Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 123

Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 123
7. desember miðvikudagur n Hildigunnur Einarsdóttir syngur inn jólin kl. 12.15 Salur tónlistarskóla Garða- bæjar Tónleikarnir verða nokkurs konar hádegisandakt svo eins víst er að gestir muni svífa út. Meðleikari er Guðrún Dalía Salomónsdóttir og aðgangur er ókeypis. n Dónajól með Bergmáli kl. 20.00 Gaukurinn Dömurnar sem skipa hljóm- sveitina Bergmál stíga á svið og gera það sem þeim einum er lagið og heilla áhorfendur með unaðslegum söng, fáránlegri fyndni og fallegri tónlist. n ADHD tónleikar 20.30 Húrra Hljómsveitin er nýkomin heim úr Evróputúr. n Jól og næs kl. 20.30 Salurinn, Kópavogi Jónas Sig, Ragga Gísla, Hildur Vala, Jón Ólafs og Ingibjörg Turchi skemmta áhorfendum með uppáhaldsjólalögunum og lögum úr eigin smiðju. Tónleikar miðvikudag, fimmtudag og föstudag. 8. desember fimmtudagur n Dragróbatík með Enter Sere- nity kl. 19.45 Kramhúsið Ástralska sirkusdragdrottningin Enter Serenity kennir drag- sirkustíma. Unglingatími verður á laugardag. n Jólin á Uppi Hvar DJ Karitas úr Reykjavíkurdætrum spilar frá 20.00 og Grand Marnier kokteilaseðillinn í boði þar sem allir kokteilar eru á 1.500 kr. n Mæðraveldið & DJ Kocoon kl. 20.00 Lemmy Tónleikar sem eru frábært mótvægi klassískra jólatónleika. Aðgangur er ókeypis. Hvað er um að vera í næstu viku? SælkerinnBergþór Pálsson er löngu byrjaður að baka fyrir jólin og rifjar hér upp góð ráð fyrir jólabaksturinn. n Notið smjör við herbergishita. Ef það kemur beint úr ísskáp er best að skera það í bita og geyma á diski meðan önnur innihaldsefni eru tekin til. n Notið egg við herbergishita. Ef þau koma beint úr ísskáp má setja þau í skál með vel volgu vatni úr krananum í 10-15 mínútur. n Þeytið smjör og sykur vel, „ljóst og létt“ þýðir ekki skemur en 10 mínútur. n Þeytið egg og sykur hægt (eða rauður eða hvítur, til dæmis í eggjahvítutoppa), lengi vel framan af. Það liggur ekkert á að setja á mesta hraða. Þetta er til að sykurinn bráðni. n Gætið þess að hveitið sé rétt mælt í bolla. Fyllið bollann með skeið og leyfið hveitinu að vera létt. Ef við troðum bollanum ofan í hveitipokann og ýtum jafnvel á eftir, verður hveitið of mikið. Samt er ágætt að hafa mikið hveiti í piparkökuhús, enda eru þau sjaldnast borðuð. n Kælið deigið í ísskáp a.m.k. í 4 klukkustundir, en gjarnan í tvo sólarhringa. Smjörbragðið kemur þannig betur fram. Á jóla- föstu getur verið ágætt að eiga deig í plastfilmu (í lengjum, það verður hart og svolítið dónalegt útlits, en hentugt til að skera niður) og baka á hverjum degi splunkunýjar smákökur. Smá- kökur eru bestar nýjar. Þetta á auðvitað ekki við um eggja- hvítukökur, sem eru bakaðar strax. n Chili-leyniráðið. Súkkulaði og chili fara einstaklega vel saman í kökum. Örlítið chili galdrar fram enn meira sælubragð. n Gott er að setja salt í deigið ef um sætar kökur er að ræða. Þannig verður bragðið meira. n Súkkulaði er missætt. Best er að nota dökkt alvöru súkku- laði (65-75%). Mjólkursúkkulaði er sætara, ef það er notað er óhætt að draga úr sykrinum. n Bökunarofninn þarf að hafa náð því hitastigi sem gefið er upp áður en það sem á að baka er sett inn í hann. Ofnar eru misjafnir og því getur verið erfitt að gefa upp nákvæman tíma á bakstrinum. Tíminn sem er gefinn upp er oftast til við- miðunar, ekki er óalgengt að það muni nokkrum mínútum til eða frá. n Hafið hitann ekki of háan, einkum á þykkari kökum. „Betra er að baka lengur við lægri hita en brenna“, er splunkunýr málsháttur í íslenskri tungu, sem hrökk út úr svekktum gaur á Lind- argötu. Gott er að prófa að baka eina köku fyrst áður en heil plata er eyðilögð. Lítið einnig í ofninn tveimur til þremur mínútum áður en sagt er í uppskriftinni. Oft eru smákökur fullkomnar þótt þær virðist varla bakaðar að ofan, en ef þær eru bakaðar í 1-2 mínútur í viðbót, brenna þær að neðan. Athugið að ofnar eru ótrúlega misjafnir og yfirleitt lítið að marka uppskriftir fyrir þinn ofn. Svo er bara að spila ljúfa tónlist, setja á sig svuntuna og byrja baksturinn með bros á vör. n Bökunarráð Bergþórs Late Night Fiesta Eldhúsið okkar er opið til miðnættis föstudaga og laugardaga treslocos.is n Skrítin staðreynd vikunnar Blóði drifnir jólastafir Hinir fallegu piparmintu- stafir sem margir skreyta jólapakkana með eða hengja á tréð voru fyrst búnir til í Þýskalandi. Lagið á þeim er J – fyrir Jesús, og rauði liturinn táknar blóð hans. Jóló. ALLT kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 2. desember 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.