Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 74
Kerti skipa stóran sess í jóla- haldi óperusöngkonunnar Ísabellu Leifsdóttur. Hún hefur gert eigin jólakerti frá því hún var smástelpa og segir það vera lítið mál. starri@frettabladid.is Óperusöngkonan Ísabella Leifs- dóttir lærði ung að gera útikerti með móður sinni sem safnaði kertaafgöngum. „Mamma gerði alltaf útikerti fyrir jólin og þannig lærði ég hjá henni sem barn að búa þau til og þótti alltaf mjög spenn- andi. Ég gerði svo slíkt hið sama sjálf eftir að ég fór að búa en smám saman fór ég að gera kerti fyrir vini og vandamenn og þannig vatt það upp á sig.“ Hún segir gaman að koma lífi í ílát sem sitja á hillum nytjamark- aða, svo sem sykurkör og mjólkur- könnur fyrir innikertin og svo ýmis konar málmílát sem hefur fallið á fyrir útikertin. „Mikið af gullfallegum kopar og messing situr á hillum nytjamarkaða því fólk kann ekki eða nennir ekki lengur að pússa en ég elska að sjá hlutina fara að glansa aftur.“ Hefur lengi skapað í höndunum Ísabella hefur unnið við sviðslistir frá barnæsku en hefur líka alltaf verið að skapa hluti í höndunum, hvort heldur myndlist eða hand- verk ýmis konar. „Ég hef mikinn áhuga á umhverfismálum og snýst listsköpunin mikið um að endur- nýta og finna nýjan tilgang fyrir hluti. Þannig hef ég verið að skapa undir merkjum Pink Upcycling í mörg ár, meðal annars kertin mín en nýverið hef ég einnig verið að gera upp og skapa nýtt skart úr gömlu.“ Fyrir henni eru því kerti ómissandi hluti jólanna „enda þurfa allir í það minnsta kerti og spil fyrir jólin,“ að hennar sögn. Hér gefur hún lesendum leið- beiningar um gerð útikertis. Uppskrift að útikerti Hún segir einfalt að gera útikerti. „Finnið eldfast ílát en ég mæli með gömlum pottum í útikertin Kertin eru ómissandi hluti aðventunnar Ísabella Leifsdótti óperusöngvari. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mikið af gullfallegum kopar situr á hillum nytjamarkaða víða um land. Ísabella er dugleg að sækja sér hráefni þangað. Hin fegursta rósin er fundin Þessar ljóðlínur Helga Hálf- dánarsonar úr jólasálmi líkja Jesú við rós en ýmiss annar gróður er tengdur við jólin, svo sem greni, jóla- rósin, híasintur og fleiri blóm og plöntur. brynhildur@frettabladid.is Jólarósin eða poinsettia eins og hún heitir á erlendum málum er talin tákna Betlehemstjörnuna vegna þess hvernig hún er í lag- inu. Jólarósir eru til rauðar, hvítar og bleikar og er rauða afbrigðið stundum talið vísa í blóð Krists og það hvíta hreinleika Mannsson- arins en svo eru rauður og hvítur náttúrlega líka bara jólalitirnir og jólarósir fallegar og hátíðlegar. Jólarósin er upprunnin í Mexíkó og saga frá þeim slóðum segir af ungri stúlku sem kom með vönd af illgresi í kirkju og ætlaði að leggja á altarið á jólanótt sem gjöf handa Jesúbarninu. Hún var of fátæk til að kaupa aðra gjöf og skammaðist sín fyrir að færa ekki merkilegri gjafir. Hún lagði blómin því ekki á altarið heldur fyrir framan upp- stillingu af jólanóttinni og jötu frelsarans. Skyndilega spruttu eldrauð blóm fram á illgresinu og söfnuðurinn leit á þetta atvik sem kraftaverk og æ síðan var vísað til þessarar plöntu sem blóms hinnar helgu nætur og síðar jóla- rósar. Ekki er mælt með að katta- eigendur fái sér jólarós þar sem blöðin geta verið eitruð fyrir kisur. n Kristþyrnir Kristþyrnir er kallaður holly á ensku (sennilega einhver mynd af holy eða heilagur) og um hann er mikið sungið í jólalögum á enskri tungu. Þessi þyrnitegund er þó mun eldri en kristni og hefur í margar aldir verið notuð til að skreyta híbýli og reka burt illa anda, meðal annars í Kína hinu forna og Rómaveldi. Kristþyrnirinn er litríkur á veturna, dökkgræn blöð og skærrauð berin hafa