Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 6
Bandaríkjamenn eru furðu hrifnir af pylsum. Heiðdís Björk Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Top Iceland Isavia spáir því að 7,8 millj- ónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll árið 2023. Ferðamannaspá Isavia gerir einnig ráð fyrir 2,2 milljónum ferðamanna sem sækja munu Ísland heim sama ár og verður það næststærsta ferðamanna- ár í sögu landsins. helgisteinar@frettabladid.is SAMGÖNGUR Farþegaspá Kef la- víkurf lugvallar fyrir árið 2023 var kynnt á fundi Isavia sem fór fram í Norðurljósasal Hörpu í gær. Ferðaþjónusta samsvarar nú 24,5 prósentum af heildarútf lutningi Íslands, eða um 411 milljónum króna. Fram kom að íslensk ferðaþjón- usta skipti miklu máli þar sem sú atvinnugrein skapar í kringum 40 prósent af öllum erlendum gjald- eyri fyrir þjóðarbúið. Vöxtur ferða- þjónustunnar undangenginn áratug hafi einnig átt stóran þátt í að gera Seðlabankanum kleift að byggja upp óskuldsettan gjaldeyrisvara- forða sem vegur nú um 30 prósent af landsframleiðslu, miðað við 5 prósent fyrir 2008. Á fundinum kom einnig fram að Ísland sé búið að ná til baka 95 prósentum af allri þeirri ferðaþjón- ustustarfsemi sem landið tapaði í faraldrinum, miðað við 50 prósenta endurheimt á alþjóðavísu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menn- ingar- og viðskiptaráðherra hóf fundinn og lagði áherslu á að það væri einmitt landfræðileg lega Íslands sem væri uppspretta hag- vaxtar og velmegunar. Hún vísaði einnig til þess að Ísland hafi verið miðstöð bókmennta fyrr á öldum af sömu ástæðu, og það hvernig flugfélög nýti legu landsins sé mjög mikilvægt. Sveinbjörn Indriðason, fram- kvæmdastjóri Isavia, sagði það vera framtíðarsýn Isavia að tengja heim- inn gegnum Ísland og að sterk tengsl séu á milli tengiflugs og hagvaxtar. Hann tók einnig fram að sjálfbærni væri stór þáttur í framtíðarstefnu Isavia. Sveinbjörn bætti við að mögulegt sé að f lugfarþegar framtíðarinnar muni velja sér tengiflugvöll í sam- ræmi við sjálf bærni, en alþjóðleg ferðamennska sé ábyrg fyrir rúm- lega 8 prósentum af allri kolefnislos- un í heiminum og um helmingur af þeirri losun kemur frá flugferðum. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, tók einnig til máls og sagði að 24 flugfélög muni f ljúga til og frá Íslandi á næsta ári og að stefnt sé að því að viðhalda 51 heilsársáfangastað frá Keflavíkur- flugvelli. Fram kom í máli Lilju Alfreðs- dóttur að hún teldi mjög ábatasamt fyrir íslenska ferðaþjónustu að fá beint f lug frá f leiri áfangastöðum og minntist þá sérstaklega á lykil- höfuðborgir Asíulanda. „Asía hefur alveg gríðarlegan áhuga á Íslandi. Ég var til dæmis úti í Suður-Kóreu, þar sem búa 54 milljónir, og eru þeir alveg vitlausir í norðurljósin og íslenska náttúru. Þeir eru líka alveg eins og við hvað varðar menningu. Þannig að ég sé að það eru mikil tækifæri í að fá fleiri ferðamenn inn frá Asíu,“ segir Lilja. n Nærri átta milljónir farþega lenda á Keflavíkurflugvelli á komandi ári Ísland er búið að ná til baka 95 prósentum af allri þeirri ferðaþjónustu- starfsemi sem landið tapaði í faraldrinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR JÓLAGJAFA­ HANDBÓK kristinnhaukur@frettabladid.is VERSLUN Sending af íslenskum pyls- um var stöðvuð í Bandaríkjunum vegna þess að þær innihalda svína- kjöt. Sendingin var frá fyrirtækinu Top Iceland, sem selur íslensk mat- væli og sælgæti til útlanda. Hefur fyrirtækið nú opnað mál hjá banda- ríska matvælaeftirlitinu. „Þetta hefur aldrei verið vanda- mál áður. Við erum að reyna að vinna í þessu með sendiráðinu í Washington til að við getum haldið áfram að gleðja fólkið í Bandaríkj- unum með pylsum,“ segir Heiðdís Björk Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Top Iceland, sem er lítið fjölskyldu- fyrirtæki í Grundarfirði. Top Iceland selur mest til Banda- ríkjanna, bæði til Íslendinga þar og heimamanna. Meðal viðskipta- vina eru fyrrverandi hermenn af vellinum í Keflavík sem ánetjuðust íslensku góðgæti. Einnig Banda- ríkjamenn sem hafa dvalið hér í öðrum tilgangi og ferðamenn sem hafa kynnst íslenskum mat. „Bandaríkjamenn eru furðu hrifnir af pylsum,“ segir Heiðdís. „En þeir eru líka hrifnir af vissu sælgæti, til dæmis Þristi og Bingó- kúlum. Þeir kaupa rosa mikið magn af því nammi.“ Þrátt fyrir vandræði við pylsu- söluna er nóg að gera hjá Top Ice- land fyrir jólin. Aðspurð um hver sé vinsælasta varan um þessar mundir segir Heiðdís það vera jólaölið sem og malt og appelsín. „Það er gott að bæta upp fyrir pylsuleysið,“ segir hún. Bandaríkjamenn stöðvuðu pylsusendingu frá Íslandi Ég sé að það eru mikil tækifæri í að fá fleiri ferðamenn frá Asíu. Lilja Alfreðs- dóttir, menning- ar- og viðskipta- ráðherra Útlendingar háma í sig íslenskar pylsur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK bene diktarnar@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Svokallað sjálf- bærni ráð var kynnt í gær og sam- starfs vett vanginum Sjálf bært Ís- land form lega hleypt af stokkunum. Sjálf bærni ráð á að hraða að- gerðum til þess að ná þeim mark- miðum um sjálf bæra þróun sem birtast í Heims mark miðum Sam- einuðu þjóðanna og vel sældar - áherslum ríkis stjórnarinnar. Eggert Bene dikt Guð munds son fer fyrir sjálf bærni ráði sem mótar stefnu um sjálf bæra þróun og vinnur að því að rétt lát um skipti í sam fé laginu séu leiðar ljós í stefnu- mótun og að gerðum. „Við viljum tryggja það að við séum að ná árangri á öllum þessum sviðum, því við höfum alla burði til þess,“ sagði Katrín Jakobs dóttir for- sætisráðherra, sem kvað ráðið vera mjög metnaðarfullt. Á samt for sætis ráð herra eiga aðrir ráð herrar ríkis stjórnarinnar, full- trúar sveitar fé laga, at vinnu greina- sam taka, launa fólks, þing flokka og frjálsra fé laga sam taka sæti í ráðinu. „Fyrsta skref ið í verk efninu verður að kort leggja stöðuna. Sumt erum við að gera vel, sér stak lega þegar kemur að um hverfis málum, fé lags legum málum og efna hags- málum, en við þurfum líka að kort- leggja hvar við þurfum að bæta okkur,“ sagði Katrín. n Sjálf bærniráð um sjálfbæra þróun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð- herra og formaður sjálfbærniráðs. 4 Fréttir 2. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.