Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 28
 Í dag er ég eigin- lega búin að taka yfir allan jólabaksturinn og gef fjölskyldu og vinum kassa fullan af smákökum í jólagjafir. Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Anna Marín Bent var þekkt sem bökunarstelpan í grunnskóla og á lokaball- inu var hún tilnefnd sem „köku queen“. Hún brennur fyrir bakstri og hefur mikla ástríðu fyrir kökum og öllu sem þeim tengist. Hún fékk fyrstu hrærivélina í ferming- argjöf frá foreldrum sínum, sem var draumagjöfin. Anna Marín er líka dolfallið jóla- barn og elskar undirbúninginn sem þeim fylgir og þá fær hún að njóta sín til fulls í bakstrinum. „Ég er stolt að segja að ég dúxaði í heimilisfræði í grunnskóla. Allt þetta hefur verið ákveðin hvatning til að halda áfram og gera betur þegar kemur að bakstri. Ég fór svo í leiklist í Borgarholtsskóla, sem hjálpaði mér mikið persónulega. Í leiklistinni eignaðist ég marga góða vini og hafði dásamlega kennara. Leiklistin hjálpaði mér mikið að koma fram, fara út úr skelinni og undirbúa mig fyrir að stíga skrefið út í lífið. Fyrir leiklistina og Borgó verð ég ávallt þakklát. Núna þegar ég er útskrif- uð er ég að safna fyrir einhverjum flottum bakstursskóla í útlöndum sem kennir flóknari bakstur, eins og deig og smjördeig (pastry),“ segir Anna Marín. Hjálpaði mömmu með bakstur „Ástríða mín fyrir bakstri byrjaði á unga aldri. Ég hékk í mömmu þegar hún bakaði afmæliskökurn- ar mínar og fékk alltaf að sleikja skálina og sleikjuna þegar hún var búin. Ég elskaði að hjálpa til við að baka og það er til mynd af mér að setja krem og skreyta afmælis- kökuna mína þegar ég var aðeins tveggja ára. Ég lærði aðallega að baka með því að skoða uppskrifta- bækur og horfa á Nigellu Lawson í sjónvarpinu og Rosanna Pansino á YouTube. Þegar ég var ellefu ára byrjaði ég að gera bökunarvídeó á YouTube. Pabbi minn er ljósmyndari, hann hjálpaði mér og lánaði mér allar græjurnar sínar til að taka upp vídeó. Bakar fyrir vini og fjölskyldu Mér finnst rosagaman að baka fyrir vini og fjölskyldu, sérstak- lega þegar þau eiga afmæli. Ég fékk líka fyrstu hrærivélina mín í fermingargjöf frá foreldrum mínum enda var hún efst á óska- Jólabarn sem elskar að baka Anna Marín segir að hún hafi aðallega lært að baka með því að skoða uppskriftabækur og horfa á Nigellu Lawson í sjónvarpinu og Rosanna Pansino á YouTube. mynd/BEnT Marengsrúlla í jólabúningi 5 eggjahvítur 280 g sykur Flórsykur til að strá yfir Byrjið á því að hita ofninn í 180°C og stillið á blástur. Setjið bökunarpappír í 23x33 cm bökunarplötu og brjótið inn hornin svo marengsinn komist vel fyrir. Setjið eggja- hvíturnar í stóra skál og þeytið með hræri- vél þar til þær eru næstum stífar. Á meðan hrærivélin er í gangi bætið sykrinum út í, einni matskeið í einu. Hrærið marengsinn áfram þar til hann er stífþeyttur. Hellið marengsinum ofan í formið og fyllið út í alla kanta og bakið í 15 mínútur. Á meðan marengsinn er að bakast setjið bökunar- pappír á borðið og dreifið flórsykri yfir hann. Það veldur því að marengsinn festist ekki við pappírinn þegar við losum hann. Takið marengsinn úr ofninum og hvolfið honum á bökunarpappírinn þannig að hann sé á hvolfi. Takið bökunarpappírinn sem hann bakaðist á varlega af og látið kólna í 20-30 mínútur. Fylling 