Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 174

Andvari - 01.01.2012, Page 174
172 HJALTI HUGASON ANDVARI stjórnar (10) og Sigurður P. Sívertsen formaður Prestafélagsins sem hafði veg og vanda af útgáfunni (6).66 í hugvekjunum lagði Bjarni út af játningu Péturs við Sesareu Filippí, það er svari hans við spurningu Krists um hvern menn segðu „Mannssoninn" vera (Mt 16. 15); orðum Jesú í Fjallræðunni: „dæmið ekki, þá munuð þér heldur ekki vera dæmdir“ (Lk 6. 37); líkingunni um sáðmanninn (Mt 13. 3 o. áfr.); ritningarstað úr Orðskviðunum í Gamla testamentinu um mikilvægi þess að uppfræða hina ungu um veg trúarinnar (Ok 22. 6) og loks hvatningarorðum Krists: „hver sem ekki tekur sinn kross og fylgir mér eftir er mín ekki verður“ (Mt 10. 38).67 Strax af fyrstu hugvekjunni má sjá að Bjarni hélt fram hefðbundnum, kirkju- legum kristindómi. Svarið við því hver Kristur væri taldi hann vera að finna í Nýja testamentinu sem hann vísar víða til, sem og í játningum kirkjunnar en orðalag bæði Postullegu trúarjátningarinnar og Níkeujátningarinnar endur- ómar í textanum.68 Auk þess telur hann svarið koma fram í „barnalærdóms- bókum vorum, húslestrarbókum vorum flestum [leturbr. HH], Passíusálmum og sálmabók,“69 Þarna vísar hann til undirstöðurita heimilisguðrækninnar og trúarlegu alþýðufræðslunnar. I þessari hugvekju liggur raunar við að ritstjórn- arstefnan sem kynnt var hér að framan sé brotin þar sem Bjarni víkur gagn- rýnisorðum að „ósönnum og óhollum leiðtogum“ er hann segir að ætíð sé tímabært að vara við. Sérstaklega telur hann ástæðu til að gagnrýna kenningar „allra þeirra sértrúarflokka sem eru að spretta upp á síðustu áratugum og ýmist draga úr eða afneita guðdómi Jesú Krists, gildi kenningar hans eða frið- þægingu og fórnardauða“.70 Ekki skal getum leitt að því við hvaða „sértrúar- flokka“ Bjarni á með þessum orðum. Vissulega virðist hann beina skeytum sínum út fyrir þjóðkirkjuna. Þó má benda á að ádeiluatriði hans gætu efnislega átt betur við fylgjendur frjálslyndrar guðfræðihefðar sem átti miklu frekar fylgi að fagna meðal framámanna þjóðkirkjunnar en fulltrúa þeirra fríkirkju- legu vakningarhreyfinga sem reyndu fyrir sér í landinu um þessar mundir. Að því leyti gætu helstu aðstandendum ritsins, Jóni Helgasyni og Sigurði P. Sívertsen, jafnvel hafa fundist spjótin beinast gegn sér. Hugsanlega smugu þau gegnum nálaraugað af þeim sökum! í öllu falli eru þessar áherslur í grund- vallaratriðum aðrar en fram höfðu komið í hugvekjum Páls í Gaulverjabæ er hrifið höfðu Bjarna svo mjög þremur áratugum fyrr. í þessari hugvekju boðar Bjarni í raun gildi þess að einstaklingurinn tileinki sér hina hreinu kenningu kirkjunnar, veiti henni viðtöku án gagnrýni, samsami sig henni og hlýði. Hann er að þessu leyti maður gamals tíma sem einkenndist af sameiginlegri trúarmenningu. í fjórðu hugvekjunni, sem fjallaði um gildi uppfræðslunnar, var Bjarni inni á sömu brautum en þar leggur hann áherslu á alvöru skírnar og fermingar og þeirra heita sem þá eru unnin.71 Þrátt fyrir þessa áherslu á samsömun með hefðbundinni kenningu kirkj-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.