Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 64
Borgar- og bæjarfulltrúar hafa nóg að gera nú fyrir jólin. Fulltrúar okkar eru þó jólabörn eins og flestir Íslendingar og hlakka til aðventunnar. Borgir og bæir eru að taka á sig fallegan jólasvip um allt land. Síðustu jólin í gamla húsinu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar Þórdís Lóa segir afar mikilvægt að skreyta mið- borgina fyrir jólin. „Reykjavíkurborg hefur staðið sig vel að mínu mati undanfarin ár í jólaskreytingum og langar mig þá sérstaklega að draga fram tilkomu jóla- kattarins á Lækjartorgi sem er frábær viðbót og fallegar jóla- skreytingar í úthverfum eins og í Breiðholti og í Elliðaárdalnum. Svo finnst mér frábært hversu rekstraraðilar hafa tekið vel við sér og setja þannig mikinn svip á jólastemninguna. Reykjavík er svo falleg og hlý yfir jólin, sem ég tími alls ekki að missa af.“ Ertu dugleg að skreyta heima? „Jólaskreytingar mínar tengjast alfarið aðstæðum hverju sinni. Þegar börnin okkar voru lítil varð heimilið hálfgert jólaland. Svo var tímabil þar sem ég var mikið á flakki á milli landa og þá breyttust jóla- skreytingar og urðu alþjóðlegri. Nú er ég á þeim stað, þar sem við erum að flytja af heimili okkar til rúmlega 20 ára, að jólin verða sennilega extra hlýleg og heimilisleg með smá söknuði og trega.“ Ertu jólabarn? „Já, heldur betur enda fædd í desember. Jól og afmæli hafa alltaf runnið saman í eina hátíð hjá mér. Síðan er ég veiðikona og elda mikið villibráð sem er stór partur af jólahátíðinni okkar. Alls kyns gúm- melaði er búið til sem ég borða bara í aðventunni eins og hreindýra- og gæsapaté, en strax eftir áramót lít ég ekki við þessu og langar bara strax í þorramat.“ Hver er eftirminni- legasta jólagjöfin? „Jólagjafir til mín hafa oft blandast saman við afmælis- gjafir og sú eftirminnilegasta er sannarlega þegar eigin- maðurinn kom mér á óvart og gaf mér sánatunnu í afmælis- og jólagjöf. Þegar ég kom heim á afmælisdaginn minn þá var hann búinn að koma sánatunnu fyrir í garðinum. Ég var dregin út í garð þar sem sánan var sjóðandi heit og fullt af góðum vinkonum sem biðu spenntar eftir að fá að koma mér á óvart.“ Hefur þú gaman af því að fá bók í jólagjöf og er einhver sér- stök á óskalistanum? „Ég er mikill lestrarhestur, það er afbragðs hvíld frá pólitíkinni að lesa góða glæpa- sögu. Ég hef mjög gaman af því að fá góða bók í jólagjöf, en svo finnst mér erfitt að hemja mig og kaupi mikið af jólabókum sjálf. Ég les alltaf Yrsu, Lilju, Ragnar og núna undanfarið Ármann Jakobsson. En í ár ætla ég örugglega að lesa bókina Reykjavík glæpasaga eftir Ragnar og Katrínu forsætisráð- herra og hlakka mikið til.“ Hafnarfjörður er jólabærinn Valdimar Víðisson bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins í Hafnarfirði Valdimar Víðisson er bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins í Hafnarfirði og skóla- stjóri í Öldutúnsskóla. Valdimar verður bæjarstjóri Hafnarfjarðar frá 1. janúar 2025 í stað Rósu Guðbjartsdóttur. Finnst þér mikilvægt að skreyta bæinn mikið fyrir jólin? „Já, það finnst mér. Öll þessi fallegu jólaljós og skemmtilegu skreytingar setja fallegan og notalegan blæ á bæinn okkar. Hafnarfjörður er svo sannarlega jólabærinn.“ Ertu duglegur að skreyta heima? „Ég var það ekki en er orðinn það núna.“ Ertu jólabarn? „Já, ég er það. Alltaf að verða meira og meira jólabarn með hverju árinu. Við setjum upp mikið af jólaseríum og kerfum og svo er ég orðinn svo ansi flinkur í því að setja upp alla jólaóróana í réttri röð, elsti fyrst og nýjasti síðastur. Skiptir öllu máli að hafa í réttri röð, eiginkonan búin að kenna mér það.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin? „Þær eru svo margar. En líklega var eftir- minnilegasta gjöfin þegar ég var átta ára heima í Bolungarvík og fékk mitt fyrsta armbandsúr frá ömmu og afa. Silfurlitað, alvöru úr. Var fyrst hundóánægður því pakkinn var svo lítill en afskaplega ánægður þegar ég sá innihald hans. Var nýbyrjaður að læra á klukku og þessi gjöf aðstoðaði mig við að verða fullnuma á klukkuna.“ Hefur þú gaman að því að fá bók í jólagjöf og er einhver sérstök á óskalist- anum? „Ég hef mjög gaman af því að fá bók í jólagjöf. Gef mér samt allt of lítinn tíma til að lesa. Hef mest gaman af krimmum eins og eftir Ragnar, Yrsu og Arnald. Fátt er betra á að- fangadagskvöld en að hafa það huggulegt með konfekt, jólaöl og góðan krimma.“ Gjöf frá jólaafa minnisstæð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri Jana Salóme segir að það lyfti andanum í svartasta skamm- deginu að sjá falleg jólaljós í bænum. „Sér- staklega er gaman að sjá skreytingar sem hafa verið uppi í mörg ár eins og Amaro-stjörnuna sem vekur upp góðar minningar og tengir kynslóðir,“ segir hún. Ertu dugleg að skreyta heima? „Ég er alltaf mjög dugleg að skreyta með skrauti sem hefur fylgt mér frá því að ég var lítil. Ég skreyti alltaf á fyrsta í aðventu, en jólatréð er aldrei skreytt fyrr en á Þorláksmessu.