Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 45

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 45
2. árg. . Júlí-sept. 1939 V A K A hann kistunni nafnið Sáttmáls- örkin. „Og gættu þín, afi gamli,“ sagði hann með dálítið strákslegri rödd, „að Felistearnir taki hana ekki frá þér“. „Þér er víst óþarft að burðast með áhyggjur út af því,“ sagði hinn aldraði og leiftraði baráttu- glampi í augum hans. „Reyndu fremur, ungi maður, að gæta þess, hvað til þíns friðar heyrir, svo að ekki falli þín synduga Jerúsalem í duftið fyrir eyðingu sinna vold- ugu drottnara“. „Vertu sæll, afi gamli“, sagði stráksi og skellti hurðum til yztu dyra. „Já, ekki má sleppa dýrmætum tíma“, sagði gamli maðurinn fremur við sjálfan sig en okkur. Hann vissi nefnilega, að Jón litli var að fara til kaffidrykkju niður á Hótel Borg og þrjár klukkustundir voru sízt of langur tími til þeirrar athafnar. Síðan rölti hann inn á herbergi sitt og þegar ég leit þar inn að klukku- tíma liðnum, lá hann afturábak á dúklögðu kistunni sinni með lokuð augu og hélt ég fyrst að hann svæfi. Hann reis þá upp og bauð mér sæti við hlið sér. Ég þáði það og lauk erindi mínu um leið og ég tók í nefið úr pontunni hans, gamla nautshyrningnum, sem hann hafði gefið sjálfum sér á brúðkaupsdaginn sinn. Það varð lítið úr samtali okkar að þessu sinni. Ég fann að óvenjulegur þungi var í skapi hans. Hann stóð á fætur og gekk að veggnum and- spænis mér og horfði þar eins og í leiðslu á ljósmynd af torfbænum gamla, sem hann hafði reist á fyrstu búskaparárum sínum. Ég sat og virti hann fyrir mér með dálítið öðrum hug en mér hafði verið títt. Það var eins og ég læsi þarna sögu heillar þjóðar, sem rángjarnir herskarar væru búnir að svipta öllu nema helgidómum trúarinnar. Ég minntist viðræð- unnar um Sáttmálsörkina, og sá í nýju ljósi gildi þessara muna, sem ég áður hafði skoðað sem of- sjónir lamandi elliglapa. Nú var eins og ég sæi lifandi sambandið milli átthaga gamla mannsins og baráttu hans fyrir lífinu annars- vegar og þessara jarðnesku leifa hans, þessarar ónothæfu, en eigi að síður karlmannlegu persónu hinsvegar. Það hefir einhvern- tíma verið kraftur í þessum sam- anreknu herðum og stálslegnu fótum, og andleg göfgi bak við háreista ennið og brúnirnar tígu- legu. Þessar víðu, svelgslegu nas- ir mundu hafa teygað margan heilnæman drykk hinnar hress- andi hafgolu og himinrunna jök- ulstorms. Allt í einu lyftir hann hendinni og tekur myndina niður af veggn- um. Hann gengur til mín og legg- ur myndina á borðið fyrir fram- an mig. „Veiztu það“, sagði hann með brimsúg í röddinni, „að Tjaldbúð- in á eyðimörkinni skapaði traust- ari sálir heldur en Jerúsalem og Róm, þó að salir þeirra væru 203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.