Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 68
Þetta eru ekki aðstæður sem fólkið valdi sér sjálft. Allir vilja gleðja börnin sín og mér finnst gaman að geta hjálpað. Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir er önnur stjórnenda hópsins Jólakraftaverk. Tilgangur hópsins er að aðstoða fólk með minna á milli hand- anna að kaupa jólagjafir, skógjafir eða dagatöl fyrir börnin. sandragudrun@frettabladid.is Hópurinn var stofnaður árið 2014 og hefur starfað óslitið síðan. Haf- rún Ósk er 36 ára einstæð móðir í Seljahverfi. Hún komst í kynni við hópinn þegar hún þurfti sjálf á aðstoð að halda eitt árið. Þegar hún var seinna í aðstöðu til að hjálpa öðrum bauð hún sig fram og hefur verið í stjórn hópsins síðan. „Ég fékk það mikla og góða aðstoð frá þessum hóp, svo að næst þegar ég gat sjálf gefið mínu barni jólagjöf þá fann ég hvað mig lang- aði mikið til að hjálpa til,“ útskýrir Hafrún Ósk. Jólaaðstoð Jólakraftaverks virkar þannig að fólk sendir stjórn- endum hópsins skilaboð og óskar eftir hjálp. Hópurinn aðstoðar með jólagjafir fyrir börn frá 0-18 ára og einnig með skógjafir og jóla- dagatöl. „Við erum tveir stjórnendur í hópnum, ég og Hólmfríður Lára Ég get ekki hugsað mér að börn fái ekki jólagjöf Hafrún þekkir það af eigin reynslu hvernig það er að þurfa aðstoð við að kaupa jólagjafir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þórhallsdóttir. Við aðstoðum alla sem þurfa á aðstoð að halda. Ekki bara einstæðar mæður eða feður heldur líka ömmur og afa og alla forsjáraðila barna. Gift fólk hefur líka haft samband við okkur,“ útskýrir Hafrún Ósk. Velja gjafir út frá áhugamáli „Stundum er þetta fólk sem lendir allt í einu í því að eiga ekki fyrir öllum nauðsynjum. Það veit ekki hvernig það á að leita sér aðstoðar og kemur þá oft til okkar. Þegar fólk sendir okkur skilaboð biðjum við um upplýsingar um aldur og kyn ef fólk vill segja okkur það og áhugamál barnanna. Ég spyr um áhugamál svo krakkarnir fái gjafir sem þau hafa áhuga á,“ segir Hafrún Ósk Hún bætir við að oft sé það þannig hjá hjálparsamtökum að fólk þarf að velja úr hrúgu af dóti í von um að finna eitthvað sem börnin þeirra hafa áhuga á. Þær hjá Jólakraftaverki vilja tryggja að börnin fái eitthvað sem þau langar í, þess vegna eru gjafirnar sérstak- lega keyptar fyrir hvert barn. „Ég set kannski inn á hópinn að óskað hafi verið eftir hjálp fyrir átta ára dreng sem hefur mikinn áhuga á Lego og Minecraft. Þá býðst einhver til að fara og kaupa Minecraft Lego fyrir hann, eða leggja pening inn á okkur svo við getum og keypt það,“ segir Hafrún. „Stundum vill eldra fólk hjálpa til sem treystir sér ekki til að fara sjálft í búðir. Þá leggur það inn á okkur og við förum í búð og verslum það sem þarf. Við tökum svo mynd af gjöfinni og kvittuninni til að sýna að peningarnir fara ekki til okkar. Þeir fara allir í gjafir, dagatöl eða skógjafir.“ Enginn þarf að skammast sín Mjög margt fólk sem hefur sam- band skammast sín fyrir að biðja um aðstoð en Hafrún segir að enginn eigi að skammast sín fyrir að þurfa hjálp. „Þetta eru ekki aðstæður sem fólkið valdi sér sjálft. Allir vilja gleðja börnin sín og mér finnst gaman að geta hjálpað. Ég veit sjálf hvernig það er að vera í þeirri stöðu að þurfa aðstoð,“ segir hún. Aðspurð að því hvort þær aðstoði marga á hverju ári segist Hafrún halda að þegar mest var hafi það verið yfir 200 börn. „Í fyrra voru þau rúmlega 130, ég man ekki alveg nákvæma tölu. En þetta voru samt ekki 130 fjöl- skyldur, stundum voru þetta 5 eða 6 manna fjölskyldur og nokkur börn í hverri þeirra,“ segir hún. „Við höfum náð að redda gjöfum í flestum tilfellum. En það hefur komið fyrir að við náum því ekki. Þá hef ég stundum farið út sjálf og fundið eitthvað og nota bara minn eigin pening í það. Ég get ekki hugsað mér að eitthvað barn fái ekki jólagjöf svo ég finn bara út úr þessu.“ Beina matarbeiðnum annað Hafrún tekur fram að þær taki einungis við beiðnum um aðstoð við gjafakaup, en bendi fólki á aðrar hjálparstofnanir ef það þarf á mataraðstoð að halda. „Ég bendi þá á Mæðrastyrks- nefnd, Fjölskylduhjálp, Hjálpar- starf kirkjunnar og Hjálpræðis- herinn. En ef fólk vill gefa mat, eins og kannski hamborgarhrygg eða gjafabréf í Krónuna eða eitthvað slíkt, þá tökum við á móti því. Við erum alltaf með fólk sem þarf á mataraðstoð að halda svo við getum komið matnum áfram. En við tökum ekki við beiðnum um það,“ segir hún. „Við höfum líka verið í góðu samstarfi við Jólasveinahjálpar- kokka, en Pepp Ísland er með þann hóp. Þau senda gjafir út á land svo þegar við fáum beiðnir um það þá bendum við á Hildi sem er for- maður þeirra samtaka. Hún sér við að taka við þeim beiðnum og senda út á land.“ nDIDDÚ OG DRENGIRNIR Í VÍDALÍNSKIRKJU 16. DESEMBER 2022 KL. 19:30 Aðventutónleikar í boði þýska sendiráðsins. Fram koma Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, ásamt orgelleikaranum Jóhanni Baldvinssyni og blásarasextett. Tónleikarnir eru haldnir í 8. sinn í því skyni að styðja við mikilvægt starf Landsbjargar en tekið er á móti frjálsum framlögum. Aðgangur ókeypis. Þýska sendiráðið kynnir https://www.facebook.com/DeutscheBotschaftReykjavik 46 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.