Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 2
VAKA 2. árg. . Júlí-sept. 1939
Þetta er hliðarmynd af setningarvélinni í Prentsmiðfunni Eddu, þar
sem „Vaka“ er prentuð. — Sýnir mynd þessi hinn margbrotna útbúnað,
sem steypir leturlínurnar eftir að stafamótin hafa verið sett upp í lín-
ur. Ennfremur sést efst á myndinni á hlið hinna þriggja stafageymslna,
þar sem letur af sex mismunandi stœrðum og tegundum er geymt. En
aðalhluti myndarinnar sýnir útbúnað þann, sem steypir línurnar. Þegar
línan er fullsett, hreyfir vélsetjarinn handfang og fara þá hjólin, sem
sjást neðst til vinstri á myndinni á hreyfingu og þrýstir steypuútbún-
aðurinn þá brœddu blýi, 300 gráða heitu, af miklu afli inn í stafamótin,
og eftir augnablik er línan steypt og tilbúin til prentunar.
Þannig eru bækur, blöð og tímarit sett í öllum nútímaprentsmiðjum.
Sem stendur höfum vér tvær slíkar setningarvélar, og er unnið við
þær að setningu bóka, blaða og tímarita samfleytt frá kl. 8 að morgni
og til miðnættis alla virka daga ársins.
PRENTSMIÐJAN EDDA H.F., Reykjavík.
Lindargötu 1. — Símnefni Prentedda. — Símar 3720 og 3948.