Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 78
mætti byrja mun fyrr að spila jóla-
lögin. „Það má byrja að hausti fyrir
mér. Jólin líða allt of hratt og því
ekki að njóta jólatónanna lengur?
Það er ógrynni til af jólatónlist.
Mörg jólalög tengjast minningum
mínum og hef ég alveg skellt jóla-
lagi á fóninn þó það sé sumar. Ég
byrja annars að hlusta smá á jóla-
lögin í september og október, fyrir
alvöru í nóvember og svo af fullri
alvöru í desember.“
Sólveig hefur samið eitt jólalag
sem hún sendi í Jólalagakeppni
Rásar 2 og komst það í tíu laga
úrslit á sínum tíma. „Lagið heitir
Ljósin fela myrkrið og er angur-
vært lag með dassi af trega. Text-
inn vísar í jákvæð áhrif ljósanna í
skammdeginu, birtuna innra með
okkur á þessum tíma og von um
birtu.“
Hlýtt í hjartanu
„Ég skreyti ekkert brjálæðislega
fyrir hátíðirnar en legg frekar
áherslu á jólaljósin inni og úti.
Þó legg ég mikinn metnað í að
skreyta jólatréð. Uppáhaldsjóla-
skrautið myndi ég segja að væri
jólasveinninn sem sambýlismaður
minn gaf mér um daginn. Hann er
klæddur í feld sem er svipaður og
kápan mín. Uppáhaldsjólaljósið
er svo snjókarl sem bróðir minn
gaf mér fyrir mörgum árum. Hann
lýsir endalaust og mér verður alltaf
hlýtt í hjartanu þegar hann er upp-
lýstur.“ n
Sólveig Þórðardóttir hefur
verið jólabarn alveg frá því
að hún man eftir sér. „Já, ég
held mér sé óhætt að full-
yrða það. Einu sinni jóla-
barn, ávallt jólabarn. Barns-
lega tilhlökkunin er enn til
staðar,“ segir hún.
jme@frettabladid.is
„Það besta við jólin eru tónlistin,
ljósin, jólakvikmyndir, maturinn
og jólaundirbúningur með öllu
tilheyrandi á aðventunni. Jóla-
ljósarölt og bíltúrar eru líka í
uppáhaldi og samvera með fjöl-
skyldunni, spil, kalkúnn og jólaöl.
Að skreyta piparkökur og krukkur
með „litlu“ frænkum mínum. Það
er bara eitthvað alveg sérstakt við
jólin; þakklæti, friður og kósíheit
við kertaljós koma upp í hugann,“
segir Sólveig. „Mér finnst líka ein-
staklega gaman að gleðja mína
nánustu með gjöfum. Því sælla er
að gefa en þiggja. Ég missti mig oft
í jólagjöfum hér áður fyrr, sérstak-
lega fyrir litlu börnin í fjölskyld-
unni. Það er svo gaman að kaupa
barnaföt. Maður þarf ekki að
máta sjálfur og getur fríkað út sem
stílisti. Núna er ég ekki jafn brjáluð
í jólagjöfunum, þó ég gleymi mér
stundum. Það er bara svo gaman að
vera í hlutverki sveinka.“
Sólveig er litrík manneskja,
skapandi og tónelsk með fjölbreytt
áhugamál og öflugt ímyndunarafl.