verið ódýr leið til að skreyta í kringum sig þegar önnur blóm sváfu undir snjóbreiðu og það er því rökrétt að drúídar á Bretlandi hafi talið hann tákn eilífs lífs. Því er við hæfi að hann sé tákn dimmasta tíma ársins á norðurhveli til marks um endur- komu ljóssins. Í sumum kimum kristninnar var þyrnirinn talinn hluti af páskaguðspjallinu líka en þyrnikóróna Krists átti að vera búin til úr kristþyrni. Líklegra er að kristþyrnikórónan tengist ævafornum helgi- siðum sem tengdust sólhvörfum og árstíða- skiptum. Greni Drúídar á Bretlandi fyrir um 2000 árum eiga heiðurinn af því að við notum jólatré og greni til að skreyta heimili okkar fyrir jól. Sígræn tré eins og fura, greni og sýprus þóttu gædd galdra- mætti því þau ein, ólíkt flestum öðrum plöntum, héldu lífi og litnum græna yfir dimmustu og köldustu vetrarmánuðina. Því þótti það til marks um gæfu og von að skreyta heimilið með þessum tegundum auk þeirra sem fjallað er um hér á síðunni til að fagna endur- komu sólar og nýs lífs, sem var oft í formi guðs sem var fórnað og reis upp að nýju, eins og Baldurs, Ósiris og fleiri. Í kristni er Jesú tákn- mynd þessara guða og þar er grenikransinn tákn hins eilífa lífs og upprisu Krists. Mistilteinn Enn önnur sígræn jólaplanta sem á uppruna sinn í hátíða- höldum drúída á Bretlandi fyrir um 2000 árum og dregur tákngildi sitt af því að haldast græn í langan tíma án þess að vera í mold. Mis- tilteinninn var talinn bera með sér töframátt sem færði gæfu og rak burt illa anda. Mistilteinninn á sér einnig stað í norrænni goðafræði en þegar Frigg gekk milli allra lifandi vera og bað þær að þyrma lífi Baldurs var mis- tilteinninn enn svo ungur að ekki þótti ástæða til að láta hann sverja eiða. En Loki rétti Heði hinum blinda mistilteininn sem hann henti í átt- ina að Baldri og varð honum að aldurtila. Frigg fékk þá allar verur til að gráta Baldur og er sagt að tár hennar hafi orðið að hvítu berjunum á mistilteininum. Forngrikkir eiga sennilega sök á því að fólk kyssist undir mistilteini þar sem hann var talinn tákn frjósemi í Grikklandi. Rómverski sagnfræðingurinn Pliny ritaði að drúídar hefðu búið til frjósemislyf handa búfénaði sínum úr berjum mistilteinsins og ekki er ólíklegt að slík lyf hafi verið prófuð líka á fólki. Þó ber að geta þess að ber mistilteinsins geta verið baneitruð sem er gott að hafa í huga áður en þau eru inn- byrt. Fyrstur til að vísa til kossa undir mistilteini í bókmenntum var Charles Dickens árið 1836 og nú er varla gerð sú jólamynd eða sungið jólalag að koss undir mistilteini komi þar ekki við sögu. Önnur jólablóm Fleiri plöntur eins og híasintur, amaryllis og rósir eru einnig tengdar jólunum, ýmist vegna rauða og hvíta litarins eða hreinlega þess hversu auðvelt er að fá þau til að blómstra innan- húss í skammdeginu. Sykurkör og mjólkurkönnur fá meðal annars nýtt hlutverki á heimili Ísabellu. en niðursuðudósir virka líka vel. Safnið saman kertaafgöngum í pott, tegundir skipta ekki máli. Bræðið á lágum hita þar til allt er bráðnað.“ Næst er kveik stillt upp í miðju íláti. „Til að kveikurinn haldist á sínum stað má nota prjón sem stungið er í gegnum kveikinn og hann látinn liggja yfir brún ílátsins. Mikilvægt er að kveikurinn sé 100% náttúrulegur en ég mæli með bómullarreipi.“ Breidd kveiks þarf að vera um 1 cm að þvermáli í f lest útikerti. „Hellið vaxinu í eldfasta ílátið. Gott er að gera það í nokkrum lögum til að þráðurinn haldist beinn. Látið kólna yfir nótt. Klippið kveikinn í passlega lengd og njótið. n Mamma gerði alltaf útikerti fyrir jólin og þannig lærði ég hjá henni sem barn að búa þau til og þótti alltaf mjög spennandi. Ísabella Leifsdóttir 52 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.