Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 21
Kaolín er listmunagalleri sem selur eingöngu keramíkmuni. Nafnið er skírskotun í aðalinnihaldsefni postulíns sem er kaolin. Galleríið er rekið af listakonum, sem sjálfar standa vaktina til skiptis. „Verkin eru öll unnin af okkur og spanna vítt litróf því nálgun okkar er mjög ólík, sem við teljum vera styrk okkar,“ segir Guðný Hafsteinsdóttir, keramíklista- kona. „Þeir sem koma eiga því góða möguleika á að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem þeir eru að leita að bolla, vasa, skál eða þrívíðu „skúlptúrísku“ verki.“ Kaolínlistakonurnar sem skiptast á að standa vaktina og reka galleríið saman eru þær Auður G. Gunnarsdóttir, Guðný M. Magnúsdóttir, Dagný Gylfadóttir, Katrín V. Karlsdóttir og Valdís Ólafsdóttir auk Guðnýjar Haf- steinsdóttur, sem hefur orð fyrir hópnum í þetta sinn. „Við erum allar með menntun í faginu og höfum stundað nám bæði hér heima og erlendis,“ segir Guðný, sem sjálf á að baki nám í Danmörku, Finnlandi og Ung- verjalandi auk Myndlista- og handíðaskóla Íslands. „Það er í senn sköpun, hönnun og heil- mikil tækni á bak við verkin okkar. Við erum allar með vinnustofu á Reykjavíkursvæðinu og höfum verið viðloðandi leirinn í mis- langan tíma.“ Hún segir mikinn styrk felast í samstarfinu og því að vera sjálfar í framlínunni við afgreiðslu. „Við erum ólíkar eins og sést á verkum okkar, hver með sinn eigin stíl, sem gerir heildarsýnina í galleríinu fal- lega og spennandi. Við skiptumst á að standa vaktina í galleríinu og því geta gestir alltaf gengið að einhverri okkar vísri þar. Gestum finnst gaman að hitta á listamenn- ina sjálfa til að spjalla um efni og aðferðir við gerð verkanna. Það er oft kátt á hjalla hjá okkur stöllum. Öðru hvoru setjum við upp nýja smásýningu í glugganum okkar sem snýr út á Skólavörðustíginn og svo erum við líka stundum með einhverjar skemmtilegar uppá- komur þar sem við gerum okkur og viðskiptavinum okkar glaðan dag með alls kyns sýningum og fjölbreytilegum viðburðum.“ Hún segir samstarfið ganga mjög vel. „Kaolín hefur verið í rekstri í ellefu ár og hópurinn sem stendur Fjölbreytnin er okkar styrkur Valdís Ólafsdóttir á heiðurinn af þessum skemmtilegu boðskapsbollum. Í Kaolín er mikið úrval af einstak- lega fallegum kertastjökum og luktum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Hér má sjá einstaklega fallegar krukkur og krúsir eftir Katrínu V. Karlsdóttur. Fallega litríkir og ljúfir blómavas- ar eftir Dagnýju Gylfadóttur. Frá vinstri: Auð- ur G. Gunnars- dóttir, Guðný M. Magnús- dóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Katrín V. Karls- dóttir, Valdís Ólafsdóttir og Dagný Gylfa- dóttir. Drangarnir hennar Guð- nýjar Hafsteins- dóttur eru bæði blómavasar og skúlptúrar. Þessir stíl- fögru vasar eru eftir Auði Gunni Gunn- arsdóttur. að baki versluninni verið breyti- legur í gegnum tíðina. Við erum afskaplega ánægðar með rekstr- aformið, finnst bæði gefandi og gaman að vera til staðar fyrir við- skiptavini og geta þannig miðlað upplýsingum um verkin, hug- myndir að baki verkum og aðferðir sem við notum til að gera verkin. Við finnum að það er mjög þakk- látt af hálfu viðskiptavinanna. Við bjóðum alla velkomna að versla við okkur á Skólavörðustíg 5 og í nýrri vefverslun, kaolin. is.“ n Litríku vasarnir eftir Guðnýju M. Magnús- dóttur sóma sér vel í ýmsu samhengi. ALLT kynningarblað 3FÖSTUDAGUR 2. desember 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.