Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 58
Unnur Anna Árnadóttir, ljósmyndari á Akureyri, er mikið jólabarn og aðventan er uppáhaldstími hennar enda elskar hún að lýsa upp skammdegið og stússast í jólaundirbúningnum. Hún gefur hér uppskrift að síróps- kökum sem hún segir vera þær bestu. elin@frettabladid.is Unnur Anna starfar við ýmsar skapandi greinar. Hún er ljós- myndari sem sérhæfir sig í að mynda börn, fjölskyldur og brúð- kaup. Auk þessa er hún rekstrar- stjóri DSA, Dansstúdíó Alice á Akureyri. Þá verður Unnur Anna sýningarstýra söngleiksins Chi- cago sem frumsýndur verður hjá Leikfélagi Akureyrar í janúar. Það er fleira í pípunum því Unnur er sömuleiðis í sýningarstjórn Menn- ingarfélags Akureyrar. Með þessu öllu eru hún í fullu námi í Háskól- anum á Bifröst og segir það frábært nám. Unnur gaf sér samt tíma til að gefa okkur uppskrift að uppá- haldssmákökunum sínum. Hún segist alltaf hafa verið mikið jólabarn eða jólaundir- búningsbarn. „Ég er mjög hrifin af aðventunni og öllu sem fylgir henni. Ég vil skreyta snemma til að lýsa upp skammdegið og elska allan jólaundirbúning. Maðurinn minn er bandarískur og við reynum að sameina hefðir úr báðum menningarheimum fyrir stelpurnar okkar og þá er sko nóg um að vera,“ segir Unnur Anna, sem er gift Charlie, en þau eiga tvær dætur, Agnesi Emmu sem er 5 ára og Ellen Rose sem er ársgömul. „Ég nýti aðventuna mikið í að baka, skreyta og gera skemmtilega hluti með fjölskyldunni. Ég er líka með jólamyndatökur fyrir jólin sem setja mig alltaf í jólaskap. Ég reyni líka að fara á allavega eina til tvenna jólatónleika. Ég er búin að panta mér miða á jólatónleika með Bríeti í ár og hlakka mikið til. Mest spennandi við þennan árstíma er að skapa kósí jólastemmingu með bakstri, ljósum, skrauti og kertum og njóta með allri fjölskyldunni í rólegheitum,“ segir hún. Þegar Unnur er spurð af hverju hún gefi þessa uppskrift, svarar hún: „Þessi uppskrift á alveg sér- stakan stað í jólahjartanu. Í mörg ár hef ég farið á Þorláksmessu í kringum miðnætti heim til eins af mínum betri vinum með pakka. Þá er fjölskylda hans alveg á fullu að undirbúa og oftast að baka þessar kökur, sem mér þótti svo góðar. Alveg óvart skapaðist því hefð hjá okkur og foreldrum hans að þau bíða eftir mér á Þorláks- messukvöld og eru alltaf klár með kökurnar sem þau vita hvað mér þykja góðar. Svo þegar Covid var í hæstu hæðum var ég með nýfætt kríli og komst ekki til þeirra, en fékk í staðinn uppskriftina að kökunum hjá þeim til að baka sjálf og ég þori varla að nefna hvað það voru bakaðar margar uppskriftir fyrir jólin. Ég hætti samt ekki að fara til þeirra á Þorláksmessu þar sem ég fæ bara ekki nóg og þetta er svo skemmtileg hefð. Svo komumst við að því að Svo komumst við að því að mamma hafði oft fengið þessar jólakökur hjá ömmu vinar míns fyrir jólin þegar hún var lítil og þá varð þessi saga eiginlega enn skemmtilegri. Sírópskökur bræða jólahjartað Dæturnar fá að hjálpa við jólabakstur- inn. Hér er Unnur Anna með dætr- unum Agnesi Emmu sem er 5 ára og Ellen Rose sem er ársgömul. MYNDIR/AGNES SKÚLA- DÓTTIR mamma mín hafði oft fengið þessar jólakökur hjá ömmu vinar míns fyrir jólin þegar hún var lítil og þá varð þessi saga eiginlega enn skemmtilegri,“ segir Unnur Anna sem er fædd og uppalin á Akureyri. Hún stundaði nám í Los Angeles og síðan Atlanta, en kom aftur heim þegar Covid skall á. Unnur Anna segist vera með foreldrum sínum á aðfangadags- kvöld en þar eru líka systir hennar og fjölskylda hennar. „Möndlu- grautur kemur fyrst en síðan er heimsins besta sveppasúpa í forrétt, léttreyktur lambahryggur með öllu tilheyrandi í aðalrétt og svo heimagerður jólaís í eftir- rétt.“ n Sírópskökur fyrir jólabörn 450 g hveiti 150 g smjörlíki 250 g sykur 1 bolli síróp 2 tsk. kanill 2 tsk. negull 2 tsk. matarsódi 2 egg Allt hnoðað saman í hrærivél og geymt í kæli í smástund. Deigið sett í ca. 2 cm kúlur og bakað í ofni á 180°C blæstri í 8-10 mínútur eða þangað til þær eru orðnar ljósbrúnar. Þær falla svo og verða seigar og góðar. Jólafatnaður Jólagjafir Vefverslun okkar er tiskuvers lun.is náttkjólar náttföt leðurhanskar klútar 36 FRÉTTABLAÐIÐ 2. desember 2022JÓL 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.