur
Blöndal (1865-1929) sýslumannsdóttur frá Kornsá í Vatnsdal. Þar var þó ekki
um „strategískan“ ráðahag að ræða heldur rómantískt ástarsamband sem stóð
í langan tíma uns Bjarni hafði áunnið sér félagsstöðu við hæfi. Saga feðganna
Þorsteins og Bjarna varpar ljósi á félagslegan hreyfanleika sem löngum var
til staðar í hinu einsleita íslenska samfélagi. Þegar grannt er skoðað ferðuðust
einstaklingar bæði upp og ofan þjóðfélagsstigann.
Bjarni valdi guðfræðinámið vegna efnaskorts. Af sömu ástæðum hafði
hann ekki möguleika á að helga sig því óskiptur heldur varð að afla sér fram-
færslueyris. Þá virðist áhugi hans á náminu hafa verið takmarkaður og hann
stundað það í íhlaupum. Þetta virðist ekki hafa háð honum í starfi en kann
að hafa leitt til þess að hann hafi leitað sér fullnægingar í öðrum störfum en
prestskapnum ekki ósvipað og Þórhallur Bjarnarson kann að hafa gert. Viðar
Hreinsson dregur upp þá mynd af Bjarna að hann hafi verið mikill trúmaður