Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 16
Í mars opnuðu Stígamót nafnlaust netspjall fyrir 13–20 ára: Sjúkt spjall, þar sem fjölmörg ungmenni hafa deilt reynslu sinni af ofbeldi. Í þeim samtölum fást ýmsar skýringar á því af hverju fæst ungmennin hafa sagt nærumhverfi sínu frá of beld- inu. Þessar skýringar er mikilvægt að skoða og hafa í huga þegar unnið er að forvörnum og viðbrögðum við ofbeldi. „Hvernig gat ég látið þetta gerast, mér var kennt betur!“ Algengustu tilfinningar brotaþola kynferðisof beldis eru skömm og sektarkennd. Þessa sáru en eðlilegu hugsanavillu reynum við að leið- rétta í samtalinu, í von um að ung- mennið treysti sér frekar til að leita aðstoðar þegar ljóst er að skömmin og sektin er alfarið gerandans. Samtöl sem gjarnan byrja á: „Ég get ekki sagt neinum frá, mér finnst þetta allt vera mér að kenna,“ en enda blessunarlega á: „Takk fyrir að útskýra og gefa mér annað sjónar- horn, mér líður miklu betur núna.“ „Mér þykir svo vænt um hann og vona alltaf að hann muni breytast“ Í langf lestum frásögnum á ungl- ingaspjallinu er gerandinn kærasti brotaþolans, en sár og flókin stað- reynd varðandi kynferðisofbeldi er að oftast eiga brotaþoli og gerandi náin tengsl. Sú viðkvæma staða bæði torveldir brotaþola að skil- greina reynsluna sem of beldi og f lækir það að opinbera of beldis- manninn. Þrátt fyrir ungan aldur viðmælendanna sést vel þekkt og skýrt mynstur ofbeldissambanda í samtölunum – þar sem þolandinn upplifir sig ábyrgan fyrir hegðun gerandans, felur ofbeldið, efast um eigin upplifun eða hangir í voninni um að hegðunin breytist. Það nístir að sjá kornungar stelpur sem enn búa flestar í foreldrahúsum skrifa: „Hann missir stundum stjórn á sér en hann er að gera sitt besta, hver myndi hjálpa honum ef ég hætti með honum? Ég er hætt að finna fyrir sorg þegar hann er vondur við mig, er eiginlega bara dofin. Svo skrýtið, ég hef ekkert til að vera föst við hann, ekki barn eða húsnæði en samt líður mér föst.“ „Var mér nauðgað?“ Ein algengasta spurningin sem kemur inn á unglingaspjallið er ein- hver útgáfa af: „Var mér nauðgað?“/ „Er ég í of beldissambandi?“ svo ljóst er að mörg ungmenni eiga erfitt með að skilgreina kynferðis- of beldi, í það minnsta þegar um ræðir þeirra eigin reynslu. Þetta ítrekar þörfina á ítarlegri og sífelldri fræðslu um ofbeldi. Ekki síst til for- eldra, kennara og þjálfara, svo nán- asta umhverfi barna og unglinga sé vel í stakk búið til að mæta þeirri staðreynd að sá aldurshópur er lík- legastur til að verða fyrir kynferðis- ofbeldi. „Enginn myndi trúa mér“ Loks óttast brotaþolarnir viðbrögð umhverfisins. Ótti við að gerand- inn hefni sín eða þeim verði á ein- hvern hátt refsað fyrir að segja frá. Ótti við að valda foreldrum sínum sársauka, vonbrigðum og jafnvel fjárhagsvanda. Ótti við að vera ekki trúað, vera dæmd og kennt um of beldið, eða við að fá á sig stimpil. Ef laust er óttinn við viðbrögð annarra oft órökréttur, en sum ungmennanna hafa í raun fengið slíkt viðmót við að segja frá. Fræðslan um kynferðisof beldi þarf nefnilega einnig að fjalla um nauðgunarmenningu, gerenda- meðvirkni og þolendaskömmun. Sjúkt spjall á www.sjukast.is er opið á mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöldum. n Þessi grein er birt í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu of beldi. Ástæður þess að unglingar segja ekki frá kynferðisofbeldi Eygló Árnadóttir verkefnastýra fræðslu og for- varna hjá Stíga- mótum Ég er hætt að finna fyrir sorg þegar hann er vondur við mig, er eiginlega bara dofin. Heimurinn stendur frammi fyrir neyðarástandi í loftslagsmálum og samhugur ríkir um að mannkyn