Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 26
Það er gaman að þreifa sig áfram með sinn jólamat og búa svona til sínar hefðir. Við reynum að hafa þetta í lagi og sér í lagi á stórhá- tíðum eins og jólin eru. Við erum eiginlega komin niður á það að öndin sé okkar jóla- matur. Friðrik Dór Jónsson Friðrik Dór Jónsson, söngv- arinn góðkunni úr Hafnar- firði, mun hafa í nógu að snúast á aðventunni, en líkt og margir aðrir tónlistar- menn verður hann á þeyt- ingi út um borg og bý við að skemmta landsmönnum. gummih@frettabladid.is Spurður hvort hann sé mikill jólastrákur segir Friðrik, eða Frikki Dór, eins og hann er oftast nefndur: „Eigum við ekki að segja að ég sé svona miðlungs jóla- strákur en það verður nú samt að segja að það er ansi gaman að halda jólin og undirbúa þau þegar maður er með lítil börn á heimilinu. Stelpuskarinn okkar breytir landslagi jólanna fyrir okkur,“ segir Friðrik, en hann og eiginkona hans, Lísa Haf liðadótt- ir, eignuðust sína þriðju dóttur í janúar á þessu ári. Hún fékk nafnið Hrafnhildur, en fyrir áttu þau Ásthildi sem kom í heiminn 2013 og Úlf hildi sem fæddist árið 2019. „Það er nóg að gera á heimil- inu, svo mikið er víst. Eftir að þær komu í heiminn er orðið skemmtilegra að fylgjast með gleðinni og þær eldri eru vissu- lega orðnar spenntar fyrir jól- unum,“ segir Friðrik. Friðrik segist hafa mjög gaman af eldamennsku og hann ætlar að skella á sig svuntunni og hjálpa til við að kokka fram góðan jólamat fyrir fjölskylduna. Sjálfur gaf Friðrik út matreiðslubók fyrir nokkrum árum. „Léttir réttir Frikka“ heitir bókin og er einföld matreiðslubók fyrir alla sem eru að stíga sín fyrstu skref í eldhús- inu og fyrir hina sem vilja bæta sig á því sviði. Leyniuppskrift frá Bjarna frænda „Það er gaman að þreifa sig áfram með sinn jólamat og búa svona til sínar hefðir. Við reynum að hafa þetta í lagi og sér í lagi á stórhá- tíðum eins og jólin eru. Við erum eiginlega komin niður á það að öndin sé okkar jólamatur. Heil önd mun fara í ofninn þessi jól. Við erum með leyniuppskrift frá Bjarna frænda sem við erum búin að vera þróa,“ segir Friðrik og hlær. Friðrik segir að hvorki hann né eiginkona hans hafi lagt það í vana sinn að fara í kirkju á jólunum. „Kirkjuferðir um jólin hjá mér og konunni voru ekki partur af æsku okkar. Það var eitt árið sem ég fór í kirkju á jólunum til að horfa á pabba syngja með Þröstunum. Við fórum aldrei aftur, líklega hefur frammistaða föður míns ekki verið nægilega góð,“ segir Friðrik léttur. Friðrik segir að stórfjölskyldan gefi sér alltaf tíma til að hittast um jólahátíðina. „Jóladagur og annar í jólum fara í að hitta familíuna og það er alltaf gaman að spjalla saman, borða góðan mat og fara yfir það hvað hver fékk í jólagjöf.“ Stærsta „giggið“ hjá Friðriki á aðventunni verður í Kaplakrika þann 17. desember þar sem hann mun troða upp með Jóni bróður sínum ásamt hljómsveit. Þeir bræður ætla þar að búa til rosalega stemningu eins og þeim er einum lagið. Íslandsmet í hópsöng „Það mun fara smá orka í það á aðventunni að undirbúa þessa tónleika. Maður er hins vegar öllu vanur á þessum árstíma. Til ansi margra ára hefur dagskráin aðallega verið í kringum jólatón- leika okkar bræðra í Bæjarbíó, þar sem við vorum komnir upp í tíu „show“. Í ár ætlum við að taka stökkið og sameina þetta í eitt stórt og gott „gigg“. Það verður virkilega gaman fyrir okkur og áhorfendur að stækka upplifunina. Við ætlum að setja Íslands- met í hópsöng. Þetta verður því skemmtileg áskorun og við bræður ætlum að sjá til þess að allt verði í hæsta klassa. Við bræður gáfum líka út jólalag um daginn og ætlum að sjálfsögðu að bjóða upp á frum- flutning á því. Við lofum ævintýra- legu stuði. Okkur þykir afar vænt um Kaplakrikann. Það má kannski segja að það hafi skipst á skin og skúrir þar í sumar, en við ætlum að strá jólaglimmeri yfir Krikann þann 17. desember og fylla húsið af gleði,“ segir Friðrik, sem eins og flestir vita er gallharður stuðnings- maður FH eins og bróðir hans, en Jón lék í nokkur ár með meistara- flokki félagsins og vann meðal annars með því þrjá Íslands- meistaratitla. n Friðrik með bros á vör á meðan hann kemur jólaseríunni fyrir í garðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Öndin okkar jólamatur LANDSBANKINN. IS Gjafakort Landsbankans Með gjafakortinu er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakort í næsta útibúi eða á landsbankinn.is. 4 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.