“ Ertu jólabarn? „Ég er mikið jólabarn. Samverustundir með fjölskyldu eru mér mikilvægar og þær eru aldrei fleiri en yfir jólahátíðina. Svo koma gamlir vinir oft heim um jólin sem gerir allt enn skemmti- legra.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin? „Afi minn lést í lok nóvember 2008 og jólin það árið ákvað mamma að við systkinin fengjum öll gjöf frá jólaafa. Þá fékk ég bók, en gjöfin var ekki aðalþátturinn, heldur sú fallega hugsun mömmu að gefa okkur gjöf frá jólaafa, það vakti upp fallegar minningar um yndislega manneskju.“ Hefur þú gaman að því að fá bók í jólagjöf og er einhver sérstök á óskalistanum? „Ég hef mjög gaman af því að fá bækur í jóla- gjöf. Síðustu ár hef ég alltaf fengið bók eftir Yrsu sem er stór partur af minni jóla- hefð. Það hefur ekki klikkað hingað til, en ef það gerist þá verð ég líklegast ekkert kampakát. Annars er bókin Reykjavík eftir Katrínu Jakobs- dóttur og Ragnar Jónasson á óskalistanum.“ Ljósadýrð loftin gyllir Alltaf sönglandi jólalög Sverrir Bergmann, bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar í Reykja- nesbæ og söngvari Sverri finnst mikil- vægt að skreyta bæ- inn fyrir jólin. „Bæði hvað varðar stemn- ingu og ekki síður til að lýsa upp skammdegið.“ Ertu duglegur að skreyta heima? „Já, ég er nokkuð duglegur og verð betri með hverju árinu. Núna þegar maður er kominn með tvær litlar stelpur er það enn meiri stemning og enn meira gaman.“ Ertu jólabarn? „Algerlega. Ég er sönglandi jólalög nánast allt árið og uppáhaldsmaturinn minn er rjúpan sem ég fæ bara á jólum svo þetta er ein af mínum eftirlætisstundum ár hvert.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin? „Uppáhaldsjólagjöfin mín er enn fjarstýrður beltabíll sem ég fékk þegar ég var í kringum tíu ára aldurinn. Ég gjörsamlega fríkaði út þegar ég opnaði pakkann því ég var búinn að sætta mig við að ég myndi líklega aldrei eignast svona flottan fjarstýrðan bíl. Ég fékk hann frá mömmu og pabba og hann nýttist einkar vel við að keyra upp lappirnar á ömmu og afa.“ Hefur þú gaman af því að fá bók í jólagjöf og er einhver sér- stök á óskalistanum? „Get ekki sagt það. Ég er lítill bókakall. Það væri þá ekki nema það væri einhver skemmtileg bók sem ég gæti lesið fyrir dætur mínar.“ Jólatréð sótt í sveitina Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi Hjördís segir að mikið sé lagt upp úr því að skreyta bæinn fyrir jólin og sér finnist það mjög mikilvægt. „Jólaljósin og skreyting- arnar lífga upp á þessum dimmasta tíma ársins,“ segir hún. Ertu dugleg að skreyta heima? „Ég myndi segja það, maðurinn minn sér um húsið að utan og ég skreyti að innan. Svo er það hefð hjá okkur hjónum að fara á hverju ári austur í bústað að sækja jólatréð okkar. Við erum því alltaf með nýfellda furu með tilheyrandi ilmi. Stærðin á trénu hefur verið mismunandi milli ára en sennilega náðum við að toppa okkur síðustu jól þegar við rétt náðum með herkjum að koma því inn um útidyrnar. Ég er sannfærð um að það hafi stækkað á leiðinni heim, það leit að minnsta kosti út fyrir að vera miklu minna í skóginum.“ Ertu jólabarn? „Já, aðventan hefur alveg sérstakan blæ í mínum huga og þá eru kertaljós og kósíheit ómissandi og það er ekki verra ef það snjóar líka hressilega. Að fara á jólatónleika, eiga góðar stundir með vinum og fjölskyldu og baka eina til tvær sortir af smákökum er allt hluti af jóla- stemningunni. Ég reyni alltaf að minnka við mig vinnu á þessum tíma og leyfi mér að njóta.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin? „Fyrir allmörgum árum ákvað ég að gera virkilega vel við sjálfa mig og keypti einn af fyrstu snjallsímunum sem voru þá að koma á markaðinn. Ég fékk þá skyndihugdettu að pakka símanum inn og smella honum undir jólatréð með miða sem á stóð til Hjördísar frá aðdáanda. Þegar kortið var lesið á aðfangadagskvöldinu og ég opnaði pakkann voru viðbrögðin óborganleg – allir voru gapandi yfir þessum meinta aðdá- anda en sennilega var eiginmaðurinn manna fegnastur þegar sannleikurinn kom í ljós.“ Hefur þú gaman af því að fá bók í jólagjöf og er einhver sérstök á óskalistanum? „Já, ég hef mjög gaman af því að lesa og finnst æðislegt að kúra undir teppi með nýja bók. Spennubækur eru yfirleitt efstar á lista hjá mér og þar klikka Yrsa, Ragnar og Arnaldur aldrei.“ elin@frettabladid.is Við fengum fimm borgar- og bæjarfulltrúa til að svara nokkrum jólaspurningum. Allir viðurkenna að desember sé skemmtilegur árstími þegar jólaljósin lýsa upp svartasta skammdegið og mann- lífið blómstrar. n 42 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.