verði að hætta notkun jarðefnaelds- neytis ef sporna á við alvarlegum afleiðingum þeirra. Eitthvað sem veldur ekki losun gróðurhúsaloft- tegunda þarf að koma í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti og lykillinn að lausninni er endurnýjanleg orka. Íslendingar státa af, og réttilega, forystu í hlutfalli endurnýjanlegrar orku. Gjarnan er notast við frum- orkunotkun og hlutfall endurnýj- anlegrar frumorkunotkunar sem mælikvarða á þann árangur. Ísland er það ríki sem hefur hvað hæst hlutfall endurnýjanlegrar frumorku í heiminum, eða um 85%. Íslensk stjórnvöld stefna að því að vera áfram í forystu þegar kemur að endurnýjanlegri orku og að við verðum óháð jarðefnaeldsneyti árið 2040, eftir 18 ár. Ef eldsneyti sem flutt er hingað til lands til að knýja samgöngur milli landa er hluti af því markmiði þýðir það líka að árið 2040 verður frumorka Íslendinga 100% endurnýjanleg. Þegar við rýnum aðeins betur í frumorkunotkun okkar Íslendinga þá skiptist hún í þrennt : n 25% raforka unnin úr vatnsafli og jarðhita. n 60% jarðhiti til húshitunar, baða og annarrar neyslu. n 15% jarðefnaeldsneyti s.s. olía og bensín til að knýja vélar og tæki, skip og flugvélar. Við erum sem sagt, ef notast er við þennan mælikvarða um frumorku- notkun, 85% græn og eftir standa 15% frumorkunotkunar knúin jarð- efnaeldsneyti. Það hljómar næstum því eins og við séum rétt við mark- línuna þegar við segjum að aðeins 15% af frumorkunotkun Íslendinga séu enn knúin jarðefnaeldsneyti. 85% eru þegar í höfn og lokasprett- urinn getur vart verið erfiður? En þessi 15% leyna heldur betur á sér og geta reynst þrautin þyngri. Við þurfum að skipta um orku- gjafa allra samgöngutækja innan- lands, alls sjávarútvegsins og ferðaþjónustunnar, vélar og tækja byggingariðnaðarins og landbún- aðarins og svo mætti lengi telja. Bruni um helmings innfluttrar olíu veldur samfélagslosun Brjótum þessi 15% aðeins niður. Um helmingur þessara alræmdu 15 pró- senta veldur losun sem fellur undir samfélagslosun. Íslensk stjórn- völd hafa sett markmið um sam- drátt samfélagslosunar og gefið út að draga þurfi úr árslosun um 1,3 milljónir tonna til ársins 2030 frá árinu 2021. Losun vegna jarðefna- eldsneytis innan samfélagslosunar er um 1,6 milljónir tonna ár hvert og því ljóst að með orkuskiptum er til mikils að vinna. Það er ekki nóg með að erfitt sé að skipta þessari orku út, sem við fáum nú úr jarðefnaeldsneyti. Það er líka bráðnauðsynlegt verkefni, því þjóðin hefur skuldbundið sig til þess í samningum við aðrar þjóðir. Þetta ætlum við að gera og þetta verðum við að gera. En hvað er frumorka? Frumorka er magn orku sem er til staðar en segir ekki til um hve mikil orka nýtist í raun og veru. Hve mikil orka nýtist er misjafnt eftir orkugjöfum og notkun þeirra, s.s. tegund og nýtni tækja. Þegar við skoðum venjulegan bensínbíl nær hann að nota um 30% orkunnar til að koma sér áfram, 70% orkunnar breytist bara í varma en snýr ekki hjólum bílsins. Þannig að aðeins þriðjungur frumorkunnar nýtist til að færa bílinn. Nýtni jarðefnaelds- neytis er mismunandi eftir tækjum og búnaði. Nýtni dísilbíla er t.d. hærri en bensínbíla, eða um 50%, þ.e. helmingur orkunnar nýtist til að færa bílinn. Frumorka er því í raun slæmur mælikvarði á orku- notkun, enda nær það ekki utan um notkun orkunnar heldur magn orku sem til er og í tilfelli jarðefna- eldsneytis, orku sem innflutt er. Hvað þurfum við mikla orku til að skipta út jarðefnaeldsneytinu? Við framleiðum alls 19 TWst af raf- orku hér á landi á ári hverju. Jarð- efnaeldsneytið sem telur til 15% frumorkunotkunar okkar sam- svarar um 11 TWst þegar það kemur inn fyrir landsteinana, orkutöp