Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 36
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Margrét Jónsdóttir leirlista- kona elskar aðventuna og allt sem henni fylgir. Jólaborðið hennar er aldrei eins, enda segist hún eiga allt of mikið af keramíki. Hún blandar gjarnan saman ólíkum hlutum og formum, en aðal- atriðið er að hafa pláss fyrir fólkið og jólaandann. Jólaborð Margrétar ræðst af því hvað hún er að gera hverju sinni og þess vegna er það aldrei eins. Þegar hún skreytti borðið fyrir jólablaðið var hún nýbúin að taka svarta kertadiska úr út ofninum og dekkaði því borðið með svörtu keramíki. „Þetta er stell eftir mig en ég á bæði svart og hvítt. Ég á auðvitað allt of mikið af keramíki,“ segir hún og hlær. „Að þessu sinni ákvað ég að nota svart stell með kertadiskunum.“ Kertadiskarnir fengu að mynda keðju á jólaborðinu ásamt furu- greinum og squarosa, sem eru litlar grænar greinar sem hún leggur undir furuna. „Ég bý til hálfgerðan löber úr greinunum og kertadiskunum. Mér finnst kertadiskarnir stíl- hreinir og fallegir. Það er bæði hægt að setja mosa ofan á þá, greinar köngla eða eitthvað slíkt eða hafa þá í einfaldri röð og láta þá mynda ljósakeðju,“ segir Mar- grét. „Ég bjó til alls konar stjaka fyrir mjó kerti, venjuleg og breið. Ég notaði líka mishá kerti í stjakana. Mér finnst það gefa þessu svolítið líf að kertin eru ekki öll eins. Mér finnst fallegt að setja smá rautt með svo ég notaði bara fallega rauð epli sem ég keypti úti í búð.“ Pláss fyrir jólaandann Margrét er ekki hrifin af ofhlöðn- um borðum þar sem varla er rými fyrir mat eða fyrir fólkið að sitja. „Ég vil alltaf hafa pláss fyrir fólkið og fyrir andann. Mér finnst leiðinleg borð sem eru svo troðin að þú hefur á tilfinningunni að fólkið og maturinn komist ekki fyrir. Það þarf að vera rými fyrir fólk, mat og bara hugarflugið. Ég hef það alltaf í huga þegar ég dekka borð,“ segir hún. Hnífapörin sem Margrét notaði eru bandarísk og keypt í Pottery Barn. Þau eru úr málmi en Mar- gréti fannst þau svo falleg þar sem skaftið á þeim lítur út eins og trjá- grein svo hún stóðst ekki mátið að kaupa þau. „Mér finnst þau svo náttúru- leg og falleg og fara vel á borðinu með grænu greinunum. Litlu hjörtun sem á stendur Desember, eru skraut sem ég bjó til úr sama leir og stellið. Ég gaf út bók í fyrra með dóttur minni Móheiði Guðmundsdóttur í samstarfi við Höllu Báru Gestsdóttur og Gunnar Sverrisson. Bókin heitir Desember og er ljósmyndabók um desember, aðventuna og jólin. Mig langaði að búa til desemberhjörtu til að láta fylgja með bókinni. Ég bind þau utan um hverja bók,“ segir Margrét. „En mér fannst líka tilvalið að nota hjörtun sem skraut á servíetturnar á jólaborðinu. Þetta eru sem sagt ekki hefðbundnir servíettuhringir, en ég stakk lítilli grein ofan í hjartað til að tengja það aðeins við grenið á miðju borðsins.“ Fylgir hjartanu Auk svarta leirstellsins eftir Mar- Samhljómur sem verður að sinfóníu Þegar matarstellið er ekki í notkun á matarborðinu notar Margrét það sem skraut ofan á skenk. gréti eru gylltar sósukönnur og stjakar á borðinu. Stóra kannan er úr stelli sem Margrét fékk að gjöf. Stellið var orðið lúið og eitthvað var brotið úr því svo Margrét nýtti könnuna úr því og gyllti hana. Litla kannan og stjakarnir eru aftur á móti eftir Margréti. „Stjakarnir eru gylltir, silfraðir og svartir. Stundum legg ég einn svona stjaka á borðið við hvern disk, en mér fannst skemmtilegt í þetta skipti að nota þá inni á milli, með svörtu línunni,“ útskýrir hún. „Mér finnst gaman að blanda ólíkum hlutum saman, það þarf ekkert allt að vera eins. Stundum þegar ég legg á borð nota ég gamlar undirskálar fyrir forrétti, sem fara ofan á diska eftir mig. Stundum nota ég líka bláu jóla- plattana frá Bing og Grøndahl. Mér finnst gaman að blanda og búa til stemningu þannig.“ Margrét segir að hún vilji frekar fylgja hjartanu en að hafa allt í stíl og voða stíft. „Ég hugsa frekar hvað gæti passað. Ég leita að einhvers konar samhljómi, svolítið eins og tón- verk. Öll hljóðfærin fá að njóta sín svo þetta verður bara ein flott sinfónía,“ segir hún. „Það sem skiptir mestu máli er að stemningin sé góð og að öllum líði vel á jólunum. Maður á að hafa jólin eins og hentar manni sjálfum best. Það eru engar reglur og ekkert stress. Þó það sé ekki allt tilbúið klukkan sex, þó það sé kannski ekki fyrr en korter yfir sex eða þó klukkan sé orðin hálf átta þá koma jólin ef okkur líður vel í hjartanu og erum tilbúin að taka á móti þeim.“ n Kertadiskarnir voru nýkomnir úr ofninum þegar Margrét skreytti borðið. Desember- hjörtu úr sama leir og stellið. Fréttablaðið/ auðunn Bókin Desem- ber fjallar um aðventuna og jólin. Leirlistakonan Margrét elskar að- ventuna og allt sem henni fylgir. Borðið er skreytt með grænum greinum og rauðum eplum og kertadiskarnir mynda keðju. 14 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.