250 g rjómi 50 g brætt súkkulaði 90 g bláber 100 g jarðarber Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Geymið og látið kólna örlítið. Þeytið rjómann þar til hann er léttþeyttur. Hellið súkku- laðinu út í rjómann og hrærið aftur þar til hann er frekar stífur. Skerið jarðarberin í þunnar sneiðar og bláberin í tvennt. Þegar marengsbotninn hefur kólnað hæfilega er tímabært að setja rjómann á botninn og dreifið honum einnig í alla kanta. Dreifið berjunum jafnt yfir rjómann. Rúllið upp marengsinum í þétta rúllu, það er gott að nota bökunarpappírinn til að hjálpa þér að rúlla honum upp. Setjið rúlluna á disk og skreytið með rjóma, berjum og flórsykri ef þið viljið. Kælið rúlluna aðeins þannig að rjóminn taki sig og njótið vel. listanum, ég fermdist í maí 2017 svo það eru orðin fimm ár síðan. Ég fékk ljósbláa Kitchen Aid og ég elska hana. Hún er enn í góðu standi þrátt fyrir mikla notkun. Mér þykir rosavænt um hana. Aðspurð segist Anna Marín vera í draumastarfinu í dag. „Ég er heppin en ég vinn hjá 17 sortum og það hefur lengi verið draumur minn að vinna hjá kökuskreyt- ingafyrirtæki. Það er alveg æðislegt að fá tækifæri til að vinna við áhugamálið sitt. Ég dýrka alla sem ég vinn með og það er alltaf jafn- skemmtilegt að mæta í vinnuna.“ Draumurinn er uppskriftabók Anna á sér stóra drauma þegar kemur að bakstrinum. „Draumur minn er að skrifa uppskriftabók og vera með matarblogg og hugsan- lega minn eigin bakstursþátt, það er framtíðardraumurinn. Ég er að vinna að því að setja upp baksturs- heimasíðu og skrifa uppskriftabók. Ég er rosadugleg að pósta bök- unarmyndböndum á TikTok og á Instagram-reikninginn minn @ annamarinbakar. Í dag er ég eiginlega búin að taka yfir allan jólabaksturinn og gef fjölskyldu og vinum kassa fullan af smákökum í jólagjafir,“ segir Anna Marín. „Ég er einmitt nýbúin að pósta mínum uppáhaldsjólasmá- kökum en þær eru sörur, lakkrís- toppar og appelsínubrownie-smá- kökur. Ég byrja að halda upp á jólin í september og er vanalega löngu búin að plana hvað ég ætla að gefa hverjum og einum í jólagjöf. Ég elska að hlusta á jólatónlist, kaupa gjafir fyrir vini og ættingja.“ Anna Marín ákvað að gera hina fullkomnu jólatertu fyrir lesendur Fréttablaðsins í tilefni jólanna og ljóstrar hér upp uppskriftinni sem á pottþétt eftir að slá í gegn. „Marengs er algjör klassi í minni fjölskyldu um jólin. Ég vildi prófa að gera marengs á einhvern öðru- vísi hátt. Ég endaði með að finna uppskriftir að rúllutertumarengs og bakaði þær og betrumbætti og endaði með þessa tertu. Þessi marengsrúlluterta er algjört æði um jólin. Marengsinn er mjúkur að innan og með ljúffengri fyllingu á milli. Hægt er að setja hvað sem maður vill í hann og er þetta hin fullkomna jólaterta, bæði falleg og dásamlega góð.“ n Hamraborg 20 200 Kópavogur Sími 578 9888 visitor.is Útitónleikar í Toscana á Ítalíu ásamt dagsferð til Florens og vínsmökkun í Chianti. ABBA SÝNINGIN Í LONDON 28. apríl - 1. maí ANDRE RIEU MAASTRICHT 7. - 10. júlí ANDREA BOCELLI MAROSTICA 25. - 29. júlí Ein magnaðasta sýning samtímans. 90 mínútur af stanslausu ABBA stuði. Útitónleikar í heimaborg Rieu í Maastricht. Mögnuð tónlistarveisla! Allt um ferðirnar okkar á visitor.is HAMRABORG 20 - SÍMI 578 9888 6 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.