Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 50
Margrét Ásrúnardóttir rekur
hárgreiðslustofuna Wave
Hair Salon á Mýrargötu. Hún
segir nóg að gera hjá hár-
greiðslufólki fyrir jólin og að
það sé alltaf skemmtilegasti
tíminn í starfinu. Margrét
gefur hugmyndir að fal-
legum jólahárgreiðslum sem
auðvelt er að gera heima.
sandragudrun@frettabladid.is
Auk hárgreiðslunnar er Mar-
grét förðunarfræðingur og
farðar meðal annars oft fyrir
Pink Iceland. Hún segir að
það sé að koma smá 2000 stíll
aftur í hárgreiðslu. Eins og að
taka hárið aftur en hafa lokka
að framan.
„Ég á eina 20 ára stelpu og
ég fylgist svolítið með í gegnum
hana hvað þær eru að gera. Þær
eru mikið í því að sleikja hárið
aftur, taka það í tagl og skilja eftir
tvo lokka svo hárið sé ekki of
stíft. Ég er komin með smá leið á
krullum og dúllum og þetta er lát-
laust, en smart og snyrtilegt.“
Förðunin poppar upp greiðsluna
Margrét ákvað að gera einfaldar
og látlausar hárgreiðslur í fyrir-
sæturnar á myndunum en leggja
meiri áherslu á förðunina.
„Þetta eru hárgreiðslur sem er
auðveldlega hægt að gera heima.
Þú setur bara hárið í snúð eða tagl
og strekkir það aftur með góðu
geli. Svo setur þú bara sprey yfir og
þú ert klár,“ segir hún.
„Ég tók hluta af hári Ísoldar í
tagl og lét taglið falla niður með
restinni af hárinu. Svo skildi ég
lokka eftir lausa við ennið. Ég valdi
Margréti finnst jólin skemmtilegur
tími á hárgreiðslustofunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Margrét gerði
einfaldar
greiðslur í fyrir-
sæturnar, sem
auðvelt er að
gera heima
og lagði meiri
áherslu á
förðunina.
Einfaldar
greiðslur
fyrir jólin
að vera með sterka augnförðun
á Ísold til að poppa upp lúkkið.
Mér finnst svolítið flott að nota
augnblýant og engan varalit, eða
þá snúa því við og hafa augun lítið
förðuð og sterkrauðan varalit.“
Margrét tók aftur á móti allt
hárið á hinni fyrirsætunni, Önnu
Kolbrúnu, í hátt tagl og vafði smá
hárlokk utan um taglið þar sem
það er tekið saman.
„Ég vinn mikið með Kevin
Murphy-hárvörurnar. Fyrir svona
greiðslur er alltaf gott að hafa
grunninn góðan. Að blása hárið
með bursta svo það sé nokkuð
slétt og nota góðar blástursvörur
eða slétta hárið fallega áður en
greiðslan
er sett upp,“
segir hún.
„Mér finnst
þessi einfaldi stíll
fallegur og er svolítið í
þeim stíl sjálf. En það er auðvitað
margt í gangi. Það eru margar sem
krulla hárið á sér á hverjum degi.
Ég hef líka heyrt það á stofunni hjá
mér að stelpum finnst flott að hafa
sínar eigin krullur og leyfa hárinu
að vera bara alveg eins og það er.
Mér finnst það mjög flott.“
Jólin eru gósentíð
Eins og gefur að skilja er mjög
mikið að gera á hárgreiðslustofum
fyrir jólin og það er engin undan-
tekning á stofunni hjá Margréti.
„Það vilja allir vera
fínir á jólunum. Jólin eru
eiginlega okkar gósentíð.
Mér finnst þetta skemmti-
legasti tíminn í vinnunni. Þetta
er svo hátíðlegur tími og yfirleitt er
boðið upp á eitthvað huggulegt á
stofunni á aðventunni,“ segir hún.
„En það er samt orðið þannig
að það er eiginlega mikið að gera
mest allt árið, í janúar og febrúar er
mikið um árshátíðir og þorrablót,
svo í mars og apríl koma ferming-
arnar og þá vilja allir vera fínir. Svo
er aðeins rólegri tími í maí, en eftir
það fer fólk að fara í sumarfrí og
allir vilja vera fínir í sumarfríinu.
September og október eru eigin-
lega rólegustu mánuðirnir, það er
helst þá sem ég fer í frí.“ n
Háþróaðar húðvörur í
jólapakkann
Byggðar á rannsóknum
húðlækna
SKINCEUTICALS
húðvörur
_
www.hls.is
28 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022