Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 136

Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 136
Ég man viðbrögðin hjá pabba þegar ég las handritið í fyrsta sinn fyrir hann. Þetta var eitthvað sem ég hafði aldrei upplifað áður. Mér leið eins og ég hefði sjálf upplifað þetta út frá sjónarhorni pabba. Stefanía Mjöll Gylfadóttir frumsýnir í dag leikverk sem byggir á voveiflegum atburð- um, þegar amma hennar var myrt í Öxnadal. Leikritið er skrifað frá sjónarhóli föður hennar, Gylfa Þórs Þorsteins- sonar. odduraevar@frettabladid.is Stefanía Mjöll Gylfadóttir, leik- listarnemi við Borgarholtsskóla, frumsýnir í dag leikverk sem byggir á því þegar amma hennar var myrt af bróður sínum í Öxnadal árið 1996 en verkið heitir einmitt eftir árinu. Faðir Stefaníu, Gylfi Þór Þor- steinsson, hefur verið opinskár um atburðina alla tíð og er hann aðal- persónan í leikritinu sem byggir á hans sjónarhorni. „Við höfum alltaf verið opin með þetta heima og við höfum alltaf getað rætt þetta,“ segir Stefanía um það hvernig aðdragandann að leik- ritinu bar að. „En ég bað pabba auð- vitað um leyfi, hvort það væri í lagi að við gerðum þetta og það fannst honum,“ segir Stefanía. Hún segir hópinn því næst hafa skoðað viðtöl við Gylfa og frá- sagnir hans af þessum atburðum. Gylfi sagði meðal annars frá þessu Leikur pabba í leikriti um morðið á ömmu Stefanía segir verkefnið eðli- lega hafa tekið á enda um mjög persónulegt viðfangsefni að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Stefanía hefur aldrei upplifað annað eins og þegar hún las handritið að leikritinu í fyrsta sinn fyrir pabba sinn. í Mannamáli hjá Sigmundi Erni Rúnarssyni. „Þetta er nú bróðir minn, ég þekki hann og þetta verður allt í lagi,“ voru að sögn Gylfa síðustu orð móður hans sem reyndust al röng. „Þegar hún kemur upp að bænum þá ræðst hann til at lögu og hann í raun lemur hana til bana, bæði í bílnum og dregur hana svo inn í húsið og lýkur verkinu þar,“ sagði Gylfi í Mannamáli. Stefanía hyggst fara með hlut- verk föður síns í leikritinu. „Þannig að aðalpersónan verður kvenkyns en sagan byggir alfarið á sjónar- horni pabba, hvernig hann upplifði þetta og við könnum það líka þegar hann var ættleiddur.“ Hún segir ferlið hafa gengið mjög vel, hópurinn hafi einungis verið tæpar tvær vikur að þróa leikritið sem planið er að setja upp í lengri útgáfu á næsta ári sem hluta af loka- verkefni. „En í fyrstu fannst mér þetta erf- itt. Það var skrítið að leyfa öðrum að heyra þessa sögu en síðan vand- ist ég því. Svo byrjuðum við að æfa þetta og þá fór maður að fá gæsa- húð og mér leið eins og ég hefði sjálf upplifað þetta út frá sjónarhorni pabba.“ Stefanía segir ferlið hafa gert þau feðgin nánari. „Ég man viðbrögðin hjá pabba þegar ég las handritið í fyrsta sinn fyrir hann. Þetta var eitthvað sem ég hafði aldrei upp- lifað áður.“ n ninarichter@frettabladid.is Ngozi Fulani, aktívisti og baráttu- kona gegn heimilisof beldi, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við lafði Susan Hussey við konung- legu hirðina við Buckinghamhöll á þriðjudagskvöld. Hún segir lafðina hafa sýnt kynþáttafordóma á góð- gerðarsamkomu í höllinni. Hin sextíu og eins árs gamla Fulani, sem er dökk á hörund, steig fram á Twitter á miðvikudag og sagði frá samskiptum við persónu sem hún kallaði „Lafði SH“. Í tístinu lýsti Fulani því hvernig lafðin þráspurði hana út í uppruna, hvaðan hún væri og hvaðan hennar fólk væri, þó að Fulani hefði ítrekað svarað henni að hún væri breskur ríkisborgari, ættuð frá Bretlandi. Fulani ræddi málið í spjallþætt- inum Good Morning Britain í gær- morgun þar sem hún fullyrti að tals- menn hallarinnar hefðu ekki haft samband við hana vegna málsins. Tísti Fulani hefur verið deilt tæp- lega tuttugu þúsund sinnum og líkað við 64 þúsund sinnum þegar þessi orð eru rituð. Viðbrögð netverja eru á þá leið að hér sé ekki um einangrað atvik að ræða, heldur styrki þetta frásögn Harrys prins hertogans af Sussex og eiginkonu hans hertoga- ynjunnar Meghan Markle, sem hafa tjáð sig opinberlega um rasisma innan konungshallarinnar. Nokkrum klukkustundum eftir að Fulani tísti um reynslu sína kom opinber yfirlýsing frá höllinni þar sem ummælin voru fordæmd og þeim lýst sem óviðunandi. Þá var staðfest að lafði Susan Hussey hefði sagt upp störfum við höllina. Jafn- framt kom fram að forsvarsmenn Buckinghamhallar hefðu boðið Fulani aftur til hallarinnar að ræða reynsluna í þaula, eitthvað sem Fulani hefur nú fullyrt að sé alrangt. Haft er eftir Fulani í þættinum Good Morning Britain að yfirlýsing hallar- innar hafi komið henni gríðarlega á óvart. Lafði Susan Hussey, einnig þekkt sem Hussey barónessa, gekk fyrst til liðs við konungshirðina árið 1960. Hún var ein af hirðmeyjum Elísa- betar drottningar og fylgdi henni meðal annars við útför eiginmanns- ins, Filippusar prins. Lafðin er guðmóðir Vilhjálms krónprins og hefur talsmaður prinsins einnig fordæmt ummælin. Vilhjálmur er staddur í þriggja daga langri heimsókn til Boston um þessar mundir. n Annar skandall skekur Buckinghamhöll Ngozi Fulani í Good Morning Britain. MYND/SKJÁSKOT 26 Lífið 2. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 2. desember 2022 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.