sem verða hér á landi við nýtingu jarð- efnaeldsneytisins gera það svo að verkum að í raun koma aðeins um 5 TWst orkunnar frá öllu þessu inn- flutta eldsneyti að raunverulegum notum. En ef við þurfum bara 5 TWst til að verða algræn, hvað þurfum við þá mikið af orku til að skipta þessu út? Ef við horfum svo einungis á þá olíunotkun sem er hluti af sam- félagslosun, þ.e. horfum framhjá samgöngum á milli landa, eru í raun aðeins 3 TWst sem nýtast til að færa skipin, tækin og bifreiðarnar okkar áfram. Er það þá nokkuð mál? Málið er auðvitað ekki svona einfalt. Rétt eins og við vinnslu og notkun jarðefnaeldsneytis verða líka óhjákvæmileg orkutöp í fram- leiðslu og notkun endurnýjanlegs eldsneytis. Þegar rafmagn er notað beint á vélar og tæki nýtist orkan best, þannig ná rafbílar að nýta um 90% raforkunnar til að hreyfa bílinn. Fyrir aðra staðgengla jarðefnaelds- neytis, sem munu vissulega byggja á rafmagni en þarf að vinna áfram til að skili því sem til er ætlast, er orkunýtnin lægri. Orkunýtni vetnisvinnslu er á bilinu 60-65% og vetnisfarartækja um 55% þannig að heildarorkunýting er eingöngu um 35% sem jafngildir orkunýtni bens- ínbíla. Fyrir þær tegundir farartækja þar sem hvorki er fýsilegt að nýta raforku né vetni beint er hægt að vinna aðrar tegundir rafeldsneytis, svo sem metanól eða flugvélaelds- neyti, úr vetni og koldíoxíði. Orku- nýtni þessara valkosta er lægri, eða um 30% þegar notast er við metanól og enn lægri fyrir flugvélaeldsneyti. Ef við gætum skipt jarðefnaelds- neyti út fyrir rafmagn án þess að vinna orkuna frekar væri málið kannski einfalt en svo er ekki. Stærsti hluti orkuskipta, allavega fyrir skip, stærri bifreiðar og f lug- samgöngur, munu byggja á vetni, rafeldsneyti og öðrum staðgenglum jarðefnaeldsneytis. Þegar við tökum þetta saman og horfum á spár um hvernig samsetn- ing þessara staðgengla muni líta út má gera ráð fyrir að framleiða þurfi a.m.k. 2,5 TWst fyrir hverja 1 TWst sem notuð verður til orkuskipta á landi og hafi. Þetta þýðir að til að bæta upp núverandi notkun jarð- efnaeldsneytis sem notað er innan- lands þurfum við um 7,5 TWst. Þetta er orkuþörf sem skilar samdrætti í samfélagslosun og styður þar af leiðandi við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Líklegt er að orku- notkun í heildina muni aukast m.a. með auknum mannfjölda, en tölur Hagstofunnar gera ráð fyrir að við verðum um 440 þúsund árið 2040. Ferðaþjónustan er líka óðum að ná vopnum sínum eftir lægð Covid- áranna sem gæti leitt til aukinnar orkunotkunar. Í millilandaf lugi bendir tækni- þróun til þess að nýtni staðgengla við jarðefnaeldsneyti muni verða enn minni eða að það þurfi a.m.k. 4 TWst af raforku fyrir hverja 1 TWst sem notuð verður. Við þurfum því 8 TWst til viðbótar til að sjá milli- landaf luginu fyrir grænum stað- genglum jarðefnaeldsneytis og ná því marki að frumorkunotkun verði endurnýjanleg og innlend að fullu. Það þarf kannski ekki að tvö- falda raforkukerfið fyrir orkuskipti innanlands né ef ætlunin er að ná millilandasamgöngunum með. Það má líka vera að orkusamsetning verði að einhverju leyti önnur en gert er ráð fyrir núna. Hvað sem því líður blasir það við að meira raf- magn þarf í kerfið til að mæta allri þeirri orkuþörf sem í dag er knúin jarðefnaeldsneyti. n Frumorkan og fimmtán prósentin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir forstöðu- maður loftslags og grænna lausna hjá Landsvirkjun Þegar rafmagn er notað beint á vélar og tæki nýtist orkan best, þannig ná rafbílar að nýta um 90% raf- orkunnar til að hreyfa bílinn. 14 Skoðun 2. desember 2022 FÖSTUDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.