Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 19
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
FÖSTUDAGUR 2. desember 2022
Íþróttir fatlaðra eiga sviðið í Laugar-
dalnum á morgun.
gummih@frettabladid.is
Það verður líf og fjör í Frjálsíþrótta-
höllinni í Laugardal í Reykjavík á
morgun, en þá verður Paralympic-
dagurinn haldinn hátíðlegur milli
13 og 15. Um er að ræða skemmti-
legan kynningardag á íþróttastarfi
fatlaðra fyrir fjölskylduna og eru
öll boðin velkomin, en markmiðið
með deginum er að auka þátttöku í
íþróttum fatlaðra.
Á Paralympics-deginum koma
aðildarfélög fatlaðra jafnt sem
ófatlaðra ásamt öðrum hagsmuna-
aðilum til með að kynna starfsemi
sína. Fjöldi viðburða mun fara
fram þar sem gestum gefst tæki-
færi á að prófa hinar ýmsu íþrótta-
greinar, ræða við fjölda þjálfara
sem og íþróttamanna sem þekkja
vel til íþrótta fatlaðra.
Mikill heiður fyrir mig
Nemendur frá Háskólanum í
Reykjavík munu einnig setja
skemmtilegan svip á daginn, en
Íþróttasamband fatlaðra leggur
mikið upp úr samstarfi sínu við
skólasamfélagið í landinu.
Kristjana Arnarsdóttir, íþrótta-
fréttakona á RÚV, verður leiðsögu-
maður á Paralympics-deginum en
hún var við störf á Ólympíumóti
fatlaðra sem fram fór í fyrra.
„Það er mikill heiður fyrir mig
að fá að taka þátt í svona skemmti-
legu verkefni með Íþróttasam-
bandi fatlaðra. Íþróttir fatlaðra eru
í stórsókn og fjölbreytnin alltaf að
verða meiri,“ segir Kristjana. n
Íþróttir fatlaðra
í kastljósinu
Hildi, verslunarstjóra Rúmföt.is, er mikið í mun að allir fái góðar jólagjafir þetta árið og mælir heils hugar með rúmfötunum frá Rúmföt.is. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Himnesk rúmföt og dásamlegar
jólagjafir á sanngjörnu verði
Hildur, verslunarstjóri Rúmföt.is, segist vera í stríði við jólaköttinn og vondar jólagjafir. Sem
betur fer er verslunin með landsins breiðasta úrval af fallegum rúmfötum í jólapakkana. 2
Jól
í Kópavogi
Alla daga
gegn kulda og sól
Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup
www.celsus.is