Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 52
 Ég á tólf pör af jólasokk- um núna svo ég á ekki alveg eitt par fyrir hvern dag. Leikskólakennarinn Elín Guðrún Ingvarsdóttir mætir alltaf í vinnuna í jólasokkum vikurnar fyrir jól til að lífga upp á daginn og gleðja börnin. Hún á þegar þetta er skrifað tólf pör af jóla- sokkum en stefnir að því að bæta í safnið. sandragudrun@frettabladid.is Það var fyrir jólin 2020 sem Elín Guðrún ákvað að lífga aðeins upp á tilveruna, enda mikið um lokanir á þeim og allt í svolítið í volli, eins og hún kemst að orði. „Ég rak augun í jólasokka og keypti þá og mætti í þeim í vinnuna. Það var mjög gott þegar börnin voru að koma svolítið stúrin í leikskólann að benda þeim á sokkana. Það gladdi þau,“ segir Elín Guðrún. Hún fór alltaf að mæta í jóla- sokkum í vinnuna fram að jólum og ákvað að halda því áfram árið eftir. „Núna er þetta bara orðin föst hefð. Ég byrja að grafa sokkana upp svona um miðjan nóvember. Ég á tólf pör af jólasokkum núna svo ég á ekki alveg eitt par fyrir hvern dag. Ég vona nú samt að það bætist eitt- hvað í safnið, mig vantar bara eitt par upp á að ná jólasveinunum,“ segir hún hlæjandi. Velur líflega sokka Elín Guðrún gengur yfirleitt í frekar dökkum fötum svo hún hefur reynt að hafa sokkana líflega til að vega upp á móti fötunum. „Ég hef keypt þá flest alla í Bónus en ég hef líka keypt sokka í Húsa- smiðjunni. Ég man ekki hvort ég hafi keypt þá einhvern tímann í Hagkaup, þeir eru voða Litríkir jólasokkar gleðja börnin Elín Guðrún gleður börnin á leikskólanum með því að mæta í líflegum jólasokkum í vinnuna vikurnar fram að jólum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Elín á orðið 12 pör af sokkum og ætlar að bæta við fleirum, enda vantar bara eitt par til að ná jólasveinunum. svipaðir alls staðar. En 90% af mínum jólasokkum eru örugglega úr Bónus.“ Krökkunum á leikskólanum finnst alltaf jafn skemmtilegt þegar hún kemur í jólasokkum í vinnuna. „Þau er náttúrlega oft sjálf í jóla- sokkum og þá bendi ég á að við séum eins. Það finnst þeim gaman. Ég er að vinna með yngstu börnin svo þetta gleður.“ Aðspurð að því hvort einhver af vinnufélögunum hafi smitast af áhuganum á jólasokkum og farið að mæta í jólasokkum á leikskól- ann fyrir jólin, hlær Elín Guðrún og segir að það hafi ekki enn gerst. „En það kemur kannski ein- hvern tímann seinna,“ bætir hún við. Engin jól án Grýlukaffis Elín Guðrún segist ekki vera með margar aðrar hefðir fyrir jólin en hún kemst alltaf snemma í jóla- skap. „Ég segi að jólin byrji þegar Ikea byrjar að koma með jólavörurnar. Það er upphafið. Ég hlusta líka á jólalögin alveg hægri, vinstri frá því það er byrjað að spila þau í útvarpinu. Ég horfi líka á jóla- myndir og byrja alltaf snemma á þeim. Það er hefð hjá mér að horfa annað hvort á allar Harry Potter myndirnar eða Lord of the Rings myndirnar fyrir jólin. En stundum tek ég aðrar á páskunum og hinar um jólin. Núna er ég búin að horfa á Lord of the Rings myndirnar. En ég er ekki byrjuð að skreyta, ég geri það aðeins seinna,“ segir hún þegar ég spjalla við hana seinni partinn í nóvember. „Mér finnst líka gaman að fara í búðir fyrir jólin ,ekki endilega til að versla heldur bara kíkja á hvað er boði. Ég fer alltaf og fæ mér Grýlukaffi Smáralindinni. Það eru aldrei jól án þess að fá sér Grýlu- kaffi á Te og kaffi.“ n 30 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.