Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 40
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Vitamix blandarar eiga sér fáa jafningja. Hraðastillir og prógröm sjá til þess að blandan verði ávallt fullkomin og fersk! Jólagjöfin í ár Járnháls 2 110 Reykjavík Sími 440 1800 www.kaelitaekni.is Nehimiya Tadese og Ismael Þorgils eru að leggja lokahönd á skyrturnar sem þeir eru að sauma sér fyrir jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Vinirnir Ismael Þorgils Jónsson og Nehimiya Tadese Lemma stunda báðir nám á fata- og textílbraut í Fjöl- brautaskólanum í Breið- holti. Þeir segja nóg að gera í skólanum, en núna eru þeir báðir að sauma sér skyrtur fyrir jólin. Ismael og Nehimiya eru báðir á öðru ári á fata- og textílbraut og segja nóg að gera í skólanum. Spurðir að því hvort þeir hafi oft saumað föt á sjálfa sig, svarar Ism- ael að hann endurnýti stundum gömul föt sem hann á og hann hafi einnig saumað buxur og boli á sig. Ismael var upphaflega á viðskipta- braut en vissi samt að áhuginn lægi meira í því að skapa hluti. „Ég var með mikinn áhuga á tísku, svo ég ákvað bara að læra það sem ég vildi gera,“ segir hann og bætir við að hann hafi alltaf haft mikinn áhuga á að sauma. Nehimiya tekur undir þetta. „Ástæðan fyrir að ég fór á fata- og textíl- braut er að ég hef alltaf verið fyrir að bæta smáatriðum við fötin mín, að sérsníða þau. Ég dróst eiginlega inn í það og í ágúst árið 2020 ákvað ég að taka þetta lengra og læra meira um föt og efni og þess háttar,“ segir hann. „Ég nota sjálfan mig oftast sem módel þegar ég sauma föt, en ég hef líka saumað föt á nokkra vini mína. Mér finnst í hreinskilni sagt gaman að sauma allt.“ Ismael er sammála því, en bætir við að honum finnist samt skemmtilegast að teikna sniðin á buxum og pilsum. Nehimiya segir að hann hafi samt ekki alltaf haft áhuga á að sauma, til að byrja með lá áhuginn aðallega í að teikna og á listum. „Ég var ekki sem verstur í því. Ég ætlaði að fara að læra arkitektúr en síðasta sumar sá ég myndbönd á netinu með manni sem var að breyta Airforce 1 low strigaskóm. Mér fannst það mjög flott og ákvað að prófa að gera það sjálfur. Ég fór og leitaði að efni sem ég þyrfti að nota og fann eitthvað svipað og var í myndbandinu. Skórnir komu vel út og mér fannst líka gaman að breyta þeim svo ég hélt áfram og breytti jakkanum mínum og fleiri skóm. Fólk fór að biðja mig að gera svona fyrir sig líka. Ég rukkaði auðvitað smá fyrir það. En þannig byrjaði ég í þessu,“ útskýrir hann. Nehimiya segir að þegar hann byrjaði í náminu hafi það ekki verið alveg eins og hann bjóst við, en honum er þó farið að líka það betur. Nóg að gera fyrir jólin Strákarnir segja nóg að gera í skólanum um jólin, þeir þurfa að klára verkefni og skila þeim af sér en þeir eru núna í óðaönn að klára skyrtur sem þeir ætla að nota á jólunum. „Við erum búnir að vera að undirbúa okkur með því að gera mismundandi kraga, vasa og ermi til dæmis, og líka minni gerðir af skyrtu sem við lærðum að gera yfir önn- ina,“ segir Ismael. Hann segir námið ekki erfitt en það sé þó auð- velt að dragast aftur úr ef hann heldur sér ekki við efnið. Nehimiya tekur undir það. „Stundum er kennarinn kannski að hjálpa öðrum nemendum og ég skil kannski ekki alveg hvað ég á að gera, en ég held að ég geti alltaf lært af mistökum mínum, þetta er ákveðið ferli.“ „Þegar ég útskrifast úr Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti langar mig að flytja til London og læra tískuhönnun og gera mína eigin tískulínu,“ segir hann. Ismael dreymir einnig um að halda áfram að læra eitthvað tengt tísku að námi loknu, jafnvel í útlöndum en hann hefur ekki áveðið hvar. Núna hlakka þeir báðir til að komast í jólafrí frá skólanum og njóta samveru með fjölskyldunni, opna jólapakka og hafa það notalegt. Auðvitað í nýju skyrtunum sínum sem eru nú þegar langt komnar. n Sauma jólaskyrtur í skólanum  Við erum búnir að vera að undirbúa okkur með því að gera mismun- andi kraga, vasa og ermi til dæmis og líka minni gerðir af skyrtu. Ismael Þorgils Jónsson 18 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.