Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 82
Hildur Gunnlaugsdóttir arki- tekt og umhverfisfræðingur er mikill fagurkeri og ein- staklega útsjónarsöm og hugmyndarík þegar kemur að því að skreyta. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir frumlegheit og á stóran fylgjendahóp á Instagram- reikningi sínum. sjofn@frettabladid.is Hildur byrjaði snemma að jóla­ skreyta og tekur skreytingarnar í skrefum. „Ég hef ákveðið að vera ekki að setja of miklar kröfur á mig og heimilið um jólin, en legg áherslu á að njóta og ber skrautið þess merki. Ég fylgi tískustraum­ um eins og aðrir en reyni að leyfa barnslegu jólagleðinni að ráða,“ segir Hildur. Bleiki liturinn er ríkjandi jóla­ litur hjá Hildi í ár. „Ég saumaði bleikan dúk úr hör sængurveri úr H&M Home þegar ég fann ekki nógu stóran dúk á borðið mitt. Hann setur tóninn í litavali. Ég fann síðan fallegt gervigreni hjá Ilvu sem ég notaði bæði í aðventu­ krans og upp með handriðinu.“ „Jólaskrautið í ár er blanda af gamla skrautinu mínu sem ég hef átt í mörg ár og því sem hefur gripið mig undanfarið. Ég er orðin mikill aðdáandi batterískerta en miðju­ dóttir mín er mjög eldhrædd og eru tvær af þremur dætrum mínum með astma. Betra að nota logandi kerti spari en hafa alla jafna bat­ terískertin í gangi. Þau eru orðin mjög raunveruleg og gefa alveg sömu stemningu, en ég mæli sér­ staklega með Sirius kertunum (fást í Ilvu) því sama fjarstýring virkar á allt og með einum smelli er kveikt á öllum kertum heimilisins.“ Íslenskt handverk er líka í uppá­ haldi hjá Hildi. „Jólatrén frá Ker eru búin að vera í miklu uppáhaldi, þau eru svo látlaus og falleg að mér finnst í góðu lagi að byrja að skreyta með þeim strax í byrjun nóvember.“ Minningin um jólaskrautið á bernskuheimilinu er sterk. „Í barnæsku var móðir mín mikill minimalisti á jólaskraut og fast­ heldin. Það voru bara rauð epli á trénu og helst mött, það var mikil hátíð þegar það mátti setja glæra seríu í fyrsta sinn á tréð. Ég hef alltaf verið mikið fyrir glimmer og glit en sama hvað ég suðaði þá fékkst þessu ekki breytt. Ein jólin brá hún á það ráð að kaupa handa mér mitt eigið jólatré sem ég mátti sjálf skreyta. Það fóru á það lituð sería og litríkar kúlur, og ég vildi helst bara vera í herberginu mínu að dást að því,“ segir Hildur og brosir dreymin á svip. Samveran með fjölskyldunni skemmtilegust um jólin Hildur segir að jólin séu hátíð fjölskyldunnar og þau leggi mikla áherslu á að skapa góðar minn­ ingar. „Við reynum að gera jólin eftirminnileg. Í fyrra vorum við í New York og fórum á aðfangdag á skauta með krökkunum, fengum okkur kakó og s’moores með.“ Það sem Hildi finnst skemmtilegast við jólin er samveran, samkenndin og kærleikurinn sem allir fyllast af um jólin. „Allt einu vill allt sam­ félagið hjálpa þeim sem minna mega sín, fólk brosir og er einhvern veginn hlýrra. Það væri auðvitað best ef það væri alltaf svona, en ég er að minnsta kosti mjög fegin að við fáum rúman jólamánuð á ári.“ Þegar kemur að jólahefðum og siðum þá á Hildur sínar hefðir Leyfir barnslegri jólagleðinni að ráða Vasarnir eru líka frá KER og koma skemmtilega út á hátíðarborð- inu. Matarstellið og glösin fá að njóta fegurðar sinnar á hátíðar- borðinu. Hildur fann þetta fallega gervigreni hjá Ilvu, sem hún notar bæði í aðventukrans og upp með handriðinu. Grenið kemur með jólin. Greni og fallegir litlir hlutir, þar sem bleikir tónar skjótast inn á milli, er frumleg jóla- blanda sem Hildi tekst svo vel til með.  60 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.