Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 174
172
HJALTI HUGASON
ANDVARI
stjórnar (10) og Sigurður P. Sívertsen formaður Prestafélagsins sem hafði veg
og vanda af útgáfunni (6).66
í hugvekjunum lagði Bjarni út af játningu Péturs við Sesareu Filippí, það er
svari hans við spurningu Krists um hvern menn segðu „Mannssoninn" vera
(Mt 16. 15); orðum Jesú í Fjallræðunni: „dæmið ekki, þá munuð þér heldur
ekki vera dæmdir“ (Lk 6. 37); líkingunni um sáðmanninn (Mt 13. 3 o. áfr.);
ritningarstað úr Orðskviðunum í Gamla testamentinu um mikilvægi þess að
uppfræða hina ungu um veg trúarinnar (Ok 22. 6) og loks hvatningarorðum
Krists: „hver sem ekki tekur sinn kross og fylgir mér eftir er mín ekki verður“
(Mt 10. 38).67
Strax af fyrstu hugvekjunni má sjá að Bjarni hélt fram hefðbundnum, kirkju-
legum kristindómi. Svarið við því hver Kristur væri taldi hann vera að finna í
Nýja testamentinu sem hann vísar víða til, sem og í játningum kirkjunnar en
orðalag bæði Postullegu trúarjátningarinnar og Níkeujátningarinnar endur-
ómar í textanum.68 Auk þess telur hann svarið koma fram í „barnalærdóms-
bókum vorum, húslestrarbókum vorum flestum [leturbr. HH], Passíusálmum
og sálmabók,“69 Þarna vísar hann til undirstöðurita heimilisguðrækninnar og
trúarlegu alþýðufræðslunnar. I þessari hugvekju liggur raunar við að ritstjórn-
arstefnan sem kynnt var hér að framan sé brotin þar sem Bjarni víkur gagn-
rýnisorðum að „ósönnum og óhollum leiðtogum“ er hann segir að ætíð sé
tímabært að vara við. Sérstaklega telur hann ástæðu til að gagnrýna kenningar
„allra þeirra sértrúarflokka sem eru að spretta upp á síðustu áratugum og
ýmist draga úr eða afneita guðdómi Jesú Krists, gildi kenningar hans eða frið-
þægingu og fórnardauða“.70 Ekki skal getum leitt að því við hvaða „sértrúar-
flokka“ Bjarni á með þessum orðum. Vissulega virðist hann beina skeytum
sínum út fyrir þjóðkirkjuna. Þó má benda á að ádeiluatriði hans gætu efnislega
átt betur við fylgjendur frjálslyndrar guðfræðihefðar sem átti miklu frekar
fylgi að fagna meðal framámanna þjóðkirkjunnar en fulltrúa þeirra fríkirkju-
legu vakningarhreyfinga sem reyndu fyrir sér í landinu um þessar mundir.
Að því leyti gætu helstu aðstandendum ritsins, Jóni Helgasyni og Sigurði P.
Sívertsen, jafnvel hafa fundist spjótin beinast gegn sér. Hugsanlega smugu þau
gegnum nálaraugað af þeim sökum! í öllu falli eru þessar áherslur í grund-
vallaratriðum aðrar en fram höfðu komið í hugvekjum Páls í Gaulverjabæ er
hrifið höfðu Bjarna svo mjög þremur áratugum fyrr.
í þessari hugvekju boðar Bjarni í raun gildi þess að einstaklingurinn tileinki
sér hina hreinu kenningu kirkjunnar, veiti henni viðtöku án gagnrýni, samsami
sig henni og hlýði. Hann er að þessu leyti maður gamals tíma sem einkenndist
af sameiginlegri trúarmenningu. í fjórðu hugvekjunni, sem fjallaði um gildi
uppfræðslunnar, var Bjarni inni á sömu brautum en þar leggur hann áherslu á
alvöru skírnar og fermingar og þeirra heita sem þá eru unnin.71
Þrátt fyrir þessa áherslu á samsömun með hefðbundinni kenningu kirkj-