Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 96
Ég skil samt ekki hvernig þeir geta borðað það sama á öllum hátíðum og alltaf fundist það jafn spennandi. Klara Hjartardóttir Klara Hjartardóttir flutti ásamt manni sínum, Heið- ari, og eins árs dóttur, Vöku, til Stokkhólms í september 2015. Eftir sjö ára veru og eitt barn í viðbót, hafa íslenskar og sænskar jólahefðir fengið að blandast á einstakan hátt. jme@frettabladid.is „Maðurinn minn er forritari og það var haft samband við hann frá Google um vinnu á einni af skrifstofum Google í Evrópu. Við völdum Stokkhólm. Sjálf var ég í meistaranámi í félagsráðgjöf og átti meistaraverkefni og starfs- nám eftir þegar við fluttum út. Ég fékk að klára meistaranám mitt í félagsfræði úti og hóf svo störf sem félagsráðgjafi í Stokkhólmi árið 2017, sama ár og við Heiðar eignuðumst son okkar, Dag.“ Endurskrifuð regla Fjölskyldan setti sér í byrjun óskrifaða reglu að verja jólunum annað hvert ár í Stokkhólmi og hitt á Íslandi. „Við verðum í Svíþjóð í ár og verða það fjórðu jólin okkar hér. Við erum þó búin að endurskoða þessa reglu enda þykir okkur orðið notalegra að vera í Svíþjóð um jól. Við munum samt ekki hætta að heimsækja Ísland um jól. Það hljómar kannski einmanalegt að vera fjarri fjölskyldunni um jól en það er þó ekki. Þegar maður býr í útlöndum verða vinir manns eins og fjölskylda. Við heimsækjum vinina oft yfir hátíðirnar. Eitt sem fæstir áttar sig á, áður en þeir flytja utan, er að eftir ákveðinn tíma muntu alltaf sakna ein- hvers. Fjölskyldan okkar býr öll á Íslandi, en eftir sjö ár í Stokkhólmi eigum við vini á báðum stöðum. Sama hvort við búum hér áfram eða flytjum til Íslands, þá munum við alltaf sakna annars hvors.“ Blandaðar hefðir Klara segir að fjölskyldan hafi eðlilega blandað jólahefð- unum sænsku og íslensku svo- lítið saman. „Þegar við erum í Svíþjóð um jól erum við ekkert að stressa okkur á hangikjötinu, ora baununum og jólaölinu. Við höfum bara í matinn það sem okkur þykir gott. Eitt árið komu foreldrar mínir um jól og tóku með sér sitthvað góðgæti. Í faraldrinum vorum við föst hér um jól. Við eld- uðum þá bara sænska jólaskinku á hamborgarhryggsmátann. Þetta var auðvitað ekki eins, en við fengum smjörþefinn af íslenskum jólum. Við erum heppin að íslensku jólasveinarnir koma við í Svíþjóð til að gefa börnunum í skóinn. Sonur minn var meira að segja smá kvíðinn að fara inn í herbergið sitt að sofa. Honum þótti mjög framandi að einhver karl myndi teygja höndina inn um glugg- ann til sín og gefa sér í skóinn. Við tölum líka mikið um Grýlu, Leppalúða og jólaköttinn. Dóttir mín sagðist vona að hún fengi nýja flík fyrir jólin svo hún færi ekki í jólaköttinn. Samt er ég búin að útskýra að um þjóðsögu er að ræða. Við þurfum kannski að fara að tóna þetta aðeins niður,“ segir Klara og hlær. Við höldum eins og Svíarnir upp á Lúsíu 13. desember, hjá því verður ekki komist með börnin í skóla og leikskóla. Það eru keyptir búningar og börnin syngja á meðan foreldrarnir horfa á. Í fyrra var Vaka lasin og þá horfðum við á Lúsíutónleikana í sjónvarpinu. Þetta er afar notaleg stemning.“ Alltaf jafn spenntir fyrir síldinni Á meðan Íslendingar gúffa í sig kæstri skötu, hamborgarhrygg og hangikjöti á jólunum gæða Svíarnir, að sögn Klöru, sér á hlað- borðinu sínu. „Hlaðborðið er fastur liður alla hátíðisdaga, á jólum, páskum, miðsumri og fleira.