Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 106
Bandaríska mærin Lauren Colatrella er bakari af guðs náð. Hún kom til Íslands frá New Jersey og bakar lostætar vegan-kökur sem margar eru listaverk fyrir Baunina á Granda en líka þessa gómsætu og undur- fögru jólatertu fyrir lesendur Jólablaðsins. thordisg@frettabladid.is „Jólin eru í miklu dálæti en ég á mér líka uppáhaldsárstíð, sem er veturinn,“ segir Lauren, þar sem hún nostrar við hvít lauf og rauð- ar jóladoppur á tertuna fögru. „Ef ég gæti boðið hvaða sögufrægu persónu sem er í kökusneið yrði það tónskáldið Pierre Schaeffer sem ég dái mjög. Hann kynnti ambient-tónlist til sögunnar um alda- mótin 1900 og það er tilvalið eyrna- konfekt á meðan maður les bók eða þrífur húsið. Kannski hefði hann getað samið fullkomna tónlist fyrir það tilefni að setjast til borðs með mér og til að borða góða köku við kertaljós,“ segir Lauren hugsi. Laumaðist í smákökur ömmu um nætur Þegar jólin koma nær og nær hugsar hún heim. „Hugurinn dvelur við mínar uppáhaldsminningar, þegar ég var yngri og hjálpaði til við jóla- baksturinn og allan jólamatinn með fjölskyldunni minni og stal litlum bitum handa hundunum,“ segir hún hlæjandi. Vill sjá heiminn verða vinalegri Heims um ból og helg verða jólin hennar Lauren með góðum vinum, sem koma líka víðs vegar að heiminum frá og verða fjarri fjöl- skyldum sínum yfir hátíðirnar. „Mín uppáhaldsjólahefð er maturinn; að halda í ákveðið bragð og uppskriftir sem ég nota aftur og aftur. Uppáhaldsjólamaturinn minn eru smákökurnar hennar ömmu. Þær voru kúlulaga, inni- héldu hnetur, rúsínur og súkku- laði, og voru hjúpaðar flórsykri. Ég var vön að laumast inn í eldhús um miðjar nætur til að borða þær,“ segir Lauren og skellir upp úr, án votts af samviskubiti. „Þessi jólin langar mig í svo margt. Mig langar að vera með vinum mínum sem ég elska og líka í nýtt húðflúr. Mig dreymir líka um sólar-lyklaborð, sem hleður sig með ljósi. Ég vil einnig sjá heiminn breytast og að fólk leggi sig fram um að koma betur fram við hvert annað og verði vingjarnlegra,“ segir Lauren, um leið og hún setur lokahönd á töfrandi jólatertuna. „Á jólum set ég Twin Peaks-inn- blásna jólaplötu á fóninn. Hún er ofboðslega hátíðleg og með miklum saxófón. Svo horfi ég á uppáhaldsjólamyndina mína, Rudolph frá árinu 1964. Hún var alltaf í sjónvarpinu á jólum æsku minnar.“ n Vegan-jólaterta Lauren Epli í botn 130 g olía 240 g hveiti 6 g matarsódi 6 g lyftiduft 5 g salt 5 g kanilduft 130 g sykur 130 g ljós púðursykur 27 g hörfræ 112 g heitt vatn 5 g vanilludropar 215 g rifin epli Byrjið á að rífa eplin. Blandið svo saman heitu vatni og hör- fræjum, en þau ættu að þykkna á 4 mínútum. Blandið saman sykri, púðursykri, olíu og vanillu- dropum, og því næst hörfræja- blöndunni saman við. Sigtið saman hveiti, salti, kanil, matarsóda og lyftiduft og bætið við blautu blönduna. Blandið öllu saman og að lokum rifnu eplunum með sleif. Skiptið deiginu jafnt í tvö 20 eða 27 cm bökunarform og bakið við 175°C í 25 til 28 mínútur. Stingið tann- stöngli í miðju kökubotnanna til að sjá hvort þeir séu bakaðir, en þá á tannstöngullinn að koma út hreinn. Kælið botnana og setjið svo í frysti þar til þeir eru orðnir stífir og kaldir. Tofu cannoli-fylling 230 g tofu (það er einnig hægt að nota vegan ricotta-ost eða kota- sælu) 80 g vegan-jógúrt (þykk er best) 70 g flórsykur 15 g maíssterkja 30 g súkkulaðibitar 3 g kanilduft 10 g romm Sítrónusafi Brjótið tofu í smáa bita og setið í blandara eða matvinnsluvél. Bætið við jógúrt, kanil, sítrónusafa og blandið saman þar til allt er maukað með svolítilli áferð. Bætið við flórsykri og maíssterkju og blandið saman við. Setjið blönd- una í pott, látið suðuna koma upp en lækkið þá á meðalhita og látið malla í fáeinar mínútur, eða þar til blandan þykknar. Setjið í skál og inn í ísskáp til kælingar. Þegar þetta er kalt, hrærið rommi og súkkulaðibitum út í. Geymið í ísskáp. Smjörkrem 380 g smjörlíki 270 g flórsykur 4 g vanilludropar 100 g vegan rjómi Hrærið smjörlíkið þar til það er létt og ljóst. Bætið flórsykri við í smá skömmum og svo rjóma og vanilludropum. Hrærið í 5-7 mínútur á meðalhraða. Þannig verður kremið ljósara. Ef áferðin er kornótt þarf að hræra lengur. Aðferðin Hafið allt tiltækt. Byrjið á að laga og baka kökurnar. Útbúið fyll- inguna á meðan botnarnir bakast og kremið á meðan allt kólnar. Setjið kökubotn á disk og notið sprautupoka til að halda við kantana á meðan fyllingin er sett ofan á. Leggið hinn botninn ofan á og smyrjið smjörkremi utan um og ofan á kökuna. Skreytið að vild. Lauren bjó til stök lauf og rauða punkta til skrauts ofan á kökuna. Jólaterta Lauren gleður jafnt munn og maga grænkera sem annarra. Lauren er listamaður í bakstri og kökuskreytingum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sígrænu jólatrén eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. Við bjóðum nú upp á 5 mismunandi gerðir af jólatrjám í mörgum stærðum, með og án LED ljósa. Einföld samsetning og aldrei meira úrval. Skoðaðu kostina • Ekkert barr að ryksuga • Ekki ofnæmisvaldandi • 12 stærðir (60-500 cm) • Fáanlegt með ljósaseríu • Íslenskar leiðbeiningar • Eldtraust • Engin vökvun • Stálfótur fylgir Fallegjólatré Verið velkomin í jólaskóg skátanna í Hraunbæ 123 eða verslaðu beint á sigraena.is - sem endast ár eftir ár! Hraunbær 123 | s. 550 9800 | www.sigraena.is Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Helgar kl. 12-18 84 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.