Fréttablaðið - 02.12.2022, Síða 50

Fréttablaðið - 02.12.2022, Síða 50
Margrét Ásrúnardóttir rekur hárgreiðslustofuna Wave Hair Salon á Mýrargötu. Hún segir nóg að gera hjá hár- greiðslufólki fyrir jólin og að það sé alltaf skemmtilegasti tíminn í starfinu. Margrét gefur hugmyndir að fal- legum jólahárgreiðslum sem auðvelt er að gera heima. sandragudrun@frettabladid.is Auk hárgreiðslunnar er Mar- grét förðunarfræðingur og farðar meðal annars oft fyrir Pink Iceland. Hún segir að það sé að koma smá 2000 stíll aftur í hárgreiðslu. Eins og að taka hárið aftur en hafa lokka að framan. „Ég á eina 20 ára stelpu og ég fylgist svolítið með í gegnum hana hvað þær eru að gera. Þær eru mikið í því að sleikja hárið aftur, taka það í tagl og skilja eftir tvo lokka svo hárið sé ekki of stíft. Ég er komin með smá leið á krullum og dúllum og þetta er lát- laust, en smart og snyrtilegt.“ Förðunin poppar upp greiðsluna Margrét ákvað að gera einfaldar og látlausar hárgreiðslur í fyrir- sæturnar á myndunum en leggja meiri áherslu á förðunina. „Þetta eru hárgreiðslur sem er auðveldlega hægt að gera heima. Þú setur bara hárið í snúð eða tagl og strekkir það aftur með góðu geli. Svo setur þú bara sprey yfir og þú ert klár,“ segir hún. „Ég tók hluta af hári Ísoldar í tagl og lét taglið falla niður með restinni af hárinu. Svo skildi ég lokka eftir lausa við ennið. Ég valdi Margréti finnst jólin skemmtilegur tími á hárgreiðslustofunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Margrét gerði einfaldar greiðslur í fyrir- sæturnar, sem auðvelt er að gera heima og lagði meiri áherslu á förðunina. Einfaldar greiðslur fyrir jólin að vera með sterka augnförðun á Ísold til að poppa upp lúkkið. Mér finnst svolítið flott að nota augnblýant og engan varalit, eða þá snúa því við og hafa augun lítið förðuð og sterkrauðan varalit.“ Margrét tók aftur á móti allt hárið á hinni fyrirsætunni, Önnu Kolbrúnu, í hátt tagl og vafði smá hárlokk utan um taglið þar sem það er tekið saman. „Ég vinn mikið með Kevin Murphy-hárvörurnar. Fyrir svona greiðslur er alltaf gott að hafa grunninn góðan. Að blása hárið með bursta svo það sé nokkuð slétt og nota góðar blástursvörur eða slétta hárið fallega áður en greiðslan er sett upp,“ segir hún. „Mér finnst þessi einfaldi stíll fallegur og er svolítið í þeim stíl sjálf. En það er auðvitað margt í gangi. Það eru margar sem krulla hárið á sér á hverjum degi. Ég hef líka heyrt það á stofunni hjá mér að stelpum finnst flott að hafa sínar eigin krullur og leyfa hárinu að vera bara alveg eins og það er. Mér finnst það mjög flott.“ Jólin eru gósentíð Eins og gefur að skilja er mjög mikið að gera á hárgreiðslustofum fyrir jólin og það er engin undan- tekning á stofunni hjá Margréti. „Það vilja allir vera fínir á jólunum. Jólin eru eiginlega okkar gósentíð. Mér finnst þetta skemmti- legasti tíminn í vinnunni. Þetta er svo hátíðlegur tími og yfirleitt er boðið upp á eitthvað huggulegt á stofunni á aðventunni,“ segir hún. „En það er samt orðið þannig að það er eiginlega mikið að gera mest allt árið, í janúar og febrúar er mikið um árshátíðir og þorrablót, svo í mars og apríl koma ferming- arnar og þá vilja allir vera fínir. Svo er aðeins rólegri tími í maí, en eftir það fer fólk að fara í sumarfrí og allir vilja vera fínir í sumarfríinu. September og október eru eigin- lega rólegustu mánuðirnir, það er helst þá sem ég fer í frí.“ n Háþróaðar húðvörur í jólapakkann Byggðar á rannsóknum húðlækna SKINCEUTICALS húðvörur _ www.hls.is 28 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.