“ Á hefðbundnu sænsku hlaðborði er samansafn af köldum og heitum réttum. Köldu réttirnir koma fyrst með síld, gröfnum laxi, makríl, kaldri jólaskinku, paté, eggjum og fleiru. Heitu réttirnir eru oftast sænskar kjötbollur, prinskorv pylsur og heitt og kryddað rauðkál. Í lokin eru bornir fram ostar með vínberjum og sýrðu grænmeti. „Okkur Íslendingunum þykir hlaðborðið lítið spennandi á meðan Svíanum finnst ómerkilegt að við séum bara með jólaskinku með kartöflum og sósu. Á sænska hlaðborðinu er alltaf kartöflu- gratín og þykir sérstaklega jólalegt að setja ansjósur út í. Sjálfri finnst mér skemmtilegt að smakka sænska hlaðborðið en sneiði hjá kartöflugratíninu þegar það er með ansjósum. Ég skil samt ekki hvernig þeir geta borðað það sama á öllum hátíðum og alltaf fundist það jafn spennandi.“ Andrés stóð þar, utan gátta Allt frá árinu 1960, klukkan þrjú á aðfangadag, er leikinn sami Andrésar andar þátturinn í ríkissjónvarpi Svíþjóðar og allir horfa á. „Hver jól hef ég ætlað mér að horfa en svo gleymi ég því. Ég er alltaf svo upptekin og hef aldrei séð þáttinn. Mikið var rætt um hann í fyrra enda þykir hann vera barn síns tíma og passa ekki inn í samfélagið í dag. Kannski munum við eftir að horfa þessi jól, hver veit?“ Litlu jólin Klara er í stjórn Íslendingafélags- ins í Stokkhólmi sem planar hittinga fyrir hver jól. „Það mæta aðallega fjölskyldur. Við bökum piparkökur og spilum íslensk jólalög. Þetta er alltaf mjög kósí.“ Aðspurð hvort Svíarnir séu jafn- vitlausir í mandarínur eins og Íslendingar segist hún ekki viss. „Ég held ekki, en þær fást í búð- unum og krakkarnir fá mikið af þeim í skólanum og leikskólanum. En Svíarnir eru hins vegar alveg æstir í jólaglöggið.“ Svíar aðskilja vinnuna meira frá prívatlífinu en Íslendingar. „Makar mæta sjaldnast á vinnu- tengda viðburði og á mínum vinnustöðum er lítið um hittinga utan vinnutíma. Ég var til dæmis hissa á því að það væri enginn leynivinaleikur og sakna þess svo- lítið frá Íslandi. Svíar vilja, eins og Íslendingar, verja gæðastundum með fjölskyldunni yfir hátíðirnar, fara á jólamarkaði og skauta. Ég er líka viss um að margir skelli sér á gönguskíði, en það gera Svíarnir svo sem allan veturinn, enda mikil skíðaþjóð.“ Ef þið f lyttuð aftur til Íslands, hvaða sænsku jólahefðir tækjuð þið með ykkur? „Ég gæti hugsað mér að horfa alltaf á Lúsíutónleikana 13. desember. Þá byrja jólin fyrir alvöru. Svíar mega líka eiga það að maturinn þeirra er barnvænn. Við erum oftast með kjötbollur og pylsur upp á sænska mátann í for- rétt fyrir börnin, sem borða ekki hvað sem er. Það væri hefð sem við myndum halda í á meðan börnin eru ung. Við höfum líka lært að öll jól þurfa ekki að vera eins og byrja klukkan sex á aðfangadagskvöld. Ef börnin eru orðin yfir sig spennt fyrir gjöfunum þá borðum við bara fyrr. Svíar byrja sjálfir oft á hlaðborðinu í hádeginu. Ég hef svo tekið eftir því að Íslendingar eru ýktari í jólagjöf- um. Svíar gefa þeim sem eru með þeim á aðfangadagskvöld og finnst það nóg. Það finnst mér hljóma mjög sjarmerandi,“ segir Klara að lokum. n Frjálsleg jól í Stokkhólmi Fjölskyldunni þykir nota- legt að verja stundum saman yfir hátíðirnar. MYNDIR/AÐSENDAR Jólin byrja 13. desember þegar Lúsía syngur. Eitt árið var Vaka lasin og fjölskyldan horfði á Lúsíutónleikana í sjónvarpinu í staðinn. Jólaálfurinn lætur fjökskyld- una ekki í friði fyrir jólin og er mishrekkjóttur. Hann litaði eitt sinn mjólkina bleika, stal piparkökum og mandarínum, hélt partí og skildi allt eftir í drasli sem Vaka þurfti að taka til. Aðventuboðin eru vinsæl í Stokkhólmi og ýmsar kræsingar í boði. Piparköku- baksturinn er alger nauðsyn fyrir jólin. 74 FRÉTTABLAÐIÐ 2. desember 2022JÓL 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.