Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 55
Uppáhaldsskraut Gretu er jólakrans sem hún keypti í BYKO fyrir aðventuna. „Ég ólst upp við að það var kveikt upp í arninum oft í viku og allar okkar bestu stundir hafa verið fyrir framan arininn heima. Þegar við byggðum þá vildi ég strax hanna stofuna út frá arni. Litlu hlutirnir setja punktinn yfir i-ið hjá Gretu. Hundurinn á heimilinu þarf líka að fá athygli. Þetta er Lísa Lilliendahl sem er af boxer-tegund. Glæsilegur jólakrans sem Greta Salóme féll fyrir. Móðurástin leynir sér ekki hjá Gretu Salóme. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI offari þegar kemur að jólunum og er mjög föst fyrir þegar kemur að hefðum og þess háttar. Ég get hins vegar ekki beðið eftir að skapa okkur nýjar hefðir og minningar með syninum. Allar mínar jólaminningar eru yndislegar. Mamma og pabbi sköp- uðu okkur systrunum alveg ótrú- lega falleg jól á hverju einasta ári. Móðir mín er mikil ævintýrakona, hún málaði jólamynd á hverju ári í stofugluggann á Þorláksmessunótt sem beið eftir okkur systur minni á aðfangadagsmorgun. Þessar myndir voru svo ævintýralega fal- legar en þær eru án efa mín uppá- halds jólaminning. Svo fórum við fjölskyldan alltaf saman í Vindás- hlíð og völdum okkur jólatré. Það eru þessir föstu liðir sem voru gerðir á hverju ári sem ég er svo þakklát fyrir.“ Greta segist að mörgu leyti vera hálfgert eilífðarbarn. „Ég elska að geta fagnað því í kringum jólin. Ég skammast mín ekkert fyrir að tárast yfir jólamyndum og eyða tíma á Pinterest til að ákveða hvernig ég ætla að skreyta jólatréð, baka of margar smákökusortir sem aldrei borðast og kveikja á jóla- kertum snemma í nóvember til að nýta þennan tíma.“ Loksins hægt að halda jól „Við keyptum fokhelt einbýlishús í Mosfellsbæ í mars 2021. Við vorum búin að vera að leita í svolítinn tíma og þegar við komum inn í þetta hús þá vissi ég strax að þarna vildi ég búa. Húsið var alveg hrátt, ekkert nema timbur og steypa. Við fengum því að hanna það frá grunni sem er með því skemmti- legasta sem ég hef gert. Það var mjög krefjandi en bæði skapandi og skemmtilegt ferli. Við fluttum inn í byrjun aðventunnar í fyrra en síðan fór ég til Bandaríkjanna að túra allan desember og fram að Þorláks- messu. Ég náði þess vegna ekki að njóta þess að vera heima á aðventunni og vera í húsinu. Ég var svo flogin aftur út að túra á nýárs- dag. Mér finnst því að mörgu leyti ég vera að halda jólin hérna í fyrsta skipti og það er algjör draumur.“ Fallegasta jólaminningin Greta sér fyrir sér að nú nái hún að njóta aðventunnar og halda í hefðirnar úr bernskunni. „Ég held það verði ekki mikil breyting á jólahefðunum heldur kannski bara upplifunin sem fylgir nýjum fjölskyldumeðlimi. Við erum ávallt öll heima hjá foreldrum mínum á aðfangadag og þar sem öll fjöl- skyldan á heima í Mosó erum við mestmegnis að flakka á milli heimila á jólum, eins og við gerum reyndar alla daga.“ Þegar Greta rifjar upp jóla- minningar segir hún að það sé ein sem standi upp úr. „Fallegasta jólaminningin mín er þegar það var bankað upp á hjá mömmu og pabba fyrir nokkrum árum eftir matinn á aðfangadag og þar voru fyrrverandi skjólstæðingar hennar sem höfðu ekki annan stað til að vera á. Þeir komu og fengu að taka þátt í jólunum með okkur. Mamma og pabbi hafa ávallt haft heimilið sitt opið fyrir öllum, hvenær sem er og var æskuheim- ilið griðastaður fyrir marga. Það er eitthvað sem ég vil taka með mér á mitt heimili.“ Tónlistin skipar líka stóran sess í lífi Gretu á jólunum. „Fyrir mér eru jólin 70% tónlist, 30% aðrar hefðir. Tónlistin er alltaf þungamiðjan einhvern veginn.“ Jólasiðir hennar eru þó nokkrir en einn stendur upp úr sem Greta gæti ekki hugsað sér að sleppa. „Það er hádegisverðurinn á aðfangadag hjá foreldrum mínum þar sem við smökkum fullt af jólaréttum og hittum fjölskylduna áður en pakkarnir eru keyrðir út. Það er alltaf svo mikil stemning. Svo þar sem við erum í nýju húsi fór ég og keypti hlýjar seríur og skraut á jólatréð í BYKO og ég setti í alla glugga í stofunni og á tréð. Ég elska þennan gyllta, hlýja blæ sem heimilið fær á sig á kvöldin. Það er eitthvað svo kósí og hátíðlegt við það.“ Jólatréð fór líka snemma upp eða um leið og Greta byrjaði að skreyta heimilið. „Mér finnst jóla- tréð langfallegasta jólaskrautið og sé enga ástæðu til að spara það eða fresta því að setja það upp. Það fer því upp yfirleitt um miðjan nóvember og ég elska það. Þar sem það er gervi stendur það vel. Ég á mjög dramatíska minningu af því þegar jólatréð heima hjá mömmu og pabba bókstaflega lifnaði við og varð morandi í litlum pöddum rétt fyrir jól og ég ákvað þá að gervitré væri málið fyrir mig.“ Nýja árið verður uppfullt af nýjum ævintýrum hjá Gretu og þegar er búið að bóka hana langt fram í tímann. „Næsta ár er eigin- lega pakkað af verkefnum. Ég er að leikstýra og syngja í nokkrum stórum tónleikasýningum hérna heima á næsta ári, meðal annars Hárinu sem verður sett upp í Laugardalshöll. Svo er endalaust af tónleikum og tónleikaferðalögum úti. Svo var ég að skrifa undir þrjá nýja Disney-samninga fyrir 2023 sem voru æðislegar fréttir svona rétt fyrir fæðingu. Áramótaheitið sem ég strengi héðan í frá held ég að sé að standa mig eins vel og ég get í öllu sem ég geri svo ég geti búið stráknum mínum besta líf sem hægt er.“ n Þessi tilfinning, að fá son okkar í fangið, er ólýsanleg. Ef ég á að draga það saman þá er það eins og lífinu sé snúið á hvolf á einni sekúndu og lífið fái nýjan tilgang. 2. desember 2022 JÓL 2022 FRÉTTABLAÐIÐ 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.