Hún er áhugaljósmyndari og finnst
gaman að skrifa. Hún er grunn-
skólakennari og kennir íslensku
sem annað mál. „Til þess nota ég
fjölbreyttar kennsluaðferðir, meðal
annars með tónlist, leiklist, skap-
andi skrifum og samræðum. Ég er
með stórt hjarta og sterka réttlætis-
kennd og þoli ekki þegar aðrir eru
órétti beittir. Mannréttindi eru mér
því hjartfólgin og frelsið til að fá að
vera maður sjálfur.“
Sólveig er einnig söngkona. „Ég
er að sjálfsögðu byrjuð að huga að
jólalögum til að syngja á Tik Tok en
þar set ég reglulega inn söngmynd-
bönd. Endilega fylgið mér þar: @
sollasoulful.“
Jolla-Solla langspenntust
Sólveig byrjar að hlakka til jólanna
undir lok sumars. „Þá kemur fyrsta
tilhlökkunin, því þá fer að líða
að hausti og loks jólum, í mínum
huga, sem hraðspólar stundum
áfram. Þegar -ber mánuðirnir líta
dagsins ljós, sérstaklega þegar fer
að dimma og kólna, þá sé ég fyrir
mér fannhvíta jörð og ljósadýrð.“
Sólveig er ekki eina jólabarnið
á heimilinu. „Á jólunum í Covid
faraldrinum vorum við sambýlis-
maðurinn minn ein heima. Hann
gaf mér sjö gjafir en með hverri
þeirra fylgdi kort með vísbendingu
fyrir næstu gjöf og koll af kolli.
Hann faldi gjafirnar úti um alla
íbúð svo það fór talsverður tími í
leitina og úr varð skemmtilegur
vísbendingaleikur.“
Sólveig er þó langspenntust
fyrir jólunum af vinum og fjöl-
skyldu. „Flestir í fjölskyldunni eru
slakari og byrja ekki að hlusta á
jólalög fyrr en í desember. Það er
líka allt í lagi, sko. Ég keypti mér
nýverið jólasveinabolla til að hafa
í vinnunni. Nokkrir fengu sjokk
og háfleygar setningar eins og:
„Ertu brjáluð, það er bara nóvem-
ber“ voru látnar falla. Ég blæs á
svona athugasemdir. Það er korter
í desember! Ég þarf sko ekki á þess-
ari neikvæðni að halda. Þegar ég
finn einhverja Skröggsstemningu,
bý ég bara til mína eigin jóla-
búbblu. Ég fæ líka smá kikk út úr
því að þjófstarta og er reglulega
kölluð jolla-Solla af fjölskyldunni.“
Jólatónar í september
Sólveig er á þeirri skoðun að það
Hlýtt í hjartanu í desember
Sólveig situr fyrir með uppáhaldsjólaskrautinu sínu. Fréttablaðið/anton brink
Sólveig hefur elskað jólin allt frá
barnæsku og finnur enn fyrir barns-
legri gleði og eftirvæntingu þegar
mánuðirnir sem enda á -ber líta
dagsins ljós. Mynd/aðsend
Uppáhaldsjólalög Sólveigar
Last Christmas
Wham
All I want for Christmas
is you
Mariah Carey
All Alone on Christmas
Darlene Love
Christmas vacation
Mavis Staples
Happy Xmas (War is over)
John Lennon og Yoko Ono
It´s the most wonderful time of
the year
Andy Williams
Blue Christmas
Elvis Presley
Santa Claus is Back in Town
Elvis Presley
Gleðileg jól
Hljómar
Þú komst með jólin
til mín
Ruth Reginalds og Björgvin
Halldórsson
Make it to Christmas
Alessia Cara
A Legendary Christmas
John Legend
„... einstaklega áhugaverð
og aðgengileg bók.“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
fyrrum utanríkisráðherra
Gefðu þekkingu í jólagjöf
obs.is
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
Jólakjólar
Hér er uppskrift að hreindýri úr
klósettrúllu.
Efniviður í hreindýr:
1 klósettpappírsrúlla
blýantur/penni
skæri
litir
Byrjaðu á því að fletja kló-
settrúlluna alveg út. Teiknaðu
útlínur hreindýrsins á útflatta kló-
settrúlluna. Best er að nota blýant
svo hægt sé að stroka út útlínurnar
eftir að búið er að klippa út eftir
útlínunum. Athugaðu að
flóknast er að klippa út
hornin og eyrun svo það
borgar sig að teikna þau
upp nokkuð einföld.
Beygðu rúlluna næst út
í sporöskjulaga form þar
til hreindýrið getur staðið
á löppunum. Beygðu svo
höfuðið út og hornin svo þau
standi upp í loft. Ef hornin klippast
óvart af er einfaldlega hægt að
klippa út ný og líma þau á. n
Hátíðleg klósettrúllu-hreindýr
56 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022