Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 140
Hreinskilin og opinská sjálfsævisaga eins helsta
hugsuðar átjándu aldar, Jeans-Jacques Rousseau.
Pétur Gunnarsson þýðir og ritar formála og
skýringar.
Innbundin Rafbók
STÓRBROTIÐ
BÓKMENNTAVERK
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is
Vinsælasta stefnumótaforrit
heims tilkynnti á dögunum
um vöxt í hópi áskrifenda
sem greiða fyrir þjónustuna.
Sjötíu og fimm milljónir
virkra notenda eru skráðir á
Tinder í heiminum í dag.
ninarichter@frettabladid.is
Tinder er vinsælasta stefnumótafor-
rit heims. Um er að ræða smáforrit
sem gerir notendum kleift að para
sig við aðra notendur í nágrenninu,
út frá staðsetningu hverju sinni.
Notendur sópa til hægri ef þeim
líkar það sem þeir sjá, og afþakka
með því að sópa, eða „svæpa“ til
vinstri. Ef báðir notendur sópa
til hægri er talað um pörun, sem í
daglegu tali er kallað enska heitinu
„match“. Ef pörunin lukkast geta
notendurnir spjallað í gegnum for-
ritið.
Til þess að ákveða sig hvort sópa
eigi til hægri eða vinstri, getur not-
andi skoðað prófíl sem inniheldur
ljósmyndir af hinum notandanum,
ásamt stuttri textalýsingu. Þá geta
notendur einnig tengt Spotify og
Instagram aðganga sína við prófíl-
inn ef þeir kjósa.
Grunnhugmyndin að pöruninni
er einföld og gengur út á að heilla
notendur með glæsilegu útliti á
prófíl. Af þessum sökum hefur
Tinder fengið á sig orð sem snjall-
forrit hannað fyrir skyndikynni, en
þrátt fyrir það hafa margir notendur
stofnað til langtímasambanda og
jafnvel hitt maka sinn í gegnum
appið. Aðal-keppniautur Tinder,
Bumble, hefur nýtt sér þetta orðspor
og þannig gefur Bumble sig út fyrir
að vera sérstaklega fyrir fólk sem er
í leit að samböndum, samkvæmt við-
skiptavefnum Business of Apps. Það
vantar ekki framboðið af valkostum,
en áætlað er að um 8.000 stafrænar
stefnumótalausnir séu í boði í heim-
inum í dag. Það er til mikils að vinna,
en stafræni stefnumótamarkaður-
inn veltir tæpum 8 milljörðum
Bandaríkjadala á ári hverju og spáð
er áframhaldandi vexti.
Tinder var stofnað árið 2012 í
nýsköpunarhraðlinum Hatch Lab
sem rekinn var af fyrirtækinu Int-
erActiveCorp. Stofnendur appsins
eru Sean Rad, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Tinder, og Justen
Mateen, fyrrverandi fjármálastjóri.
Þeir kynntust í námi við Kali-
forníuháskóla.
Tinder sló hratt í gegn og
síðla árs 2013 voru 350
milljón daglegar sóp-
anir á miðlinum.
Árið 2015 bauð
Tinder upp
Mest aðlaðandi störfin samkvæmt könnun Zippia
Konum þótti mest aðlaðandi:
n Læknir
n Lögfræðingur
n Smiður
n Verkfræðingur
n Verkefnastjóri
n Slökkviliðsmaður
n Byggingarverkamaður
n Tölvunarfræðingur
n Vélfræðingur
n Bókari
Körlum þótti mest aðlaðandi:
n Hjúkrunarfræðingur
n Leikskólakennari
n Læknir
n Ritari
n Lögfræðingur
n Dansari
n Grunnskólakennari
n Þjónn
n Hárgreiðslumeistari
n Móttökuritari
Læknar og hjúkrunarfræðingar vinsælastir
Nokkrar staðreyndir
um Tinder
n Tinder skilaði hagnaði upp á
1,6 milljarða Bandaríkjadala
árið 2021.
n Árið 2021 voru 75 milljónir
virkra notenda skráðar á
forritið.
n Þar af fer ein og hálf milljón
notenda á stefnumót í
hverri viku.
n Meðal notandinn opnar
forritið fjórum sinnum á
dag, samkvæmt gögnum
frá SurveyMonkey.
n Sextíu prósent notenda eru
yngri en 35 ára.
n Þrír fjórðu notenda Tinder
eru karlkyns.
á áksriftarleiðina Tinder
Plus og árið 2017 var
boðið upp á Tinder Gold.
Sa m k væmt ný r r i
sk ý rslu f rá Match
Group, sem á Tinder
og einnig stefnumóta-
appið Hinge, hefur
þriðji ársfjórðungur
2022 skilað aukn-
um hagnaði. Þar
hefur fjöldi not-
enda sem greiða
fyrir áskrift á
Ti nder au k-
ist um 7% á
heimsvísu.
B a n d a -
ríska vefsíðan Zippia tók saman
lista yfir þau störf sem samkvæmt
notendum voru mest aðlaðandi í
hugum notenda síðunnar. Í hugum
kvenna þótti mest aðlaðandi að vera
læknir en körlum þóttu hjúkrunar-
fræðingar mest aðlaðandi.
Samkvæmt niðurstöðum könn-
unar Zippia síðan í fyrra tróndu
læknar, lögfræðingar og smiðir á
toppnum yfir mest aðlaðandi störf-
in í Bandaríkjunum. Karlar hrifust
mest af hjúkrunarfræðingum og
leikskólakennurum og settu lækna
í þriðja sæti. Svarendur voru karlar
og konur, gagnkynhneigð og sam-
kynhneigð, en önnur kyn voru ekki
hluti af könnuninni. n
Samskipti fólks
á Tinder geta
verið misjöfn.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
30 Lífið 2. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